Clinton kallaði Trump hrekkjusvín en hann segir hana spillta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 08:12 Clinton og Trump í kappræðum í Washington-háskóla á dögunum. vísir/getty Hillary Clinton forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum hefur hert baráttuna fyrir Hvíta húsinu og er nú orðin mun beinskeyttari í garð keppinautarins Donald Trump en áður. Tæp vika er í kosningarnar en kosið verður um það hvor þeirra mun gegna embætti forseta Bandaríkjanna næstkomandi þriðjudag, þann 8. nóvember. Clinton var stödd á kosningafundi í Flórída í gær þar sem hún kallaði Trump hrekkjusvín og sagði að í þrjá áratugi hafi hann ítrekað gert lítið úr, móðgað og ráðist að konum. Clinton kom á sviðið á fundinum ásamt Aliciu Machado sem er fyrrverandi Ungfrú Heimur. Machado hefur sagt frá því að Trump hafi kallað hana Svínku eftir að hún bætti aðeins á sig og sagði hann grimman mann. Hún hefði meðal annars glímt við átröskun vegna athugasemda Trump. Á kosningafundinum sagði Clinton að hún hefði lært það í barnaskóla að það væri ekki í lagi að móðga og særa fólk en á kosningafundi í Ohio var Barack Obama Bandaríkjaforseti á svipuðum nótum þegar hann sagði að Trump hefði eytt ævinni í að kalla konur „svín, hunda og subbur.“Trump var á kosningafundi í Wisconsin í gær. Hann sagði að Clinton væri spillt og að hún myndi leggja bandarískt heilbrigðiskerfi í rúst að eilífu. Þá hvatti hann þá kjósendur sem gert höfðu þau mistök að kjósa Clinton í utankjörfundaratkvæðagreiðslu að breyta atkvæði sínu áður en atkvæðagreiðslunni lýkur á fimmtudag og kjósa hann. Wisconsin er eitt fárra ríkja í Bandaríkjunum þar sem kjósendum leyfist að breyta utankjörfundaratkvæði eftir á, það er að kjósa aftur. Það er augljóst að spennan er nú tekin að magnast enda aðeins tæp vika í kosningarnar eins og áður segir. Nýjustu vendingar í tölvupóstamálinu svokallaða, hefur komið Demókrötum illa og gert lítið úr þeim áætlunum Clinton að eyða síðustu vikunni í það að koma jákvæðum boðskap á framfæri. Einnig hefur dregið á milli þeirra í könnunum og meðaltalskönnun breska ríkisútvarpsins metur stöðuna þannig að Clinton leiði baráttuna, en aðeins með fjörutíu og átta prósentum á móti fjörutíu og sex hjá Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump færist nær Clinton Óljós yfirlýsing um nýja lögreglurannsókn á tölvupóstum Clinton hefur gagnast Trump á lokametrum kosningabaráttunnar. Yfirmaður FBI sakaður um lögbrot. Talið að Clinton muni beita sér af meiri hörku. 1. nóvember 2016 07:30 Könnun ABC og Washington Post: Trump mælist með meira fylgi en Clinton 46 prósent líklegra kjósenda segjast ætla að kjósa Donald Trump en 45 prósent Hillary Clinton. 1. nóvember 2016 12:31 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Hillary Clinton forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum hefur hert baráttuna fyrir Hvíta húsinu og er nú orðin mun beinskeyttari í garð keppinautarins Donald Trump en áður. Tæp vika er í kosningarnar en kosið verður um það hvor þeirra mun gegna embætti forseta Bandaríkjanna næstkomandi þriðjudag, þann 8. nóvember. Clinton var stödd á kosningafundi í Flórída í gær þar sem hún kallaði Trump hrekkjusvín og sagði að í þrjá áratugi hafi hann ítrekað gert lítið úr, móðgað og ráðist að konum. Clinton kom á sviðið á fundinum ásamt Aliciu Machado sem er fyrrverandi Ungfrú Heimur. Machado hefur sagt frá því að Trump hafi kallað hana Svínku eftir að hún bætti aðeins á sig og sagði hann grimman mann. Hún hefði meðal annars glímt við átröskun vegna athugasemda Trump. Á kosningafundinum sagði Clinton að hún hefði lært það í barnaskóla að það væri ekki í lagi að móðga og særa fólk en á kosningafundi í Ohio var Barack Obama Bandaríkjaforseti á svipuðum nótum þegar hann sagði að Trump hefði eytt ævinni í að kalla konur „svín, hunda og subbur.“Trump var á kosningafundi í Wisconsin í gær. Hann sagði að Clinton væri spillt og að hún myndi leggja bandarískt heilbrigðiskerfi í rúst að eilífu. Þá hvatti hann þá kjósendur sem gert höfðu þau mistök að kjósa Clinton í utankjörfundaratkvæðagreiðslu að breyta atkvæði sínu áður en atkvæðagreiðslunni lýkur á fimmtudag og kjósa hann. Wisconsin er eitt fárra ríkja í Bandaríkjunum þar sem kjósendum leyfist að breyta utankjörfundaratkvæði eftir á, það er að kjósa aftur. Það er augljóst að spennan er nú tekin að magnast enda aðeins tæp vika í kosningarnar eins og áður segir. Nýjustu vendingar í tölvupóstamálinu svokallaða, hefur komið Demókrötum illa og gert lítið úr þeim áætlunum Clinton að eyða síðustu vikunni í það að koma jákvæðum boðskap á framfæri. Einnig hefur dregið á milli þeirra í könnunum og meðaltalskönnun breska ríkisútvarpsins metur stöðuna þannig að Clinton leiði baráttuna, en aðeins með fjörutíu og átta prósentum á móti fjörutíu og sex hjá Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump færist nær Clinton Óljós yfirlýsing um nýja lögreglurannsókn á tölvupóstum Clinton hefur gagnast Trump á lokametrum kosningabaráttunnar. Yfirmaður FBI sakaður um lögbrot. Talið að Clinton muni beita sér af meiri hörku. 1. nóvember 2016 07:30 Könnun ABC og Washington Post: Trump mælist með meira fylgi en Clinton 46 prósent líklegra kjósenda segjast ætla að kjósa Donald Trump en 45 prósent Hillary Clinton. 1. nóvember 2016 12:31 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Trump færist nær Clinton Óljós yfirlýsing um nýja lögreglurannsókn á tölvupóstum Clinton hefur gagnast Trump á lokametrum kosningabaráttunnar. Yfirmaður FBI sakaður um lögbrot. Talið að Clinton muni beita sér af meiri hörku. 1. nóvember 2016 07:30
Könnun ABC og Washington Post: Trump mælist með meira fylgi en Clinton 46 prósent líklegra kjósenda segjast ætla að kjósa Donald Trump en 45 prósent Hillary Clinton. 1. nóvember 2016 12:31