Clinton kennir yfirmanni FBI um ósigurinn Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 21:44 Hillary Clinton ásamt eiginmanni sínum Bill þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að úrslit forsetakosninganna voru ljós. Vísir/Getty Hillary Clinton kennir James Comey, yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, um ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Frá þessu er greint á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er haft eftir Clinton að tilkynning Comey um að hefja að nýju rannsókn á tölvupóstnotkun Clinton á meðan hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði stöðvað þann skrið sem framboð hennar var komið á. BBC segir Clinton hafa sagt þetta við helstu styrktaraðila framboðs hennar í gegnum síma en því símtali hafi verið lekið í fjölmiðla. Clinton var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama frá 2009 til 2013 en Comey tilkynnti bandaríska þinginu 28. október síðastliðinn, eða ellefu dögum fyrir forsetakosningarnar, að bandaríska alríkislögreglan ætlaði að rannsaka tölvupósta Clinton sem var nýverið lekið. Með því tók bandaríska alríkislögreglan rannsókn málsins upp á ný eftir að hafa lokið henni í júlí síðastliðnum. Sunnudaginn 6. nóvember, tveimur dögum fyrir kosningarnar, tilkynnti Comey að FBI hefði aftur komist að sömu niðurstöðu og í júlí síðastliðnum, að ekki ætti að ákæra Clinton. „Það eru margar ástæður fyrir því að kosningar á borð við þessar eru ekki árangursríkar,“ sagði Clinton við styrktaraðila sína. Bætti Clinton við að hún teldi að ummæli Comey, þess efnis að hún ætti ekki að sæta ákæru, hefði eflt stuðningsmenn Donald Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Hillary Clinton kennir James Comey, yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, um ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Frá þessu er greint á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er haft eftir Clinton að tilkynning Comey um að hefja að nýju rannsókn á tölvupóstnotkun Clinton á meðan hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði stöðvað þann skrið sem framboð hennar var komið á. BBC segir Clinton hafa sagt þetta við helstu styrktaraðila framboðs hennar í gegnum síma en því símtali hafi verið lekið í fjölmiðla. Clinton var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama frá 2009 til 2013 en Comey tilkynnti bandaríska þinginu 28. október síðastliðinn, eða ellefu dögum fyrir forsetakosningarnar, að bandaríska alríkislögreglan ætlaði að rannsaka tölvupósta Clinton sem var nýverið lekið. Með því tók bandaríska alríkislögreglan rannsókn málsins upp á ný eftir að hafa lokið henni í júlí síðastliðnum. Sunnudaginn 6. nóvember, tveimur dögum fyrir kosningarnar, tilkynnti Comey að FBI hefði aftur komist að sömu niðurstöðu og í júlí síðastliðnum, að ekki ætti að ákæra Clinton. „Það eru margar ástæður fyrir því að kosningar á borð við þessar eru ekki árangursríkar,“ sagði Clinton við styrktaraðila sína. Bætti Clinton við að hún teldi að ummæli Comey, þess efnis að hún ætti ekki að sæta ákæru, hefði eflt stuðningsmenn Donald Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03