Þarf núna ekki að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2016 19:19 Guðjón Guðmundsson ræddi við nýjan þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Randers í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafur Kristjánsson tekur við þjálfarastarfi Randers af fyrrum landsliðsmanni Englands Colin Todd sem þjálfað gefur Randers-liðið með góðum árangri síðustu ár. „Mér finnst þetta vera lið sem hefur hellings möguleika og þeir hafa verið að spila vel. Þeir eru með líkamlega sterkt lið um leið og þeir eru leiknir með boltann. Þarna eru því strengir að spila á sem eru mjög spennandi," sagði Ólafur í viðtali við Gaupa. „Markmiðið er að vera í hópi þeirra sex bestu. Það er breyting á keppnisfyrirkomulaginu í deildinni og það verður spiluð úrslitakeppni. Þetta snýst því svolítið um það að komast inn í þessa úrslitakeppni. Randers vill vera með lið sem fer þangað inn og þar af leiðandi þarf að vera með sterkan hóp," sagði Ólafur. Ólafur var áður þjálfari Nordsjælland í hálft annað ár en honum var síðan sagt upp störfum þar. „Það sem er mjög sterkt hjá Nordsjælland er ekki mjög sterkt hjá Randers og svo öfugt. Allt yngri flokka starf hjá Nordsjælland er til fyrirmyndar og allir ferlar í klúbbnum eru mjög fastskorðaðir. Randers er meira svona klúbbur eins og við þekkjum þar sem fókusinn er að vera meðal þeirra bestu en ekki á sama hátt og uppeldisklúbbur," sagði Ólafur. „Það verður spennandi að koma í það umhverfi en vera ekki endalaust að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra," sagði Ólafur. Ólafur tekur til starfa hjá Randers 20. júní í sumar en hann segir að starfið breyti ekki áformum hans að vera í teyminu sem leikgreinir andstæðinga Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst 10. júní. „Í stað þess að vera riðlakeppnina og svo með þegar liðið fer upp úr riðlinum þá verð ég fram yfir leikinn á móti Ungverjum og fer þá til Danmerkur. Allt annað helst," sagði Ólafur. „Það er alltaf áskorun að taka við liði eins og Randers. Það er svo skemmtilegt þegar þú kemur á nýjan stað þá þarftu að sanna þig. Það er mitt verkefni núna að sýna fram á það að ég geti flutt þetta lið. Það gerir þú bara á einn hátt og það er með verkum þínum. Það er ekki nóg að taka heldur þarf að láta verkin tala," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtali við Ólaf í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira
Guðjón Guðmundsson ræddi við nýjan þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Randers í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafur Kristjánsson tekur við þjálfarastarfi Randers af fyrrum landsliðsmanni Englands Colin Todd sem þjálfað gefur Randers-liðið með góðum árangri síðustu ár. „Mér finnst þetta vera lið sem hefur hellings möguleika og þeir hafa verið að spila vel. Þeir eru með líkamlega sterkt lið um leið og þeir eru leiknir með boltann. Þarna eru því strengir að spila á sem eru mjög spennandi," sagði Ólafur í viðtali við Gaupa. „Markmiðið er að vera í hópi þeirra sex bestu. Það er breyting á keppnisfyrirkomulaginu í deildinni og það verður spiluð úrslitakeppni. Þetta snýst því svolítið um það að komast inn í þessa úrslitakeppni. Randers vill vera með lið sem fer þangað inn og þar af leiðandi þarf að vera með sterkan hóp," sagði Ólafur. Ólafur var áður þjálfari Nordsjælland í hálft annað ár en honum var síðan sagt upp störfum þar. „Það sem er mjög sterkt hjá Nordsjælland er ekki mjög sterkt hjá Randers og svo öfugt. Allt yngri flokka starf hjá Nordsjælland er til fyrirmyndar og allir ferlar í klúbbnum eru mjög fastskorðaðir. Randers er meira svona klúbbur eins og við þekkjum þar sem fókusinn er að vera meðal þeirra bestu en ekki á sama hátt og uppeldisklúbbur," sagði Ólafur. „Það verður spennandi að koma í það umhverfi en vera ekki endalaust að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra," sagði Ólafur. Ólafur tekur til starfa hjá Randers 20. júní í sumar en hann segir að starfið breyti ekki áformum hans að vera í teyminu sem leikgreinir andstæðinga Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst 10. júní. „Í stað þess að vera riðlakeppnina og svo með þegar liðið fer upp úr riðlinum þá verð ég fram yfir leikinn á móti Ungverjum og fer þá til Danmerkur. Allt annað helst," sagði Ólafur. „Það er alltaf áskorun að taka við liði eins og Randers. Það er svo skemmtilegt þegar þú kemur á nýjan stað þá þarftu að sanna þig. Það er mitt verkefni núna að sýna fram á það að ég geti flutt þetta lið. Það gerir þú bara á einn hátt og það er með verkum þínum. Það er ekki nóg að taka heldur þarf að láta verkin tala," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtali við Ólaf í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira