Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Snærós Sindradóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir ræddi við formenn allra flokka á Alþingi í gær en hún stefnir á að mynda fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri til miðju. Vísir/Ernir „Það eru einhverjir að búa þetta til bara. Við höfum verið mjög jákvæð um að skoða þetta,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, um meint viljaleysi flokksins til að hefja samstarf við Pírata. Daginn eftir kjördag sagði Benedikt að honum hugnaðist ekki að ganga inn í Píratabandalagið. „Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt þá í viðtali á Stöð 2. Nú er komið annað hljóð í strokkinn því Benedikt segist ganga bjartsýnn til fimm flokka samstarfs. „Maður er smám saman að átta sig á því að kosningarnar fóru á ákveðinn veg. Eftir því sem leiðir lokast þá verður maður að opna á aðrar dyr.“Birgitta Jónsdóttir Fréttablaðið/Anton BrinkBirgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að meint óvild á milli flokka sé lítið annað en gróusögur. „Ég hef hitt fólk úr Viðreisn og held að það sé vilji til að finna leið til að hefja samvinnu. Það getur verið að það séu einhverjar gróusögur í gangi en ég held að það sé betra að fólk hittist og sjái hvort það sé einhver breið gjá þarna á milli eða ekki. Ég skynja hana að minnsta kosti ekki.“ Birgitta segir að jafnframt gangi gróusögur um að óvild sé á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur en ekkert geti verið fjær sannleikanum. „Það er engin óvild neins staðar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir unnu mjög náið saman á síðasta kjörtímabili. Það var frekar skýrt fyrir kosningar að það voru nokkur aðaláherslumál sem allir voru sammála um að þyrfti að ganga í.“ Katrín Jakobsdóttir lá undir feldi í gær eftir að hafa fundað með formönnum allra flokka á Alþingi í gær. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að nokkrir þingmenn Vinstri grænna virtust spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn en Viðreisn og teldu meiri málefnahljómgrunn á milli flokkanna. Síðan hefur margt skýrst en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir eftir fundinn með Katrínu á fimmtudag að hann hefði verulegar efasemdir um að fimm flokka stjórn gæti starfað. Búist er við því að draga muni til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í dag og formenn flokkanna hittist og fundi. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
„Það eru einhverjir að búa þetta til bara. Við höfum verið mjög jákvæð um að skoða þetta,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, um meint viljaleysi flokksins til að hefja samstarf við Pírata. Daginn eftir kjördag sagði Benedikt að honum hugnaðist ekki að ganga inn í Píratabandalagið. „Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt þá í viðtali á Stöð 2. Nú er komið annað hljóð í strokkinn því Benedikt segist ganga bjartsýnn til fimm flokka samstarfs. „Maður er smám saman að átta sig á því að kosningarnar fóru á ákveðinn veg. Eftir því sem leiðir lokast þá verður maður að opna á aðrar dyr.“Birgitta Jónsdóttir Fréttablaðið/Anton BrinkBirgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að meint óvild á milli flokka sé lítið annað en gróusögur. „Ég hef hitt fólk úr Viðreisn og held að það sé vilji til að finna leið til að hefja samvinnu. Það getur verið að það séu einhverjar gróusögur í gangi en ég held að það sé betra að fólk hittist og sjái hvort það sé einhver breið gjá þarna á milli eða ekki. Ég skynja hana að minnsta kosti ekki.“ Birgitta segir að jafnframt gangi gróusögur um að óvild sé á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur en ekkert geti verið fjær sannleikanum. „Það er engin óvild neins staðar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir unnu mjög náið saman á síðasta kjörtímabili. Það var frekar skýrt fyrir kosningar að það voru nokkur aðaláherslumál sem allir voru sammála um að þyrfti að ganga í.“ Katrín Jakobsdóttir lá undir feldi í gær eftir að hafa fundað með formönnum allra flokka á Alþingi í gær. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að nokkrir þingmenn Vinstri grænna virtust spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn en Viðreisn og teldu meiri málefnahljómgrunn á milli flokkanna. Síðan hefur margt skýrst en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir eftir fundinn með Katrínu á fimmtudag að hann hefði verulegar efasemdir um að fimm flokka stjórn gæti starfað. Búist er við því að draga muni til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í dag og formenn flokkanna hittist og fundi.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira