

Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ætlar að funda á morgun með formönnum þeirra fjögurra flokka sem hún reynir að mynda með ríkisstjórn. Hún vonar að það skýrist á fundinum hvort grundvöllur er til formlegra viðræðna við leiðtoga flokkanna.
Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka ríkisstjórn verður það annað sinn sem slík stjórn hefur verið mynduð frá stofnun lýðveldisins. Sú fyrsta var við völd á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Steingríms Hermannssonar þáverandi formanns Framsóknarflokks.
Fundi Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar lauk nú rétt fyrir fjögur.
Viðræður fimm flokka eru hafnar í Alþingishúsinu.