Southampton vann í kvöld öruggan 3-0 sigur á Sparta Prag í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld en þetta var fyrsti Evrópuleikur félagsins í þrettán ár.
Þetta var um leið fyrsti sigur liðsins eftir að Claude Puel tók við sem knattspyrnustjóri en Southampton hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er í átjánda sæti með tvö stig eftir fjórar umferðir.
Charlie Austin skoraði tvö mörk fyrir Southampton í kvöld, það fyrra eftir umdeilda vítaspyrnu. Jay Rodriguez skoraði svo þriðja mark heimamanna seint í leiknum.
Dusan Tadic gekk hart fram í leiknum þegar hann vildi taka vítaspyrnuna en fagnaði svo með Austin eftir að hann skoraði.
Fyrsti sigur Puel með Southampton
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn



Hólmbert skiptir um félag
Fótbolti


Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs
Körfubolti
