Gary Neville, þjálfari Valencia, var öskuillur út í dómarann Gil Manzano eftir 3-0 tap liðsins gegn Athletic Bilbao í spænsku 1. deildinni í gærkvöldi.
Valencia taldi sig eiga að fá tvær vítaspyrnur í leiknum í sitthvorum hálfleiknum, en í seinna atvikinu varði Xabier Etxeita, leikmaður Athletic, boltann með hönd innan teigs.
Gestir frá baskalandi skoru fyrsta markið á 72. mínútu og bættu svo við tveimur mörkum til viðbótar, en Valencia tapaði þarna fyrsta leiknum af síðustu fimm eftir fjóra sigra í röð í öllum keppnum.
„Í dag fannst mér dómarinn vera grín. Það er til skammar að við fengum ekki tvær vítaspyrnur,“ sagði ósáttur Neville eftir leikinn.
„Ég hef ekki kennt dómaranum um neitt í leikjum okkar hingað til en í dag fannst mér hann skelfilegur. Sumt af því sem hann gerði var alveg ótrúlegt,“ sagði Gary Neville.
Valencia er eftir tapið í tólfta sæti spænsku 1. deildarinnar með 31 stig, 21 stigi frá Meistaradeildarsæti en sjö stigum frá fallsæti.
Neville: Dómarinn var grín
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið






Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum
Íslenski boltinn


Ballið ekki búið hjá Breiðabliki
Fótbolti

