Forsetabuffið óvænt tekjulind fyrir Alzheimer-samtökin: „Við mokum þessu út“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2016 11:15 Guðni Th. skartaði buffinu á laugardagsmorgun. Mynd/Forseti.is Alzheimer-samtökin hafa nú vart undan því að selja hið svokallaða forsetabuff, höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið er selt á vefsíðu samtakanna og hefur sala margfaldast á síðustu dögum. „Við mokum þessu út núna og það linnir ekki látunum. Þetta er stórkostlegt,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við erum ekki búin að ná utan um þetta, það hrúgaðist svo mikið inn í gær og það heldur áfram í dag. Salan er margföld miðað við það sem hefur verið. Þetta bara sprakk alveg.“ Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í könnun Vísis má sjá að þjóðin er nánast klofin í afstöðu sinni til buffsins en réttur tæpur meirihluti þeirra sem taka afstöðu vilja að Guðni Th. geymi buffið.Sjá einnig: Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“Svava segist vera mjög ánægð með þá athygli sem samtökin hafi fengið á síðustu dögum og kann hún forseta Íslands bestu þakkir fyrir að vekja svona mikla og góða athygli á samtökunum.Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna.Vísir/Anton„Við erum óskaplega ánægð með forsetann. Hann var ekki bara að ylja sér á eyrunum heldur líka að vekja athygli á þessum félagsskap og þessum sjúklingahópi,“ segir Svava en Alzheimer-samtökin gæta hagsmuna þeirra sem greinast með heilabilun og rekur meðal annars dagþjálfun í þremur húsum fyrir fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm. Félagið, sem hét áður FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma, skipti um nafn á síðasta aðalfundi og í tilefni þess lét félagið framleiða ýmsan varning, þar á meðal buffin, sem kaupa má á vefsíðu félagsins til styrktar samtökunum. „Þetta eru fínustu buff og það er fínt fyrir okkur að smá fá pening fyrir samtökin,“ segir Svava sem óttast ekki að buffin hreinlega klárist, nóg sé til. „Við eigum alveg slatta ennþá,“ segir Svava aðspurð um hvort að lagerinn sé að klárast. „Ef að það gerist látum við bara framleiða meira. Það er enginn maður með mönnum nema eiga að minnsta kosti eitt buff.“ Taka má þátt í fyrrnefndri könnun um forsetabuffið hér að neðan auk þess sem að einnig má sjá hina heilmiklu umræðu sem skapaðist um buffið á Twitter. #forsetabuff Tweets ; Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Alzheimer-samtökin hafa nú vart undan því að selja hið svokallaða forsetabuff, höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið er selt á vefsíðu samtakanna og hefur sala margfaldast á síðustu dögum. „Við mokum þessu út núna og það linnir ekki látunum. Þetta er stórkostlegt,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við erum ekki búin að ná utan um þetta, það hrúgaðist svo mikið inn í gær og það heldur áfram í dag. Salan er margföld miðað við það sem hefur verið. Þetta bara sprakk alveg.“ Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í könnun Vísis má sjá að þjóðin er nánast klofin í afstöðu sinni til buffsins en réttur tæpur meirihluti þeirra sem taka afstöðu vilja að Guðni Th. geymi buffið.Sjá einnig: Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“Svava segist vera mjög ánægð með þá athygli sem samtökin hafi fengið á síðustu dögum og kann hún forseta Íslands bestu þakkir fyrir að vekja svona mikla og góða athygli á samtökunum.Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna.Vísir/Anton„Við erum óskaplega ánægð með forsetann. Hann var ekki bara að ylja sér á eyrunum heldur líka að vekja athygli á þessum félagsskap og þessum sjúklingahópi,“ segir Svava en Alzheimer-samtökin gæta hagsmuna þeirra sem greinast með heilabilun og rekur meðal annars dagþjálfun í þremur húsum fyrir fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm. Félagið, sem hét áður FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma, skipti um nafn á síðasta aðalfundi og í tilefni þess lét félagið framleiða ýmsan varning, þar á meðal buffin, sem kaupa má á vefsíðu félagsins til styrktar samtökunum. „Þetta eru fínustu buff og það er fínt fyrir okkur að smá fá pening fyrir samtökin,“ segir Svava sem óttast ekki að buffin hreinlega klárist, nóg sé til. „Við eigum alveg slatta ennþá,“ segir Svava aðspurð um hvort að lagerinn sé að klárast. „Ef að það gerist látum við bara framleiða meira. Það er enginn maður með mönnum nema eiga að minnsta kosti eitt buff.“ Taka má þátt í fyrrnefndri könnun um forsetabuffið hér að neðan auk þess sem að einnig má sjá hina heilmiklu umræðu sem skapaðist um buffið á Twitter. #forsetabuff Tweets ;
Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30
Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00