Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2016 10:46 Sverðið var afhent Minjastofnun í dag. Mynd/Árni Björn Valdimarsson „Við ætluðum bara á veiðar en enduðum í fornleifauppgreftri,“ segir Árni Björn Valdimarsson gæsaveiðimaður sem var á skytterí í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina ásamt félaga sínum þegar þeir ráku augun í sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. Mjög merkilegur fundur segir forstöðumaður Minjastofnunnar. „Þetta lá bara þarna í sandinum og við þurftum ekki að grafa það upp eða neitt“ segir Árni Björn í samtali við Vísi og telur hann líklegt að því hafi skolað á þann stað þar sem það fannst í nýlegu flóði. Má hann þó ekki gefa upp nákvæma staðsetningu enda hafi Minjastofnun áhuga á því að kanna svæðið frekar. Sverðið fannst á föstudag og geymdu þeir félagar sverðið í bílnum áður en að Árni Björn settu mynd af sverðinu á Facebook og eftir það fóru hjólin að snúast.Sverðið er ansi heillegt.Vísir/Árni Björn Valdimarsson.„Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur og þar vildu menn fá að skoða sverðið,“ segir Árni sem fór nú í morgunsárið með sverðið til Minjastofnunnar. Við fyrstu sýn telja sérfræðingar stofnunarinnar að sverðið sé ævafornt. „Minjastofnun telur, svona við fyrstu sýn, að þetta sé frá árinu 1000 eða þar í kring,“ segir Árni Björn sem segir að sverðið hafi verið merkilega heillegt, ansi ryðgað en þó í fínu ásigkomulagi að öðru leyti.Eingöngu fundist tuttugu sverð frá þessu tímabiliKristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunnar, segir að um mjög merkilegan fund sé að ræða enda hafi mjög fá sverð varðveist frá þessum tíma, reynist sverðið vera jafngamalt og fyrsta skoðun bendir til. „Þetta er mjög merkilegur fundur en það hafa bara fundist tuttugu sverð frá þessum tíma. Við teljum að sverðið sé frá seinni hluta tíundu aldar. Það er mjög sérstakt að fá svona heillegt sverð,“ segir Kristín. „Við erum alveg í skýjunum.“ Minjastofnun hefur nú afhent forvörðum Þjóðminjasafnsins sverðið þar sem það mun vera rannsakað enn frekar svo hægt sé að aldursgreina sverðið. Þá eru minjaverðir Minjastofnunar að kemba svæðið þar sem sverðið fannst til að athuga hvort að fleiri munir finnist. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
„Við ætluðum bara á veiðar en enduðum í fornleifauppgreftri,“ segir Árni Björn Valdimarsson gæsaveiðimaður sem var á skytterí í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina ásamt félaga sínum þegar þeir ráku augun í sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. Mjög merkilegur fundur segir forstöðumaður Minjastofnunnar. „Þetta lá bara þarna í sandinum og við þurftum ekki að grafa það upp eða neitt“ segir Árni Björn í samtali við Vísi og telur hann líklegt að því hafi skolað á þann stað þar sem það fannst í nýlegu flóði. Má hann þó ekki gefa upp nákvæma staðsetningu enda hafi Minjastofnun áhuga á því að kanna svæðið frekar. Sverðið fannst á föstudag og geymdu þeir félagar sverðið í bílnum áður en að Árni Björn settu mynd af sverðinu á Facebook og eftir það fóru hjólin að snúast.Sverðið er ansi heillegt.Vísir/Árni Björn Valdimarsson.„Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur og þar vildu menn fá að skoða sverðið,“ segir Árni sem fór nú í morgunsárið með sverðið til Minjastofnunnar. Við fyrstu sýn telja sérfræðingar stofnunarinnar að sverðið sé ævafornt. „Minjastofnun telur, svona við fyrstu sýn, að þetta sé frá árinu 1000 eða þar í kring,“ segir Árni Björn sem segir að sverðið hafi verið merkilega heillegt, ansi ryðgað en þó í fínu ásigkomulagi að öðru leyti.Eingöngu fundist tuttugu sverð frá þessu tímabiliKristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunnar, segir að um mjög merkilegan fund sé að ræða enda hafi mjög fá sverð varðveist frá þessum tíma, reynist sverðið vera jafngamalt og fyrsta skoðun bendir til. „Þetta er mjög merkilegur fundur en það hafa bara fundist tuttugu sverð frá þessum tíma. Við teljum að sverðið sé frá seinni hluta tíundu aldar. Það er mjög sérstakt að fá svona heillegt sverð,“ segir Kristín. „Við erum alveg í skýjunum.“ Minjastofnun hefur nú afhent forvörðum Þjóðminjasafnsins sverðið þar sem það mun vera rannsakað enn frekar svo hægt sé að aldursgreina sverðið. Þá eru minjaverðir Minjastofnunar að kemba svæðið þar sem sverðið fannst til að athuga hvort að fleiri munir finnist.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira