Neyðarlögin ótímabundin Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. janúar 2016 07:00 Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, var á herskáu nótunum í viðtali í Davos. vísir/EPA Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir ómögulegt að fella neyðarlög úr gildi fyrr en fullnaðarsigur hefur unnist á vígamönnum Íslamska ríkisins, DAISH-samtökunum svonefndu. „Við verðum að uppræta og útrýma DAISH í Afríku, Mið-Austurlöndum og Asíu,” sagði Valls í viðtali við BBC á alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í gær. Hann sagði alþjóðlegt stríð vera háð gegn hryðjuverkamönnum. „Á meðan ógnin er til staðar, þá verðum við að grípa til allra ráða,” sagði Valls og hélt því fram að stríð gegn hryðjuverkamönnum væri alheimsstríð: „Stríðið, sem við heyjum, þarf líka að vera altækt, hnattrænt og miskunnarlaust.” Neyðarlögin voru sett í kjölfar hryðjuverkanna í París í nóvember. Þau eiga að renna úr gildi 26. febrúar. Valls segir, í sama viðtali, nauðsynlegt að finna pólitíska lausn á ástandinu í Sýrlandi og Írak. En um leið þurfi Evrópusambandið að grípa strax til aðgerða til að verja ytri landamæri sín gegn þeim straumi flóttamanna, sem er að flýja styrjaldarástandið þar. „Ef Evrópa er ófær um að gæta landamæra sinna, þá er hugmyndin sjálf um Evrópu í húfi,” sagði Valls, og á strangt til tekið við Evrópusambandið þegar hann talar um Evrópu. Hann sagði auk þess vonlaust að Evrópuríki geti tekið við öllum sem flýja frá Sýrlandi og Írak. Það myndi grafa undan öllum stöðugleika í Evrópulöndum. Á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Evrópu, flestir frá Sýrlandi og flestir sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið. Þúsundir drukknuðu í hafinu. Valls sagði, aðspurður, að hann teldi Angelu Merkel Þýskalandskanslara ekki hafa gert mistök þegar hún sagði flóttafólk velkomið til Þýskalands. Hins vegar hafi þessar yfirlýsingar hennar haft mikil áhrif. Flóttamannamálin voru helsta umræðuefnið í gær á fundi Merkel með Ahmed Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sem kom í heimsókn til Þýskalands. Davutoglu leggur áherslu á að Evrópusambandið útvegi Tyrkjum meira fé til þess að sinna flóttafólki í Tyrklandi. Meira en 2,5 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi eru í Tyrklandi. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir ómögulegt að fella neyðarlög úr gildi fyrr en fullnaðarsigur hefur unnist á vígamönnum Íslamska ríkisins, DAISH-samtökunum svonefndu. „Við verðum að uppræta og útrýma DAISH í Afríku, Mið-Austurlöndum og Asíu,” sagði Valls í viðtali við BBC á alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í gær. Hann sagði alþjóðlegt stríð vera háð gegn hryðjuverkamönnum. „Á meðan ógnin er til staðar, þá verðum við að grípa til allra ráða,” sagði Valls og hélt því fram að stríð gegn hryðjuverkamönnum væri alheimsstríð: „Stríðið, sem við heyjum, þarf líka að vera altækt, hnattrænt og miskunnarlaust.” Neyðarlögin voru sett í kjölfar hryðjuverkanna í París í nóvember. Þau eiga að renna úr gildi 26. febrúar. Valls segir, í sama viðtali, nauðsynlegt að finna pólitíska lausn á ástandinu í Sýrlandi og Írak. En um leið þurfi Evrópusambandið að grípa strax til aðgerða til að verja ytri landamæri sín gegn þeim straumi flóttamanna, sem er að flýja styrjaldarástandið þar. „Ef Evrópa er ófær um að gæta landamæra sinna, þá er hugmyndin sjálf um Evrópu í húfi,” sagði Valls, og á strangt til tekið við Evrópusambandið þegar hann talar um Evrópu. Hann sagði auk þess vonlaust að Evrópuríki geti tekið við öllum sem flýja frá Sýrlandi og Írak. Það myndi grafa undan öllum stöðugleika í Evrópulöndum. Á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Evrópu, flestir frá Sýrlandi og flestir sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið. Þúsundir drukknuðu í hafinu. Valls sagði, aðspurður, að hann teldi Angelu Merkel Þýskalandskanslara ekki hafa gert mistök þegar hún sagði flóttafólk velkomið til Þýskalands. Hins vegar hafi þessar yfirlýsingar hennar haft mikil áhrif. Flóttamannamálin voru helsta umræðuefnið í gær á fundi Merkel með Ahmed Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sem kom í heimsókn til Þýskalands. Davutoglu leggur áherslu á að Evrópusambandið útvegi Tyrkjum meira fé til þess að sinna flóttafólki í Tyrklandi. Meira en 2,5 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi eru í Tyrklandi.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila