Trump færist nær Clinton Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. nóvember 2016 07:30 Hillary Clinton og varaforsetaefni hennar, Tim Kaine, sem gæti þurft að taka við keflinu leiði ný rannsókn lögreglunnar á tölvupóstum hennar eitthvað bitastætt í ljós. Stutt er til stefnu því kosið verður eftir viku. Fréttablaðið/EPA Yfirlýsing James Comey, yfirmanns bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur komið kosningabaráttu Hillary Clinton í nokkurt uppnám. Hann skýrði frá því í síðustu viku að FBI ætlaði að hefja rannsókn á tölvupóstum úr tölvu þingmannsins Anthonys Weiner, en hann sætir rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Í tölvunni sé meðal annars að finna tölvupósta frá Hillary Clinton, sem áður hefur sætt rannsókn vegna tölvupóstsamskipta sinna. Comey sagðist telja hugsanlegt að tölvupóstsamskipti Clinton við Weiner gætu reynst mikilvæg fyrir hina rannsóknina á tölvupóstum Clinton. Comey hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna þetta opinberlega svona skömmu fyrir forsetakosningar, en þær verða haldnar í Bandaríkjunum á þriðjudaginn í næstu viku, þann 8. nóvember. Demókrataþingmaðurinn Harry Reid, leiðtogi minnihlutans í öldungadeild, segir Comey jafnvel hafa gerst brotlegan við lög með þessu: „Starfsfólk mitt hefur komist að þeirri niðurstöðu að þetta framferði geti verið brot á taumhaldslöggjöfinni, sem bannar embættismönnum FBI að nota opinbera stöðu sína til þess að hafa áhrif á kosningar,“ sagði Reid í yfirlýsingu á sunnudag. Hann gaf engar upplýsingar um hugsanlegt innihald tölvupóstanna eða hvers vegna ástæða gæti þótt til þess að efna til rannsóknar. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á úrslit forsetakosninganna, en heldur hefur verið að draga saman með Clinton og Donald Trump undanfarið. Um miðjan október var hún með um sjö prósenta forskot að meðaltali en í gær var það komið niður fyrir þrjú prósent. Trump og stuðningsmenn hafa óspart notfært sér þetta baráttu sinni til framdráttar, enda beinir þetta athyglinni frá vandræðum Trumps sjálfs sem hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli um konur og fyrir að birta ekki upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Talið er að Clinton og stuðningsmenn hennar muni nú, þessa viku sem eftir er til kosninga, beita sér af meiri hörku gegn Trump en kannski hefði orðið ef þessi yfirlýsing frá FBI hefði ekki komið fram á síðustu stundu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Yfirlýsing James Comey, yfirmanns bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur komið kosningabaráttu Hillary Clinton í nokkurt uppnám. Hann skýrði frá því í síðustu viku að FBI ætlaði að hefja rannsókn á tölvupóstum úr tölvu þingmannsins Anthonys Weiner, en hann sætir rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Í tölvunni sé meðal annars að finna tölvupósta frá Hillary Clinton, sem áður hefur sætt rannsókn vegna tölvupóstsamskipta sinna. Comey sagðist telja hugsanlegt að tölvupóstsamskipti Clinton við Weiner gætu reynst mikilvæg fyrir hina rannsóknina á tölvupóstum Clinton. Comey hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna þetta opinberlega svona skömmu fyrir forsetakosningar, en þær verða haldnar í Bandaríkjunum á þriðjudaginn í næstu viku, þann 8. nóvember. Demókrataþingmaðurinn Harry Reid, leiðtogi minnihlutans í öldungadeild, segir Comey jafnvel hafa gerst brotlegan við lög með þessu: „Starfsfólk mitt hefur komist að þeirri niðurstöðu að þetta framferði geti verið brot á taumhaldslöggjöfinni, sem bannar embættismönnum FBI að nota opinbera stöðu sína til þess að hafa áhrif á kosningar,“ sagði Reid í yfirlýsingu á sunnudag. Hann gaf engar upplýsingar um hugsanlegt innihald tölvupóstanna eða hvers vegna ástæða gæti þótt til þess að efna til rannsóknar. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á úrslit forsetakosninganna, en heldur hefur verið að draga saman með Clinton og Donald Trump undanfarið. Um miðjan október var hún með um sjö prósenta forskot að meðaltali en í gær var það komið niður fyrir þrjú prósent. Trump og stuðningsmenn hafa óspart notfært sér þetta baráttu sinni til framdráttar, enda beinir þetta athyglinni frá vandræðum Trumps sjálfs sem hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli um konur og fyrir að birta ekki upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Talið er að Clinton og stuðningsmenn hennar muni nú, þessa viku sem eftir er til kosninga, beita sér af meiri hörku gegn Trump en kannski hefði orðið ef þessi yfirlýsing frá FBI hefði ekki komið fram á síðustu stundu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira