Hjartnæm stund þegar Messi hitti loksins plastpokapollann Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2016 12:45 Vinir í raun. Afganski pollinn Murtaza Ahmadi upplifði drauminn í dag þegar hann hitti goðið sitt Lionel Messi í Doha þar sem argentínska fótboltaundrið er staddur ásamt Barcelona til að spila vináttuleik gegn Al Ahli. Murtaza litli kveikti í internetinu þegar mynd af honum í argentínskri landsliðstreyju gerðri úr plastpoka fór eins og eldur í sinu um netheima. Það endaði með því að Messi sendi honum Barcelona-treyju. Þetta gerðist í janúar og nú loks hittust þeir í Doha í Katar. Murtaza var að sjálfsögðu mættur í treyjunni sem Messi sendi honum en Börsungurinn tók vel á móti þeim stutta, lyfti honum upp og faðmaði og sat fyrir á myndum. „Þetta er myndin sem heimurinn vildi sjá. Sex ára drengurinn sem vildi hitta hetjuna sína upplifði drauminn,“ skrifaði undirbúningsnefnd HM 2022 á Twitter-síðu sína en það var hún sem flaug Murtaza til Doha til að hitta Messi. Þetta ætti að gleðja Murtaza litla sem hefur átt erfitt ár. Hann þurfti að flýja heimili sitt í Jaghori-hverfinu í Afganistan í maí og þá hótuðu Talíbanar honum lífláti fyrr á árinu. Hér að neðan má sjá myndir og myndband frá þessum krúttlega hittingi.The image the world wanted to see. The six year old boy who dreamed of meeting his hero, #Messi, finally comes true. #FCBinDoha pic.twitter.com/58FWn17b9A— Road to 2022 (@roadto2022) December 13, 2016 Six year old Afghan boy Murtaza finally meets #Messi. pic.twitter.com/ujA2wa81UB— Road to 2022 (@roadto2022) December 13, 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Messi mun hitta krakkann í plastpokabúningnum Fimm ára drengur frá Afganistan varð heimsfrægur á einum degi þegar mynd af honum í plastpokabúningi merktum Lionel Messi fór sem eldur í sinu um internetið. 1. febrúar 2016 14:15 Talibanar hótuðu krúttlega plastpokakrakkanum Afganski drengurinn Murtaza Ahmadi sem varð heimsfrægur fyrir að klæðast Messi-treyju úr plastpoka hefur nú flúið Afganistan. 3. maí 2016 22:30 Messi sendi pokastráknum alvöru treyju Murtaza Ahmadi vakti heimsathygli í síðasta mánuði þegar hann var myndaður klæddur í plastpoka. 25. febrúar 2016 13:57 „Litli Messi“ flúinn frá Afganistan Fjölskyldu Murtaza Ahmadi bárust hótanir og hafa þau nú biðlað til flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 3. maí 2016 16:09 Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Afganski pollinn Murtaza Ahmadi upplifði drauminn í dag þegar hann hitti goðið sitt Lionel Messi í Doha þar sem argentínska fótboltaundrið er staddur ásamt Barcelona til að spila vináttuleik gegn Al Ahli. Murtaza litli kveikti í internetinu þegar mynd af honum í argentínskri landsliðstreyju gerðri úr plastpoka fór eins og eldur í sinu um netheima. Það endaði með því að Messi sendi honum Barcelona-treyju. Þetta gerðist í janúar og nú loks hittust þeir í Doha í Katar. Murtaza var að sjálfsögðu mættur í treyjunni sem Messi sendi honum en Börsungurinn tók vel á móti þeim stutta, lyfti honum upp og faðmaði og sat fyrir á myndum. „Þetta er myndin sem heimurinn vildi sjá. Sex ára drengurinn sem vildi hitta hetjuna sína upplifði drauminn,“ skrifaði undirbúningsnefnd HM 2022 á Twitter-síðu sína en það var hún sem flaug Murtaza til Doha til að hitta Messi. Þetta ætti að gleðja Murtaza litla sem hefur átt erfitt ár. Hann þurfti að flýja heimili sitt í Jaghori-hverfinu í Afganistan í maí og þá hótuðu Talíbanar honum lífláti fyrr á árinu. Hér að neðan má sjá myndir og myndband frá þessum krúttlega hittingi.The image the world wanted to see. The six year old boy who dreamed of meeting his hero, #Messi, finally comes true. #FCBinDoha pic.twitter.com/58FWn17b9A— Road to 2022 (@roadto2022) December 13, 2016 Six year old Afghan boy Murtaza finally meets #Messi. pic.twitter.com/ujA2wa81UB— Road to 2022 (@roadto2022) December 13, 2016
Fótbolti Tengdar fréttir Messi mun hitta krakkann í plastpokabúningnum Fimm ára drengur frá Afganistan varð heimsfrægur á einum degi þegar mynd af honum í plastpokabúningi merktum Lionel Messi fór sem eldur í sinu um internetið. 1. febrúar 2016 14:15 Talibanar hótuðu krúttlega plastpokakrakkanum Afganski drengurinn Murtaza Ahmadi sem varð heimsfrægur fyrir að klæðast Messi-treyju úr plastpoka hefur nú flúið Afganistan. 3. maí 2016 22:30 Messi sendi pokastráknum alvöru treyju Murtaza Ahmadi vakti heimsathygli í síðasta mánuði þegar hann var myndaður klæddur í plastpoka. 25. febrúar 2016 13:57 „Litli Messi“ flúinn frá Afganistan Fjölskyldu Murtaza Ahmadi bárust hótanir og hafa þau nú biðlað til flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 3. maí 2016 16:09 Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Messi mun hitta krakkann í plastpokabúningnum Fimm ára drengur frá Afganistan varð heimsfrægur á einum degi þegar mynd af honum í plastpokabúningi merktum Lionel Messi fór sem eldur í sinu um internetið. 1. febrúar 2016 14:15
Talibanar hótuðu krúttlega plastpokakrakkanum Afganski drengurinn Murtaza Ahmadi sem varð heimsfrægur fyrir að klæðast Messi-treyju úr plastpoka hefur nú flúið Afganistan. 3. maí 2016 22:30
Messi sendi pokastráknum alvöru treyju Murtaza Ahmadi vakti heimsathygli í síðasta mánuði þegar hann var myndaður klæddur í plastpoka. 25. febrúar 2016 13:57
„Litli Messi“ flúinn frá Afganistan Fjölskyldu Murtaza Ahmadi bárust hótanir og hafa þau nú biðlað til flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 3. maí 2016 16:09