Erlent

Safngestir aldrei fleiri í Auschwitz

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Auschwitz.
Frá Auschwitz. Vísir/Getty
Aldrei hafa fleiri heimsótt safnið sem áður hýsti útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz í Póllandi en á síðasta ári.

Um 1,72 milljónir manna sóttu safnið heim á síðasta ári. Áætlað er að um 1,1 milljón manna hafi verið tekin af lífi í búðunum á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Sjötíu ár voru á síðasta ári liðin frá lokum stríðsins, en í lok janúar árið 1945 náðu sovéskar hersveitir búðirnar á sitt vald úr höndum nasista.

Safnstjórinn Piotr Cywinski segir að heimsókn á safnið sé ekki einungis kennslustund í sagnfræði heldur „varpi einnig ljósi á okkar eigin ábyrgð á ástandinu í heiminum í dag.“

Í frétt Svenska dagbladet segir að um þriðjungur gesta safnsins á síðasta ári hafi verið Pólverjar, en um 93 þúsund Þjóðverjar sóttu safnið heim.

Um 25 milljónir manna heimsóttu heimasíðu safnsins á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×