Sjáðu draumamark bakvarðarins og hin geggjuðu mörkin í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2016 11:00 Thomas Meunier skoraði frábært mark. vísir/getty Það vantaði ekki tilþrifin í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þegar fjórða umferð riðlakeppninnar hófst með átta leikjum. Seinni átta leikirnir fara fram í kvöld og verða fjórir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Tvö glæsileg mörk voru skoruð í leik Basel og Paris Saint-Germian þar sem Birkir Bjarnason og félagar töpuðu á grátlegan hátt. Frakklandsmeistararnir skoruðu sigurmarkið á 90. mínútu með mögnuðu skoti bakvarðarins Thomas Meunier. Hann tók boltann viðstöðulaust á lofti eftir sendingu frá Adrian Rabiot og skrúfaði boltann í netið á ótrúlegan hátt. Aðeins skömmu áður hafði Mark Janko klúðrað dauðafæri meter frá marki fyrir Basel en það hefði mögulega tryggt svissnesku meisturunum í sigurinn. Í staðinn misstu þeir stigið sem þeir voru komnir með og þurftu að sætta sig við tap. Basel skoraði aftur á móti frábært mark í leiknum en það gerði Luca Zuffi. Hann sá Alphonse Areola, markvörð PSG, standa aðeins of framarlega í teignum og lét bara vaða utan af kanti. Magnað mark hjá þessum 26 ára gamla Svisslendingi.Arsenal lenti 2-0 undir gegn Ludogorets í Razgrad en var búið að jafna metin fyrir hálfleik. Það var svo undir lok leiksins sem Arsenal fullkomnaði endurkomuna og tryggði sér sigurinn, 3-2. Markið skoraði Mesut Özil eftir sendingu inn fyrir vörnina frá Mohamed Elneny. Þýski töframaðurinn byrjaði á því að lyfta boltanum yfir markvörð búlgarska liðsins áður en hann fíflaði svo tvo varnarmenn upp úr skónum og skoraði. Algjörlega geggjuð afgreiðsla.Í Madríd skoraði Antonie Griezmann bæði mörk spænska liðsins Atlético Madríd í 2-1 sigri á FC Rostov. Fyrra markið var einkar glæsilegt en hann tók boltann þá viðstöðulaust eftir sendingu inn á teiginn. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 22:00 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Það vantaði ekki tilþrifin í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þegar fjórða umferð riðlakeppninnar hófst með átta leikjum. Seinni átta leikirnir fara fram í kvöld og verða fjórir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Tvö glæsileg mörk voru skoruð í leik Basel og Paris Saint-Germian þar sem Birkir Bjarnason og félagar töpuðu á grátlegan hátt. Frakklandsmeistararnir skoruðu sigurmarkið á 90. mínútu með mögnuðu skoti bakvarðarins Thomas Meunier. Hann tók boltann viðstöðulaust á lofti eftir sendingu frá Adrian Rabiot og skrúfaði boltann í netið á ótrúlegan hátt. Aðeins skömmu áður hafði Mark Janko klúðrað dauðafæri meter frá marki fyrir Basel en það hefði mögulega tryggt svissnesku meisturunum í sigurinn. Í staðinn misstu þeir stigið sem þeir voru komnir með og þurftu að sætta sig við tap. Basel skoraði aftur á móti frábært mark í leiknum en það gerði Luca Zuffi. Hann sá Alphonse Areola, markvörð PSG, standa aðeins of framarlega í teignum og lét bara vaða utan af kanti. Magnað mark hjá þessum 26 ára gamla Svisslendingi.Arsenal lenti 2-0 undir gegn Ludogorets í Razgrad en var búið að jafna metin fyrir hálfleik. Það var svo undir lok leiksins sem Arsenal fullkomnaði endurkomuna og tryggði sér sigurinn, 3-2. Markið skoraði Mesut Özil eftir sendingu inn fyrir vörnina frá Mohamed Elneny. Þýski töframaðurinn byrjaði á því að lyfta boltanum yfir markvörð búlgarska liðsins áður en hann fíflaði svo tvo varnarmenn upp úr skónum og skoraði. Algjörlega geggjuð afgreiðsla.Í Madríd skoraði Antonie Griezmann bæði mörk spænska liðsins Atlético Madríd í 2-1 sigri á FC Rostov. Fyrra markið var einkar glæsilegt en hann tók boltann þá viðstöðulaust eftir sendingu inn á teiginn.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 22:00 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 22:00
Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45
Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45