Nýtti reynslulausnina til að taka þátt í vopnuðu ráni í Hafnarfirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2016 17:34 Þýfið var að verðmæti tæplega 2 milljóna króna. vísir/getty Hæstiréttur úrskurðaði í dag að maður, sem hafði aðkomu að vopnuðu ráni í skartgripaverslun í Hafnarfirði í október á síðasta ári, skuli afplána 240 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014. Maðurinn hafði hlotið reynslulausn í september fyrra til tveggja ára. Fram kemur í dómi héraðsdóms að sterkur grunur leiki á að hann hafi haft aðkomu að ráni sem framið var í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði, fimmtudaginn 22. október 2015.Sjá einnig: Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðuræninginn í haldi lögreglu Maðurinn á að hafa tekið við þýfinu sem samverkamanns hans, vopnaðir exi, rændu úr versluninni en annarra ræningja á að hafa skuldað manninum pening á þeim tíma. Ránsfengurinn var alls að andvirði um 1.950.200 króna. Við húsleit hjá manninum fundust kannabisefni, amfetamín og lásbogi sem maðurinn sagði að hann hafi tekið upp í skuld frá öðrum aðila.Greiddi fyrir þýfið með fé og fíkniefnum Maðurinn játaði við skýrslutöku að hafa sótt ræningjana eftir ránið en neitaði þó að hafa tekið við þýfinu, sem og að hafa átt nokkra aðkomu að skipulagningu ránsins. Þessu andmæltu samverkamenn hans og sögðu hann hafa greitt fyrir það með með fíkniefnum og peningum. Því til stuðnings var hringur sem fannst á dvalarstað mannsins sem átti uppruna sinn að rekja til skartgripaverslunarinnar í Hafnarfirði.Sjá einnig: Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda söguAf símagögnum var þá einnig ljóst að maðurinn hafði verið í mjög „miklum samskiptum“ við annan ræningjanna, bæði fyrir ránið og strax eftir það. „Fallast má á það með lögreglu að gögn málsins eins og þau liggja nú fyrir séu þess eðlis að sterkur grunur þyki fram kominn um að kærði hafi, eftir að honum var veitt reynslulausn, gerst sekur um háttsemi sem varðað getur allt að 16 ára fangelsi,” segir í dómi Héraðsdóms og manninum því gert að afplána eftirstöðvar fyrrnefndar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014. Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Þrír eru grunaðir um ránið og situr einn þeirra í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. 11. nóvember 2015 14:15 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni fyrir þátt sinn í skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. 10. nóvember 2015 17:18 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Hæstiréttur úrskurðaði í dag að maður, sem hafði aðkomu að vopnuðu ráni í skartgripaverslun í Hafnarfirði í október á síðasta ári, skuli afplána 240 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014. Maðurinn hafði hlotið reynslulausn í september fyrra til tveggja ára. Fram kemur í dómi héraðsdóms að sterkur grunur leiki á að hann hafi haft aðkomu að ráni sem framið var í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði, fimmtudaginn 22. október 2015.Sjá einnig: Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðuræninginn í haldi lögreglu Maðurinn á að hafa tekið við þýfinu sem samverkamanns hans, vopnaðir exi, rændu úr versluninni en annarra ræningja á að hafa skuldað manninum pening á þeim tíma. Ránsfengurinn var alls að andvirði um 1.950.200 króna. Við húsleit hjá manninum fundust kannabisefni, amfetamín og lásbogi sem maðurinn sagði að hann hafi tekið upp í skuld frá öðrum aðila.Greiddi fyrir þýfið með fé og fíkniefnum Maðurinn játaði við skýrslutöku að hafa sótt ræningjana eftir ránið en neitaði þó að hafa tekið við þýfinu, sem og að hafa átt nokkra aðkomu að skipulagningu ránsins. Þessu andmæltu samverkamenn hans og sögðu hann hafa greitt fyrir það með með fíkniefnum og peningum. Því til stuðnings var hringur sem fannst á dvalarstað mannsins sem átti uppruna sinn að rekja til skartgripaverslunarinnar í Hafnarfirði.Sjá einnig: Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda söguAf símagögnum var þá einnig ljóst að maðurinn hafði verið í mjög „miklum samskiptum“ við annan ræningjanna, bæði fyrir ránið og strax eftir það. „Fallast má á það með lögreglu að gögn málsins eins og þau liggja nú fyrir séu þess eðlis að sterkur grunur þyki fram kominn um að kærði hafi, eftir að honum var veitt reynslulausn, gerst sekur um háttsemi sem varðað getur allt að 16 ára fangelsi,” segir í dómi Héraðsdóms og manninum því gert að afplána eftirstöðvar fyrrnefndar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014.
Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Þrír eru grunaðir um ránið og situr einn þeirra í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. 11. nóvember 2015 14:15 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni fyrir þátt sinn í skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. 10. nóvember 2015 17:18 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Þrír eru grunaðir um ránið og situr einn þeirra í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. 11. nóvember 2015 14:15
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni fyrir þátt sinn í skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. 10. nóvember 2015 17:18
Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30