Trump færist nær Clinton Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. nóvember 2016 07:30 Hillary Clinton og varaforsetaefni hennar, Tim Kaine, sem gæti þurft að taka við keflinu leiði ný rannsókn lögreglunnar á tölvupóstum hennar eitthvað bitastætt í ljós. Stutt er til stefnu því kosið verður eftir viku. Fréttablaðið/EPA Yfirlýsing James Comey, yfirmanns bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur komið kosningabaráttu Hillary Clinton í nokkurt uppnám. Hann skýrði frá því í síðustu viku að FBI ætlaði að hefja rannsókn á tölvupóstum úr tölvu þingmannsins Anthonys Weiner, en hann sætir rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Í tölvunni sé meðal annars að finna tölvupósta frá Hillary Clinton, sem áður hefur sætt rannsókn vegna tölvupóstsamskipta sinna. Comey sagðist telja hugsanlegt að tölvupóstsamskipti Clinton við Weiner gætu reynst mikilvæg fyrir hina rannsóknina á tölvupóstum Clinton. Comey hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna þetta opinberlega svona skömmu fyrir forsetakosningar, en þær verða haldnar í Bandaríkjunum á þriðjudaginn í næstu viku, þann 8. nóvember. Demókrataþingmaðurinn Harry Reid, leiðtogi minnihlutans í öldungadeild, segir Comey jafnvel hafa gerst brotlegan við lög með þessu: „Starfsfólk mitt hefur komist að þeirri niðurstöðu að þetta framferði geti verið brot á taumhaldslöggjöfinni, sem bannar embættismönnum FBI að nota opinbera stöðu sína til þess að hafa áhrif á kosningar,“ sagði Reid í yfirlýsingu á sunnudag. Hann gaf engar upplýsingar um hugsanlegt innihald tölvupóstanna eða hvers vegna ástæða gæti þótt til þess að efna til rannsóknar. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á úrslit forsetakosninganna, en heldur hefur verið að draga saman með Clinton og Donald Trump undanfarið. Um miðjan október var hún með um sjö prósenta forskot að meðaltali en í gær var það komið niður fyrir þrjú prósent. Trump og stuðningsmenn hafa óspart notfært sér þetta baráttu sinni til framdráttar, enda beinir þetta athyglinni frá vandræðum Trumps sjálfs sem hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli um konur og fyrir að birta ekki upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Talið er að Clinton og stuðningsmenn hennar muni nú, þessa viku sem eftir er til kosninga, beita sér af meiri hörku gegn Trump en kannski hefði orðið ef þessi yfirlýsing frá FBI hefði ekki komið fram á síðustu stundu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Yfirlýsing James Comey, yfirmanns bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur komið kosningabaráttu Hillary Clinton í nokkurt uppnám. Hann skýrði frá því í síðustu viku að FBI ætlaði að hefja rannsókn á tölvupóstum úr tölvu þingmannsins Anthonys Weiner, en hann sætir rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Í tölvunni sé meðal annars að finna tölvupósta frá Hillary Clinton, sem áður hefur sætt rannsókn vegna tölvupóstsamskipta sinna. Comey sagðist telja hugsanlegt að tölvupóstsamskipti Clinton við Weiner gætu reynst mikilvæg fyrir hina rannsóknina á tölvupóstum Clinton. Comey hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna þetta opinberlega svona skömmu fyrir forsetakosningar, en þær verða haldnar í Bandaríkjunum á þriðjudaginn í næstu viku, þann 8. nóvember. Demókrataþingmaðurinn Harry Reid, leiðtogi minnihlutans í öldungadeild, segir Comey jafnvel hafa gerst brotlegan við lög með þessu: „Starfsfólk mitt hefur komist að þeirri niðurstöðu að þetta framferði geti verið brot á taumhaldslöggjöfinni, sem bannar embættismönnum FBI að nota opinbera stöðu sína til þess að hafa áhrif á kosningar,“ sagði Reid í yfirlýsingu á sunnudag. Hann gaf engar upplýsingar um hugsanlegt innihald tölvupóstanna eða hvers vegna ástæða gæti þótt til þess að efna til rannsóknar. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á úrslit forsetakosninganna, en heldur hefur verið að draga saman með Clinton og Donald Trump undanfarið. Um miðjan október var hún með um sjö prósenta forskot að meðaltali en í gær var það komið niður fyrir þrjú prósent. Trump og stuðningsmenn hafa óspart notfært sér þetta baráttu sinni til framdráttar, enda beinir þetta athyglinni frá vandræðum Trumps sjálfs sem hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli um konur og fyrir að birta ekki upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Talið er að Clinton og stuðningsmenn hennar muni nú, þessa viku sem eftir er til kosninga, beita sér af meiri hörku gegn Trump en kannski hefði orðið ef þessi yfirlýsing frá FBI hefði ekki komið fram á síðustu stundu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira