Fjórða árásin í Þýskalandi á tæpri viku Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. júlí 2016 07:00 Lögregla á vettvangi í Ansbach. Vísir/EPA Á innan við viku hafa fjórar árásir verið gerðar á fólk í Þýskalandi. Samtals liggja tíu manns í valnum auk þriggja árásarmanna. Sá fjórði var handtekinn. Tugir eru særðir á sjúkrahúsum. Árásarmennirnir hafa sumir litið á sig sem einhvers konar erindreka hryðjuverkasamtaka, en aðrir ekki. Nýjasta árásin í Þýskalandi var gerð í gær, í borginni Ansbach, þar sem sýrlenskur flóttamaður sprengdi sig í loft upp úti á götu fyrir utan skemmtistað sem hann hafði reynt að komast inn á. Þar særðust fimmtán manns en enginn lét lífið nema árásarmaðurinn sjálfur. Maðurinn er sagður hafa hrifist af boðskap hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og í íbúð hans fannst myndefni frá herskáum íslamistum, en fyrrverandi sambýlisfólk hans, allt flóttafólk, segist aldrei nokkurn tíma hafa séð hann fara með bænir. „Hann var að minnsta kosti enginn öfgamúslimi,“ er haft eftir einum sambýlingi hans á fréttavef tímaritsins Der Spiegel. Hins vegar sagðist hann sjálfur hafa gert þetta í nafni Íslamska ríkisins og með þessu orðið við hvatningu samtakanna um að fremja hryðjuverk sem víðast. Hann hafði sótt um hæli í Þýskalandi en þeirri umsókn hafði verið hafnað. Hins vegar hafði hann fengið leyfi til að dvelja áfram í Þýskalandi ótímabundið, þar sem ekki þótti verjandi að senda hann aftur til Sýrlands vegna stríðsins þar. Daginn áður hafði annar sýrlenskur flóttamaður, 21 árs gamall, myrt konu með sveðju í bænum Reutlingen. Tvær aðrar árásir í Þýskalandi í síðustu viku ásamt fleiri árásum í Frakklandi og Bandaríkjunum nú í júlí, hafa vakið margvíslegar spurningar um viðbrögð og löggæslu. Árásarmennirnir fjórir í Þýskalandi eiga í raun fátt sameiginlegt. Sá í München virðist hafa litið á sig sem Þjóðverja í baráttu gegn útlendingum, jafnvel þótt hann sjálfur hafi verið af írönskum uppruna. Lögreglan í Ansbach sagðist á blaðamannafundi í gær ekki sjá neina ástæðu til þess að herða eftirlit með flóttafólki sem þar býr. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn talað um nauðsyn þess að herða enn frekar byssulöggjöfina í landinu, jafnvel þótt hún sé með þeim strangari sem tíðkast. Morðárásir í Evrópulöndum og Bandaríkjunum í júlí7. júlí Bandaríkin 25 ára gamall maður myrti fimm lögreglumenn og særði níu manns til viðbótar í skotárás í Dallas í Bandaríkjunum, þar sem fólk kom saman til að mótmæla lögregluofbeldi. Sjálfur lét hann lífið í skotbardaga við lögregluna.14. júlí Frakkland 31 árs gamall maður frá Túnis ók flutningabíl á fjölda fólks í bænum Nice á þjóðhátíðardegi Frakka. Hann varð þar 84 að bana og féll sjálfur fyrir skotum frá lögreglu.17. júlí Bandaríkin 29 ára maður myrti þrjá lögreglumenn og særði þrjá til viðbótar í skotárás í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem lögreglumaður hafði áður skotið svartan mann, að því er virtist að ástæðulausu. Árásarmaðurinn féll fyrir byssuskoti frá lögreglu.18. júlí Þýskaland Afganskur unglingspiltur réðst með exi og hníf á farþega í járnbrautarlest í Würzburg. Hann særði fimm manns en féll sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglunni.22. júlí Þýskaland Þýskur unglingspiltur af írönskum uppruna skaut níu manns í og við verslunarmiðstöð í München. Síðan skaut hann sjálfan sig.24. júlí Þýskaland 21 árs sýrlenskur flóttamaður myrti konu með sveðju og særði fimm í bænum Reutlingen. Hann var svo handtekinn.24. júlí Þýskaland Sama dag sprengdi 27 ára Sýrlendingur sig í loft upp fyrir utan knæpu í Ansbach. Fimmtán manns særðust.25. júlí Bandaríkin Tveir létu lífið og allt að 16 manns særðust í skotárás á næturklúbbi í borginni Fort Myers í Flórída. Þrír hafa verið handteknir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Á innan við viku hafa fjórar árásir verið gerðar á fólk í Þýskalandi. Samtals liggja tíu manns í valnum auk þriggja árásarmanna. Sá fjórði var handtekinn. Tugir eru særðir á sjúkrahúsum. Árásarmennirnir hafa sumir litið á sig sem einhvers konar erindreka hryðjuverkasamtaka, en aðrir ekki. Nýjasta árásin í Þýskalandi var gerð í gær, í borginni Ansbach, þar sem sýrlenskur flóttamaður sprengdi sig í loft upp úti á götu fyrir utan skemmtistað sem hann hafði reynt að komast inn á. Þar særðust fimmtán manns en enginn lét lífið nema árásarmaðurinn sjálfur. Maðurinn er sagður hafa hrifist af boðskap hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og í íbúð hans fannst myndefni frá herskáum íslamistum, en fyrrverandi sambýlisfólk hans, allt flóttafólk, segist aldrei nokkurn tíma hafa séð hann fara með bænir. „Hann var að minnsta kosti enginn öfgamúslimi,“ er haft eftir einum sambýlingi hans á fréttavef tímaritsins Der Spiegel. Hins vegar sagðist hann sjálfur hafa gert þetta í nafni Íslamska ríkisins og með þessu orðið við hvatningu samtakanna um að fremja hryðjuverk sem víðast. Hann hafði sótt um hæli í Þýskalandi en þeirri umsókn hafði verið hafnað. Hins vegar hafði hann fengið leyfi til að dvelja áfram í Þýskalandi ótímabundið, þar sem ekki þótti verjandi að senda hann aftur til Sýrlands vegna stríðsins þar. Daginn áður hafði annar sýrlenskur flóttamaður, 21 árs gamall, myrt konu með sveðju í bænum Reutlingen. Tvær aðrar árásir í Þýskalandi í síðustu viku ásamt fleiri árásum í Frakklandi og Bandaríkjunum nú í júlí, hafa vakið margvíslegar spurningar um viðbrögð og löggæslu. Árásarmennirnir fjórir í Þýskalandi eiga í raun fátt sameiginlegt. Sá í München virðist hafa litið á sig sem Þjóðverja í baráttu gegn útlendingum, jafnvel þótt hann sjálfur hafi verið af írönskum uppruna. Lögreglan í Ansbach sagðist á blaðamannafundi í gær ekki sjá neina ástæðu til þess að herða eftirlit með flóttafólki sem þar býr. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn talað um nauðsyn þess að herða enn frekar byssulöggjöfina í landinu, jafnvel þótt hún sé með þeim strangari sem tíðkast. Morðárásir í Evrópulöndum og Bandaríkjunum í júlí7. júlí Bandaríkin 25 ára gamall maður myrti fimm lögreglumenn og særði níu manns til viðbótar í skotárás í Dallas í Bandaríkjunum, þar sem fólk kom saman til að mótmæla lögregluofbeldi. Sjálfur lét hann lífið í skotbardaga við lögregluna.14. júlí Frakkland 31 árs gamall maður frá Túnis ók flutningabíl á fjölda fólks í bænum Nice á þjóðhátíðardegi Frakka. Hann varð þar 84 að bana og féll sjálfur fyrir skotum frá lögreglu.17. júlí Bandaríkin 29 ára maður myrti þrjá lögreglumenn og særði þrjá til viðbótar í skotárás í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem lögreglumaður hafði áður skotið svartan mann, að því er virtist að ástæðulausu. Árásarmaðurinn féll fyrir byssuskoti frá lögreglu.18. júlí Þýskaland Afganskur unglingspiltur réðst með exi og hníf á farþega í járnbrautarlest í Würzburg. Hann særði fimm manns en féll sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglunni.22. júlí Þýskaland Þýskur unglingspiltur af írönskum uppruna skaut níu manns í og við verslunarmiðstöð í München. Síðan skaut hann sjálfan sig.24. júlí Þýskaland 21 árs sýrlenskur flóttamaður myrti konu með sveðju og særði fimm í bænum Reutlingen. Hann var svo handtekinn.24. júlí Þýskaland Sama dag sprengdi 27 ára Sýrlendingur sig í loft upp fyrir utan knæpu í Ansbach. Fimmtán manns særðust.25. júlí Bandaríkin Tveir létu lífið og allt að 16 manns særðust í skotárás á næturklúbbi í borginni Fort Myers í Flórída. Þrír hafa verið handteknir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent