Fjórða árásin í Þýskalandi á tæpri viku Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. júlí 2016 07:00 Lögregla á vettvangi í Ansbach. Vísir/EPA Á innan við viku hafa fjórar árásir verið gerðar á fólk í Þýskalandi. Samtals liggja tíu manns í valnum auk þriggja árásarmanna. Sá fjórði var handtekinn. Tugir eru særðir á sjúkrahúsum. Árásarmennirnir hafa sumir litið á sig sem einhvers konar erindreka hryðjuverkasamtaka, en aðrir ekki. Nýjasta árásin í Þýskalandi var gerð í gær, í borginni Ansbach, þar sem sýrlenskur flóttamaður sprengdi sig í loft upp úti á götu fyrir utan skemmtistað sem hann hafði reynt að komast inn á. Þar særðust fimmtán manns en enginn lét lífið nema árásarmaðurinn sjálfur. Maðurinn er sagður hafa hrifist af boðskap hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og í íbúð hans fannst myndefni frá herskáum íslamistum, en fyrrverandi sambýlisfólk hans, allt flóttafólk, segist aldrei nokkurn tíma hafa séð hann fara með bænir. „Hann var að minnsta kosti enginn öfgamúslimi,“ er haft eftir einum sambýlingi hans á fréttavef tímaritsins Der Spiegel. Hins vegar sagðist hann sjálfur hafa gert þetta í nafni Íslamska ríkisins og með þessu orðið við hvatningu samtakanna um að fremja hryðjuverk sem víðast. Hann hafði sótt um hæli í Þýskalandi en þeirri umsókn hafði verið hafnað. Hins vegar hafði hann fengið leyfi til að dvelja áfram í Þýskalandi ótímabundið, þar sem ekki þótti verjandi að senda hann aftur til Sýrlands vegna stríðsins þar. Daginn áður hafði annar sýrlenskur flóttamaður, 21 árs gamall, myrt konu með sveðju í bænum Reutlingen. Tvær aðrar árásir í Þýskalandi í síðustu viku ásamt fleiri árásum í Frakklandi og Bandaríkjunum nú í júlí, hafa vakið margvíslegar spurningar um viðbrögð og löggæslu. Árásarmennirnir fjórir í Þýskalandi eiga í raun fátt sameiginlegt. Sá í München virðist hafa litið á sig sem Þjóðverja í baráttu gegn útlendingum, jafnvel þótt hann sjálfur hafi verið af írönskum uppruna. Lögreglan í Ansbach sagðist á blaðamannafundi í gær ekki sjá neina ástæðu til þess að herða eftirlit með flóttafólki sem þar býr. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn talað um nauðsyn þess að herða enn frekar byssulöggjöfina í landinu, jafnvel þótt hún sé með þeim strangari sem tíðkast. Morðárásir í Evrópulöndum og Bandaríkjunum í júlí7. júlí Bandaríkin 25 ára gamall maður myrti fimm lögreglumenn og særði níu manns til viðbótar í skotárás í Dallas í Bandaríkjunum, þar sem fólk kom saman til að mótmæla lögregluofbeldi. Sjálfur lét hann lífið í skotbardaga við lögregluna.14. júlí Frakkland 31 árs gamall maður frá Túnis ók flutningabíl á fjölda fólks í bænum Nice á þjóðhátíðardegi Frakka. Hann varð þar 84 að bana og féll sjálfur fyrir skotum frá lögreglu.17. júlí Bandaríkin 29 ára maður myrti þrjá lögreglumenn og særði þrjá til viðbótar í skotárás í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem lögreglumaður hafði áður skotið svartan mann, að því er virtist að ástæðulausu. Árásarmaðurinn féll fyrir byssuskoti frá lögreglu.18. júlí Þýskaland Afganskur unglingspiltur réðst með exi og hníf á farþega í járnbrautarlest í Würzburg. Hann særði fimm manns en féll sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglunni.22. júlí Þýskaland Þýskur unglingspiltur af írönskum uppruna skaut níu manns í og við verslunarmiðstöð í München. Síðan skaut hann sjálfan sig.24. júlí Þýskaland 21 árs sýrlenskur flóttamaður myrti konu með sveðju og særði fimm í bænum Reutlingen. Hann var svo handtekinn.24. júlí Þýskaland Sama dag sprengdi 27 ára Sýrlendingur sig í loft upp fyrir utan knæpu í Ansbach. Fimmtán manns særðust.25. júlí Bandaríkin Tveir létu lífið og allt að 16 manns særðust í skotárás á næturklúbbi í borginni Fort Myers í Flórída. Þrír hafa verið handteknir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Á innan við viku hafa fjórar árásir verið gerðar á fólk í Þýskalandi. Samtals liggja tíu manns í valnum auk þriggja árásarmanna. Sá fjórði var handtekinn. Tugir eru særðir á sjúkrahúsum. Árásarmennirnir hafa sumir litið á sig sem einhvers konar erindreka hryðjuverkasamtaka, en aðrir ekki. Nýjasta árásin í Þýskalandi var gerð í gær, í borginni Ansbach, þar sem sýrlenskur flóttamaður sprengdi sig í loft upp úti á götu fyrir utan skemmtistað sem hann hafði reynt að komast inn á. Þar særðust fimmtán manns en enginn lét lífið nema árásarmaðurinn sjálfur. Maðurinn er sagður hafa hrifist af boðskap hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og í íbúð hans fannst myndefni frá herskáum íslamistum, en fyrrverandi sambýlisfólk hans, allt flóttafólk, segist aldrei nokkurn tíma hafa séð hann fara með bænir. „Hann var að minnsta kosti enginn öfgamúslimi,“ er haft eftir einum sambýlingi hans á fréttavef tímaritsins Der Spiegel. Hins vegar sagðist hann sjálfur hafa gert þetta í nafni Íslamska ríkisins og með þessu orðið við hvatningu samtakanna um að fremja hryðjuverk sem víðast. Hann hafði sótt um hæli í Þýskalandi en þeirri umsókn hafði verið hafnað. Hins vegar hafði hann fengið leyfi til að dvelja áfram í Þýskalandi ótímabundið, þar sem ekki þótti verjandi að senda hann aftur til Sýrlands vegna stríðsins þar. Daginn áður hafði annar sýrlenskur flóttamaður, 21 árs gamall, myrt konu með sveðju í bænum Reutlingen. Tvær aðrar árásir í Þýskalandi í síðustu viku ásamt fleiri árásum í Frakklandi og Bandaríkjunum nú í júlí, hafa vakið margvíslegar spurningar um viðbrögð og löggæslu. Árásarmennirnir fjórir í Þýskalandi eiga í raun fátt sameiginlegt. Sá í München virðist hafa litið á sig sem Þjóðverja í baráttu gegn útlendingum, jafnvel þótt hann sjálfur hafi verið af írönskum uppruna. Lögreglan í Ansbach sagðist á blaðamannafundi í gær ekki sjá neina ástæðu til þess að herða eftirlit með flóttafólki sem þar býr. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn talað um nauðsyn þess að herða enn frekar byssulöggjöfina í landinu, jafnvel þótt hún sé með þeim strangari sem tíðkast. Morðárásir í Evrópulöndum og Bandaríkjunum í júlí7. júlí Bandaríkin 25 ára gamall maður myrti fimm lögreglumenn og særði níu manns til viðbótar í skotárás í Dallas í Bandaríkjunum, þar sem fólk kom saman til að mótmæla lögregluofbeldi. Sjálfur lét hann lífið í skotbardaga við lögregluna.14. júlí Frakkland 31 árs gamall maður frá Túnis ók flutningabíl á fjölda fólks í bænum Nice á þjóðhátíðardegi Frakka. Hann varð þar 84 að bana og féll sjálfur fyrir skotum frá lögreglu.17. júlí Bandaríkin 29 ára maður myrti þrjá lögreglumenn og særði þrjá til viðbótar í skotárás í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem lögreglumaður hafði áður skotið svartan mann, að því er virtist að ástæðulausu. Árásarmaðurinn féll fyrir byssuskoti frá lögreglu.18. júlí Þýskaland Afganskur unglingspiltur réðst með exi og hníf á farþega í járnbrautarlest í Würzburg. Hann særði fimm manns en féll sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglunni.22. júlí Þýskaland Þýskur unglingspiltur af írönskum uppruna skaut níu manns í og við verslunarmiðstöð í München. Síðan skaut hann sjálfan sig.24. júlí Þýskaland 21 árs sýrlenskur flóttamaður myrti konu með sveðju og særði fimm í bænum Reutlingen. Hann var svo handtekinn.24. júlí Þýskaland Sama dag sprengdi 27 ára Sýrlendingur sig í loft upp fyrir utan knæpu í Ansbach. Fimmtán manns særðust.25. júlí Bandaríkin Tveir létu lífið og allt að 16 manns særðust í skotárás á næturklúbbi í borginni Fort Myers í Flórída. Þrír hafa verið handteknir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira