Lengsta ferðalagið á HM 2022 eins og að fara á milli Anfield og Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 23:15 Katarbúar eru að byggja marga glæsilega leikvanga. Vísir/Getty Næsta heimsmeistarakeppni í fótbolta fer fram í Rússlandi eftir eitt og hálft ár og er undankeppnin í fullum gangi. Keppnin fjórum árum síðar hefur hinsvegar verið í uppnámi í langan tíma en er nú að taka á sig mynd. Forráðamenn heimsmeistarakeppninnar í Katar 2022 ætla að gera fólki afar auðvelt að ferðast á milli keppnisstaða ætli það sér að sjá margra leiki í keppninni. Katarbúar hafa nú reiknað út fjarlægðina á milli allra átta leikvanganna sem keppt verður á á HM 2022. HM 2022 mun fara fram á 28 dögum frá 21. nóvember til 18. desember 2022. Mótshaldarar segja að lengsta ferðlagið á milli leikvanga í keppninni sé aðeins 55 kílómetrar sem er samskonar vegalengd og á milli Old Trafford (Manchester United) og Anfield (Liverpool). Sem dæmi eru 52 kílómetrar á milli Kaplakrikavallar (FH) og Akranesvallar (ÍA). Minnsta fjarlægðin á milli leikvanga er síðan aðeins 4,5 kílómetrar eða eins og að fara á milli Emirates-leikvangsins (Arsenal) og White Hart Lane (Tottenham). Sem dæmi eru 5 kílómetrar á milli Víkingsvallar (Víkingur R.) og Kópavogsvallar (Breiðablik). Þessi litlu ferðalög liðanna þýða að þau geta gist á sama stað allt mótið en ekki verið á fleygiferð eins og íslenska landsliðið á EM í Frakklandi í sumar. Heimsmeistaramótið í Brasilíu árið 2014 bauð upp á gríðarleg ferðlög fyrir liðin og stuðningsmenn þeirra. Þar var lengst 3140 kílómetrar á milli liða en styst um 340 kílómetrar. Það verður líka mikið um ferðlög á HM í Rússlandi sumarið 2018. Móthaldarar reyna nú eftir fremsta megni að byggja upp meiri jákvæða umfjöllun í kringum komandi heimsmeistaramót árið 2022. Þetta var eitt skrefið í því. Ákvörðun að fara með keppnina til Katar hefur fengið mikla gagnrýni enda flestum ljóst að Katarbúar höfðu keypt framkvæmdastjórn FIFA. Þetta skapaði mörg vandamál og endanum varð að færa HM úr steikjandi hita júní- og júlímánaðar inn á veturinn svo ekki væri lífshættulegt fyrir leikmenn og stuðningsfólk að vera á ferðinni í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stæði. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira
Næsta heimsmeistarakeppni í fótbolta fer fram í Rússlandi eftir eitt og hálft ár og er undankeppnin í fullum gangi. Keppnin fjórum árum síðar hefur hinsvegar verið í uppnámi í langan tíma en er nú að taka á sig mynd. Forráðamenn heimsmeistarakeppninnar í Katar 2022 ætla að gera fólki afar auðvelt að ferðast á milli keppnisstaða ætli það sér að sjá margra leiki í keppninni. Katarbúar hafa nú reiknað út fjarlægðina á milli allra átta leikvanganna sem keppt verður á á HM 2022. HM 2022 mun fara fram á 28 dögum frá 21. nóvember til 18. desember 2022. Mótshaldarar segja að lengsta ferðlagið á milli leikvanga í keppninni sé aðeins 55 kílómetrar sem er samskonar vegalengd og á milli Old Trafford (Manchester United) og Anfield (Liverpool). Sem dæmi eru 52 kílómetrar á milli Kaplakrikavallar (FH) og Akranesvallar (ÍA). Minnsta fjarlægðin á milli leikvanga er síðan aðeins 4,5 kílómetrar eða eins og að fara á milli Emirates-leikvangsins (Arsenal) og White Hart Lane (Tottenham). Sem dæmi eru 5 kílómetrar á milli Víkingsvallar (Víkingur R.) og Kópavogsvallar (Breiðablik). Þessi litlu ferðalög liðanna þýða að þau geta gist á sama stað allt mótið en ekki verið á fleygiferð eins og íslenska landsliðið á EM í Frakklandi í sumar. Heimsmeistaramótið í Brasilíu árið 2014 bauð upp á gríðarleg ferðlög fyrir liðin og stuðningsmenn þeirra. Þar var lengst 3140 kílómetrar á milli liða en styst um 340 kílómetrar. Það verður líka mikið um ferðlög á HM í Rússlandi sumarið 2018. Móthaldarar reyna nú eftir fremsta megni að byggja upp meiri jákvæða umfjöllun í kringum komandi heimsmeistaramót árið 2022. Þetta var eitt skrefið í því. Ákvörðun að fara með keppnina til Katar hefur fengið mikla gagnrýni enda flestum ljóst að Katarbúar höfðu keypt framkvæmdastjórn FIFA. Þetta skapaði mörg vandamál og endanum varð að færa HM úr steikjandi hita júní- og júlímánaðar inn á veturinn svo ekki væri lífshættulegt fyrir leikmenn og stuðningsfólk að vera á ferðinni í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stæði.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira