Geir: Félögin ráða í hvað EM-peningarnir fara | Ekkert eftirlit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2016 19:48 Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er KSÍ búið að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga sambandsins. Þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk vegna frábærs árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ fyrr á þessu ári var tilkynnt að aðildarfélögin fengju 300 milljónir en sú upphæð var hækkuð og er um fjórðungur upphæðarinnar sem KSÍ fékk frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokka karla og kvenna í deildarkeppni síðastliðin þrjú ár, eða á því tímabili sem EM og undankeppni EM náði yfir. „Stærstu félögin fá mest. Það er reynt að mæla umfang og stærð félaganna. Fyrst og fremst byggir þetta á árangri félaganna í deildakeppninni þessi þrjú ár,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í tilkynningunni frá KSÍ í dag kom fram að EM-peningunum skyldi einungis varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. En mun KSÍ hafa eftirlit með því hvernig félögin ráðstafa peningunum? „Á engan hátt. Þetta er á ábyrgð aðildarfélaga sambandsins,“ sagði Geir.Í viðtali við íþróttadeild 365 eftir EM sagði Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, að æskilegast væri ef EM-peningurinn færi í að styrkja unglingastarf félaganna. Geir segir að það sé alfarið á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ hvernig þau ráðstafi peningunum. „Félögin sjá um sinn rekstur og við sjáum um rekstur sambandsins. Ég treysti því að þessir fjármunir nýtist íslenskri knattspyrnuhreyfingu vel,“ sagði Geir.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er KSÍ búið að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga sambandsins. Þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk vegna frábærs árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ fyrr á þessu ári var tilkynnt að aðildarfélögin fengju 300 milljónir en sú upphæð var hækkuð og er um fjórðungur upphæðarinnar sem KSÍ fékk frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokka karla og kvenna í deildarkeppni síðastliðin þrjú ár, eða á því tímabili sem EM og undankeppni EM náði yfir. „Stærstu félögin fá mest. Það er reynt að mæla umfang og stærð félaganna. Fyrst og fremst byggir þetta á árangri félaganna í deildakeppninni þessi þrjú ár,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í tilkynningunni frá KSÍ í dag kom fram að EM-peningunum skyldi einungis varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. En mun KSÍ hafa eftirlit með því hvernig félögin ráðstafa peningunum? „Á engan hátt. Þetta er á ábyrgð aðildarfélaga sambandsins,“ sagði Geir.Í viðtali við íþróttadeild 365 eftir EM sagði Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, að æskilegast væri ef EM-peningurinn færi í að styrkja unglingastarf félaganna. Geir segir að það sé alfarið á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ hvernig þau ráðstafi peningunum. „Félögin sjá um sinn rekstur og við sjáum um rekstur sambandsins. Ég treysti því að þessir fjármunir nýtist íslenskri knattspyrnuhreyfingu vel,“ sagði Geir.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira