Fjórða árásin í Þýskalandi á tæpri viku Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. júlí 2016 07:00 Lögregla á vettvangi í Ansbach. Vísir/EPA Á innan við viku hafa fjórar árásir verið gerðar á fólk í Þýskalandi. Samtals liggja tíu manns í valnum auk þriggja árásarmanna. Sá fjórði var handtekinn. Tugir eru særðir á sjúkrahúsum. Árásarmennirnir hafa sumir litið á sig sem einhvers konar erindreka hryðjuverkasamtaka, en aðrir ekki. Nýjasta árásin í Þýskalandi var gerð í gær, í borginni Ansbach, þar sem sýrlenskur flóttamaður sprengdi sig í loft upp úti á götu fyrir utan skemmtistað sem hann hafði reynt að komast inn á. Þar særðust fimmtán manns en enginn lét lífið nema árásarmaðurinn sjálfur. Maðurinn er sagður hafa hrifist af boðskap hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og í íbúð hans fannst myndefni frá herskáum íslamistum, en fyrrverandi sambýlisfólk hans, allt flóttafólk, segist aldrei nokkurn tíma hafa séð hann fara með bænir. „Hann var að minnsta kosti enginn öfgamúslimi,“ er haft eftir einum sambýlingi hans á fréttavef tímaritsins Der Spiegel. Hins vegar sagðist hann sjálfur hafa gert þetta í nafni Íslamska ríkisins og með þessu orðið við hvatningu samtakanna um að fremja hryðjuverk sem víðast. Hann hafði sótt um hæli í Þýskalandi en þeirri umsókn hafði verið hafnað. Hins vegar hafði hann fengið leyfi til að dvelja áfram í Þýskalandi ótímabundið, þar sem ekki þótti verjandi að senda hann aftur til Sýrlands vegna stríðsins þar. Daginn áður hafði annar sýrlenskur flóttamaður, 21 árs gamall, myrt konu með sveðju í bænum Reutlingen. Tvær aðrar árásir í Þýskalandi í síðustu viku ásamt fleiri árásum í Frakklandi og Bandaríkjunum nú í júlí, hafa vakið margvíslegar spurningar um viðbrögð og löggæslu. Árásarmennirnir fjórir í Þýskalandi eiga í raun fátt sameiginlegt. Sá í München virðist hafa litið á sig sem Þjóðverja í baráttu gegn útlendingum, jafnvel þótt hann sjálfur hafi verið af írönskum uppruna. Lögreglan í Ansbach sagðist á blaðamannafundi í gær ekki sjá neina ástæðu til þess að herða eftirlit með flóttafólki sem þar býr. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn talað um nauðsyn þess að herða enn frekar byssulöggjöfina í landinu, jafnvel þótt hún sé með þeim strangari sem tíðkast. Morðárásir í Evrópulöndum og Bandaríkjunum í júlí7. júlí Bandaríkin 25 ára gamall maður myrti fimm lögreglumenn og særði níu manns til viðbótar í skotárás í Dallas í Bandaríkjunum, þar sem fólk kom saman til að mótmæla lögregluofbeldi. Sjálfur lét hann lífið í skotbardaga við lögregluna.14. júlí Frakkland 31 árs gamall maður frá Túnis ók flutningabíl á fjölda fólks í bænum Nice á þjóðhátíðardegi Frakka. Hann varð þar 84 að bana og féll sjálfur fyrir skotum frá lögreglu.17. júlí Bandaríkin 29 ára maður myrti þrjá lögreglumenn og særði þrjá til viðbótar í skotárás í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem lögreglumaður hafði áður skotið svartan mann, að því er virtist að ástæðulausu. Árásarmaðurinn féll fyrir byssuskoti frá lögreglu.18. júlí Þýskaland Afganskur unglingspiltur réðst með exi og hníf á farþega í járnbrautarlest í Würzburg. Hann særði fimm manns en féll sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglunni.22. júlí Þýskaland Þýskur unglingspiltur af írönskum uppruna skaut níu manns í og við verslunarmiðstöð í München. Síðan skaut hann sjálfan sig.24. júlí Þýskaland 21 árs sýrlenskur flóttamaður myrti konu með sveðju og særði fimm í bænum Reutlingen. Hann var svo handtekinn.24. júlí Þýskaland Sama dag sprengdi 27 ára Sýrlendingur sig í loft upp fyrir utan knæpu í Ansbach. Fimmtán manns særðust.25. júlí Bandaríkin Tveir létu lífið og allt að 16 manns særðust í skotárás á næturklúbbi í borginni Fort Myers í Flórída. Þrír hafa verið handteknir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Á innan við viku hafa fjórar árásir verið gerðar á fólk í Þýskalandi. Samtals liggja tíu manns í valnum auk þriggja árásarmanna. Sá fjórði var handtekinn. Tugir eru særðir á sjúkrahúsum. Árásarmennirnir hafa sumir litið á sig sem einhvers konar erindreka hryðjuverkasamtaka, en aðrir ekki. Nýjasta árásin í Þýskalandi var gerð í gær, í borginni Ansbach, þar sem sýrlenskur flóttamaður sprengdi sig í loft upp úti á götu fyrir utan skemmtistað sem hann hafði reynt að komast inn á. Þar særðust fimmtán manns en enginn lét lífið nema árásarmaðurinn sjálfur. Maðurinn er sagður hafa hrifist af boðskap hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og í íbúð hans fannst myndefni frá herskáum íslamistum, en fyrrverandi sambýlisfólk hans, allt flóttafólk, segist aldrei nokkurn tíma hafa séð hann fara með bænir. „Hann var að minnsta kosti enginn öfgamúslimi,“ er haft eftir einum sambýlingi hans á fréttavef tímaritsins Der Spiegel. Hins vegar sagðist hann sjálfur hafa gert þetta í nafni Íslamska ríkisins og með þessu orðið við hvatningu samtakanna um að fremja hryðjuverk sem víðast. Hann hafði sótt um hæli í Þýskalandi en þeirri umsókn hafði verið hafnað. Hins vegar hafði hann fengið leyfi til að dvelja áfram í Þýskalandi ótímabundið, þar sem ekki þótti verjandi að senda hann aftur til Sýrlands vegna stríðsins þar. Daginn áður hafði annar sýrlenskur flóttamaður, 21 árs gamall, myrt konu með sveðju í bænum Reutlingen. Tvær aðrar árásir í Þýskalandi í síðustu viku ásamt fleiri árásum í Frakklandi og Bandaríkjunum nú í júlí, hafa vakið margvíslegar spurningar um viðbrögð og löggæslu. Árásarmennirnir fjórir í Þýskalandi eiga í raun fátt sameiginlegt. Sá í München virðist hafa litið á sig sem Þjóðverja í baráttu gegn útlendingum, jafnvel þótt hann sjálfur hafi verið af írönskum uppruna. Lögreglan í Ansbach sagðist á blaðamannafundi í gær ekki sjá neina ástæðu til þess að herða eftirlit með flóttafólki sem þar býr. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn talað um nauðsyn þess að herða enn frekar byssulöggjöfina í landinu, jafnvel þótt hún sé með þeim strangari sem tíðkast. Morðárásir í Evrópulöndum og Bandaríkjunum í júlí7. júlí Bandaríkin 25 ára gamall maður myrti fimm lögreglumenn og særði níu manns til viðbótar í skotárás í Dallas í Bandaríkjunum, þar sem fólk kom saman til að mótmæla lögregluofbeldi. Sjálfur lét hann lífið í skotbardaga við lögregluna.14. júlí Frakkland 31 árs gamall maður frá Túnis ók flutningabíl á fjölda fólks í bænum Nice á þjóðhátíðardegi Frakka. Hann varð þar 84 að bana og féll sjálfur fyrir skotum frá lögreglu.17. júlí Bandaríkin 29 ára maður myrti þrjá lögreglumenn og særði þrjá til viðbótar í skotárás í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem lögreglumaður hafði áður skotið svartan mann, að því er virtist að ástæðulausu. Árásarmaðurinn féll fyrir byssuskoti frá lögreglu.18. júlí Þýskaland Afganskur unglingspiltur réðst með exi og hníf á farþega í járnbrautarlest í Würzburg. Hann særði fimm manns en féll sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglunni.22. júlí Þýskaland Þýskur unglingspiltur af írönskum uppruna skaut níu manns í og við verslunarmiðstöð í München. Síðan skaut hann sjálfan sig.24. júlí Þýskaland 21 árs sýrlenskur flóttamaður myrti konu með sveðju og særði fimm í bænum Reutlingen. Hann var svo handtekinn.24. júlí Þýskaland Sama dag sprengdi 27 ára Sýrlendingur sig í loft upp fyrir utan knæpu í Ansbach. Fimmtán manns særðust.25. júlí Bandaríkin Tveir létu lífið og allt að 16 manns særðust í skotárás á næturklúbbi í borginni Fort Myers í Flórída. Þrír hafa verið handteknir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira