Flórída undirbýr fyrstu aftöku ársins í Bandaríkjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2016 20:20 Oscar Ray Bolin var fundinn sekur um 3 morð árið 1986. vísir/afp Fyrsti fanginn til að verða tekinn af lífi í Bandaríkjunum árið 2016 er hinn 53 ára gamli Oscar Ray Bolin. Aftakan fer fram í kvöld, klukkan 22 að íslenskum tíma, og notast verður við banvæna blöndu lyfja. Bolin, sem situr í fangelsi í Flórída-ríki, var fundinn sekur um að hafa myrt þrjár konur fyrir þrjátíu árum síðan. Hann hlaut þrefaldan dauðadóm, einn fyrir hvert morð. Fram kemur í frétt Newsweek um málið að fjölskyldumeðlimum kvennanna finnst dauði hans löngu tímabær. „Þetta verða, að ákveðnu leyti, málalyktir,“ segir Kathleen Reeves, móðir einna kvennanna, í samtali við Associated Press. „Það er orðið svo langt síðan. Sársaukinn breytist ekki. Þetta er bara tímabært.“Heldur fram sakleysi sínu Til dagsins í dag, þrátt fyrir að hafa 10 sinnum verið fundinn sekur af 10 mismunandi hópum kviðdómara, hefur Bolin haldið fram sakleysi sínu. „Ég þekkti þær ekki, aldrei séð þær, aldrei hitt þær,“ sagði Bolin um fórnarlömbin þrjú í samtali við Fox 13 í gær, þegar um 24 stundir voru í aftöku hans. Aftakan fer fram í ríkisfangelsinu í Starke í Florída. Bolin sagði í samtali við Tampa sjónvarpsstöðina að sönnunargögnunum gegn honum hafi ýmist verið komið fyrir eða að átt hafi verið við þau. „Samviska mín er hrein,“ sagði Bolin og bætti við að réttlætinu yrði ekki fullnægt með því að taka hann af lífi. „Flórída er bara að drepa mig.“ Öll fórnarlömb Bolins, sem myrt voru árið 1986, hurfu áður en lík þeirra fundust aftur – þakin stungusárum. Á þriðja tug fanga voru teknir af lífi í Bandaríkjunum á síðasta ári. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Fyrsti fanginn til að verða tekinn af lífi í Bandaríkjunum árið 2016 er hinn 53 ára gamli Oscar Ray Bolin. Aftakan fer fram í kvöld, klukkan 22 að íslenskum tíma, og notast verður við banvæna blöndu lyfja. Bolin, sem situr í fangelsi í Flórída-ríki, var fundinn sekur um að hafa myrt þrjár konur fyrir þrjátíu árum síðan. Hann hlaut þrefaldan dauðadóm, einn fyrir hvert morð. Fram kemur í frétt Newsweek um málið að fjölskyldumeðlimum kvennanna finnst dauði hans löngu tímabær. „Þetta verða, að ákveðnu leyti, málalyktir,“ segir Kathleen Reeves, móðir einna kvennanna, í samtali við Associated Press. „Það er orðið svo langt síðan. Sársaukinn breytist ekki. Þetta er bara tímabært.“Heldur fram sakleysi sínu Til dagsins í dag, þrátt fyrir að hafa 10 sinnum verið fundinn sekur af 10 mismunandi hópum kviðdómara, hefur Bolin haldið fram sakleysi sínu. „Ég þekkti þær ekki, aldrei séð þær, aldrei hitt þær,“ sagði Bolin um fórnarlömbin þrjú í samtali við Fox 13 í gær, þegar um 24 stundir voru í aftöku hans. Aftakan fer fram í ríkisfangelsinu í Starke í Florída. Bolin sagði í samtali við Tampa sjónvarpsstöðina að sönnunargögnunum gegn honum hafi ýmist verið komið fyrir eða að átt hafi verið við þau. „Samviska mín er hrein,“ sagði Bolin og bætti við að réttlætinu yrði ekki fullnægt með því að taka hann af lífi. „Flórída er bara að drepa mig.“ Öll fórnarlömb Bolins, sem myrt voru árið 1986, hurfu áður en lík þeirra fundust aftur – þakin stungusárum. Á þriðja tug fanga voru teknir af lífi í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira