Theodór Elmar Bjarnason skoraði fyrra mark AGF í 0-2 sigri á Aalborg í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í dag.
Þetta var fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram á fimmtudaginn eftir viku á heimavelli AGF. Í hinni undanúrslitarimmunni eigast FCK og Bröndby við.
Elmar kom AGF yfir á 22. mínútu og um miðjan seinni hálfleik bætti Duncan öðru marki við.
Þetta var annað mark Elmars í bikarkeppninni í ár en hann skoraði einnig í 0-3 sigri á SönderjyskE í 8-liða úrslitunum.
Elmar er á sínu fyrsta tímabili með AGF en hann kom til liðsins frá Randers síðasta sumar.
Mark Elmars hjálpaði AGF að komast í kjörstöðu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti

