Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2016 17:51 Stjórnarliðar í Aleppo. Vísir/EPA Samningur er í höfn um að uppreisnarmenn fái að yfirgefa austurhluta Aleppo, að sögn sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu Þjóðunum. Uppreisnarmenn hafa staðfest samninginn. BBC greinir frá.Sýrlenski stjórnarherinn er við það að ná allri borginni á sitt vald eftir mikla sókn undanfarnar vikur í skjóli rússneskra loftárása. Rússneski herinn heldur því fram að 98 prósent borgarinnar sé nú undir yfirráðum stjórnarliða. Sendiherrann, Vitaly Churkin sagði að samningurinn gilti ekki um saklausa borgara, en þúsundir þeirra eru strandaglópar í stríðshrjáðri borginni. Margir þeirra hafa nýtt sér samskiptamiðla til að lýsa hræðilegu ástandi í borginni og biðlað til alþjóðasamfélagsins um að hjálpa sér. Erfitt er að festa tölu á hversu margir saklausir borgarar eru í austurhluta borgarinnar en heimildarmenn fréttastofu BBC segja það vera allt að 100 þúsund manns.Sjá einnig: Fjöldamorð sögð eiga sér stað í AleppoChurkin sagði að samningnum gæti verið fylgt eftir „innan nokkurra klukkustunda.“ Sagði hann jafnframt að saklausir borgarar gætu komið sér í öruggt skjól meðal hjálparsamtaka í borginni og að enginn myndi ráðast á þá. Þá endurtók Churkin fullyrðingar rússneskra stjórnvalda um að engin fjöldamorð ættu sér stað í borginni.Misvísandi fregnir eru uppi um hvort að saklausum borgurum verði einnig leyft að yfirgefa borgina, en fréttir hafa borist af því að Tyrkir og Rússar muni sjá um að framfylgja samningnum og að saklausum borgurum verði leyft að flýja svæðið, þvert á fullyrðingar rússneska sendiherrans. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna situr nú neyðarfund vegna ástandsins í Aleppo. Fréttir um samninginn bárust eftir að Sameinuðu þjóðirnar staðfestu að stjórnarliðar hefðu gerst sekir um fjöldamorð á almennum borgurum í borginni í gær og í nótt. Tengdar fréttir Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Rússlands segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. 13. desember 2016 15:45 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Samningur er í höfn um að uppreisnarmenn fái að yfirgefa austurhluta Aleppo, að sögn sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu Þjóðunum. Uppreisnarmenn hafa staðfest samninginn. BBC greinir frá.Sýrlenski stjórnarherinn er við það að ná allri borginni á sitt vald eftir mikla sókn undanfarnar vikur í skjóli rússneskra loftárása. Rússneski herinn heldur því fram að 98 prósent borgarinnar sé nú undir yfirráðum stjórnarliða. Sendiherrann, Vitaly Churkin sagði að samningurinn gilti ekki um saklausa borgara, en þúsundir þeirra eru strandaglópar í stríðshrjáðri borginni. Margir þeirra hafa nýtt sér samskiptamiðla til að lýsa hræðilegu ástandi í borginni og biðlað til alþjóðasamfélagsins um að hjálpa sér. Erfitt er að festa tölu á hversu margir saklausir borgarar eru í austurhluta borgarinnar en heimildarmenn fréttastofu BBC segja það vera allt að 100 þúsund manns.Sjá einnig: Fjöldamorð sögð eiga sér stað í AleppoChurkin sagði að samningnum gæti verið fylgt eftir „innan nokkurra klukkustunda.“ Sagði hann jafnframt að saklausir borgarar gætu komið sér í öruggt skjól meðal hjálparsamtaka í borginni og að enginn myndi ráðast á þá. Þá endurtók Churkin fullyrðingar rússneskra stjórnvalda um að engin fjöldamorð ættu sér stað í borginni.Misvísandi fregnir eru uppi um hvort að saklausum borgurum verði einnig leyft að yfirgefa borgina, en fréttir hafa borist af því að Tyrkir og Rússar muni sjá um að framfylgja samningnum og að saklausum borgurum verði leyft að flýja svæðið, þvert á fullyrðingar rússneska sendiherrans. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna situr nú neyðarfund vegna ástandsins í Aleppo. Fréttir um samninginn bárust eftir að Sameinuðu þjóðirnar staðfestu að stjórnarliðar hefðu gerst sekir um fjöldamorð á almennum borgurum í borginni í gær og í nótt.
Tengdar fréttir Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Rússlands segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. 13. desember 2016 15:45 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12
Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30
Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Rússlands segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. 13. desember 2016 15:45
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40