Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2016 09:00 „Mér finnst forsetinn bara bráðmyndarlegur með þetta buff,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir um höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Sitt sýnist hverjum um klæðaburð forsetans en í könnun meðal lesenda Vísis skiptist fólk í tvær svo til jafnfjölmennar fylkingar þegar kemur að því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. Ljóst er hvorum hópnum Heiðar snyrtir tilheyrir en hann ræddi „stóra buffmálið“ í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég skil ekki málið. Þetta er rosalegt. Ég fer út með buff ef veðrið er þannig og ég þarf á því að halda. Mér finnst buff bara flott,“ segir Heiðar og uppskar hlátur hjá þáttastjórnendunum Heimi Karlssyni og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur líkt og þau hefðu átt von á öðru svari frá snyrtinum sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að klæðaburði. Forseta forseta forseta forseta forseta forsetabuff. #forsetabuff SO á @KristjanHrannar fyrir hugmyndina. pic.twitter.com/9bFenyDnYj— Árni Torfason (@arnitorfa) November 13, 2016 Mynd af öllum forsetum Íslands með buff á höfði fór í dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Heiðar sá þá mynd. „Ég viðurkenni að ég hefði kannski ekki verið samþykkur buffnotkun hinna. En Guðni er flottur með þetta.“ Munurinn felist í persónuleikanum. „Hann er bara fullkomlega venjulegur íslenskur borgari, og buffari, á meðan hann er forsetinn okkar. Það hefur ekki verið áður. Ég er alls ekki að tala niður til fyrri forseta. Mér finnst bara ógurlega gaman að hafa forseta sem er algjörlega einn af okkur. Setur á sig buff ef hann þarf á að halda.“Ragnheiður Jónsdóttir biskupsfrú með buff undir hatti sínum.Heimir spurði Heiðar hvort hann væri nokkuð með fimm þúsund króna seðil á sér enda mætti finna buff á höfði Ragnheiðar Jónsdóttur biskupsfrúr sem prýðir seðilinn. „Þær buffuðu í gamla daga, allar flottu konurnar,“ segir Heiðar sem á ekki von á að Guðni sé búinn að koma af stað tískubylgju. Bráðum verði fullorðið fólk búið að skipta út húfum og höttum fyrir buff. „Ég held ekki en ég held að hann eigi eftir að breyta ýmsu, ekki bara með því að vera með buff en að vera með þennan stíl.“ Þó séu mörk hvenær eigi að nota buffið þegar maður sé forseti Íslands.Guðni með fílabindið sitt á Sólheimum í sumar.Vísir/GVA„Það þarf að vera viðeigandi. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum með buff á hausnum.“ Guðni tjáði sig sjálfur um buffið á Facebook í morgun þar sem hann sagði buffið, sem hann fékk frá Alzheimer-samtökunum á fimmtudaginn, þegar hafa komið að góðum notum. Eins og alþjóð veit. Forsetinn ætlar að gefa fílabindið sitt og skrautlegt sokkapar til Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, sem stendur fyrir fjáröflun á uppboðssíðunni ebay.com. Guðni er ekki eini forsetinn til að skarta fílabindi því Ólafur Ragnar á slíkt bindi í skáp sínum, gjöf frá eiginkonunni Dorrit Moussaieff. „Gangi þetta vel er aldrei að vita nema ég gefi Alzheimer-buffið mitt líka til að styrkja gott málefni.“Að neðan geturðu sagt skoðun þína á því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. #forsetabuff Tweets Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
„Mér finnst forsetinn bara bráðmyndarlegur með þetta buff,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir um höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Sitt sýnist hverjum um klæðaburð forsetans en í könnun meðal lesenda Vísis skiptist fólk í tvær svo til jafnfjölmennar fylkingar þegar kemur að því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. Ljóst er hvorum hópnum Heiðar snyrtir tilheyrir en hann ræddi „stóra buffmálið“ í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég skil ekki málið. Þetta er rosalegt. Ég fer út með buff ef veðrið er þannig og ég þarf á því að halda. Mér finnst buff bara flott,“ segir Heiðar og uppskar hlátur hjá þáttastjórnendunum Heimi Karlssyni og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur líkt og þau hefðu átt von á öðru svari frá snyrtinum sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að klæðaburði. Forseta forseta forseta forseta forseta forsetabuff. #forsetabuff SO á @KristjanHrannar fyrir hugmyndina. pic.twitter.com/9bFenyDnYj— Árni Torfason (@arnitorfa) November 13, 2016 Mynd af öllum forsetum Íslands með buff á höfði fór í dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Heiðar sá þá mynd. „Ég viðurkenni að ég hefði kannski ekki verið samþykkur buffnotkun hinna. En Guðni er flottur með þetta.“ Munurinn felist í persónuleikanum. „Hann er bara fullkomlega venjulegur íslenskur borgari, og buffari, á meðan hann er forsetinn okkar. Það hefur ekki verið áður. Ég er alls ekki að tala niður til fyrri forseta. Mér finnst bara ógurlega gaman að hafa forseta sem er algjörlega einn af okkur. Setur á sig buff ef hann þarf á að halda.“Ragnheiður Jónsdóttir biskupsfrú með buff undir hatti sínum.Heimir spurði Heiðar hvort hann væri nokkuð með fimm þúsund króna seðil á sér enda mætti finna buff á höfði Ragnheiðar Jónsdóttur biskupsfrúr sem prýðir seðilinn. „Þær buffuðu í gamla daga, allar flottu konurnar,“ segir Heiðar sem á ekki von á að Guðni sé búinn að koma af stað tískubylgju. Bráðum verði fullorðið fólk búið að skipta út húfum og höttum fyrir buff. „Ég held ekki en ég held að hann eigi eftir að breyta ýmsu, ekki bara með því að vera með buff en að vera með þennan stíl.“ Þó séu mörk hvenær eigi að nota buffið þegar maður sé forseti Íslands.Guðni með fílabindið sitt á Sólheimum í sumar.Vísir/GVA„Það þarf að vera viðeigandi. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum með buff á hausnum.“ Guðni tjáði sig sjálfur um buffið á Facebook í morgun þar sem hann sagði buffið, sem hann fékk frá Alzheimer-samtökunum á fimmtudaginn, þegar hafa komið að góðum notum. Eins og alþjóð veit. Forsetinn ætlar að gefa fílabindið sitt og skrautlegt sokkapar til Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, sem stendur fyrir fjáröflun á uppboðssíðunni ebay.com. Guðni er ekki eini forsetinn til að skarta fílabindi því Ólafur Ragnar á slíkt bindi í skáp sínum, gjöf frá eiginkonunni Dorrit Moussaieff. „Gangi þetta vel er aldrei að vita nema ég gefi Alzheimer-buffið mitt líka til að styrkja gott málefni.“Að neðan geturðu sagt skoðun þína á því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. #forsetabuff Tweets
Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30