Ásmundur: Ingólfur fer frjálslega með staðreyndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2016 18:13 Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ingólfur Sigurðsson á förum frá 1. deildarliði Fram. Ingólfur var kallaður á fund í gær þar sem honum var tjáð að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann þykir svo slæmur í hóp.433.is greindi fyrst frá málinu en í samtali við vefsíðuna sakar Ingólfur Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að hafa grafið undan sér. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram, var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu fyrir skemmstu þar sem hann skýrði sína hlið á málinu. Ásmundur segir rétt að Ingólfur sé á förum frá Fram en það sé rangt að brotthvarf hans megi rekja til umkvartana Hlyns Atla. „Þetta mál er einfaldlega þannig að leikmaður er tekinn á fund þar sem honum er tjáð að hann megi leita annað og best sé að klára málið strax með þeim hætti,“ sagði Ásmundur sem tók við þjálfun Fram í vetur. „Við erum ekki alveg nógu ánægðir með spilamennsku liðsins en það er ekkert Ingólfi einum og sér að kenna. Hann hefur átt sína spretti og gert vel á köflum. Við erum að fara yfir sviðið og reyna að vega og meta hvað sé best fyrir liðið. Þetta er eitt af því. „Ég legg það ekki í vana minn að tjá mig um einstaka leikmenn og persónuleg mál en það er alveg ljóst að maður tekur ekki svona ákvarðanir léttvægt. Þótt einn leikmaður kvarti yfir öðrum tekur maður ekki svona ákvarðanir út frá því. Ingólfur hefur fengið að vita nokkrar ástæður og hann kýs að kafa djúpt ofan í eina af þeim. Það er hans mál.“ En er eitthvað sannleikskorn í þeim fullyrðingum að Ingólfur sé erfiður í hóp? „Ég ítreka bara það sem ég sagði áðan. Ég legg ekki í vana minn að bera persónuleg mál á borð í fjölmiðlum,“ sagði Ásmundur og bætti því við að Ingólfur færi ansi frjálslega með staðreyndir í þessu máli. Ingólfur lék alls níu leiki með Fram í deild og bikar og skoraði í þeim eitt mark. Hann lék áður með KR, Val, Þrótti, KV og Víkingi Ó. hér á landi. Fram er í 7. sæti Inkassodeildarinnar með þrettán stig eftir 10 umferðir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ingólfur Sigurðsson á förum frá 1. deildarliði Fram. Ingólfur var kallaður á fund í gær þar sem honum var tjáð að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann þykir svo slæmur í hóp.433.is greindi fyrst frá málinu en í samtali við vefsíðuna sakar Ingólfur Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að hafa grafið undan sér. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram, var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu fyrir skemmstu þar sem hann skýrði sína hlið á málinu. Ásmundur segir rétt að Ingólfur sé á förum frá Fram en það sé rangt að brotthvarf hans megi rekja til umkvartana Hlyns Atla. „Þetta mál er einfaldlega þannig að leikmaður er tekinn á fund þar sem honum er tjáð að hann megi leita annað og best sé að klára málið strax með þeim hætti,“ sagði Ásmundur sem tók við þjálfun Fram í vetur. „Við erum ekki alveg nógu ánægðir með spilamennsku liðsins en það er ekkert Ingólfi einum og sér að kenna. Hann hefur átt sína spretti og gert vel á köflum. Við erum að fara yfir sviðið og reyna að vega og meta hvað sé best fyrir liðið. Þetta er eitt af því. „Ég legg það ekki í vana minn að tjá mig um einstaka leikmenn og persónuleg mál en það er alveg ljóst að maður tekur ekki svona ákvarðanir léttvægt. Þótt einn leikmaður kvarti yfir öðrum tekur maður ekki svona ákvarðanir út frá því. Ingólfur hefur fengið að vita nokkrar ástæður og hann kýs að kafa djúpt ofan í eina af þeim. Það er hans mál.“ En er eitthvað sannleikskorn í þeim fullyrðingum að Ingólfur sé erfiður í hóp? „Ég ítreka bara það sem ég sagði áðan. Ég legg ekki í vana minn að bera persónuleg mál á borð í fjölmiðlum,“ sagði Ásmundur og bætti því við að Ingólfur færi ansi frjálslega með staðreyndir í þessu máli. Ingólfur lék alls níu leiki með Fram í deild og bikar og skoraði í þeim eitt mark. Hann lék áður með KR, Val, Þrótti, KV og Víkingi Ó. hér á landi. Fram er í 7. sæti Inkassodeildarinnar með þrettán stig eftir 10 umferðir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira