Fótbolti

Eiður Smári: Ekki endilega draumurinn að spila við England

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen, sem sat fyrir svörum á blaðmannafundi íslenska liðsins í Annecy í morgun, tekur ekki undir að það hafi verið draumur leikmanna að fá að spila gegn Englandi á stórmóti.

„Við erum að uppfylla draum við að spila á stórmóti,“ sagði Eiður Smári á blaðmannafundinum í morgun.

„Auðvitað er eitthvað sérstakt við enska landsliðið. Allir ólumst við upp við að horfa á England en hvort það sé eitthvað sérstakt við að mæta þeim á þessum tímapunkti ... ég veit það ekki. Það er bara sérstakt að við erum í þessari stöðu,“ sagði hann.

Sjá einnig: Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands

Um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum í Nice sem er mikil fækkun frá hinum leikjum Íslands í keppninni. Ástæðan er einfaldlega sú að mun færri keyptu sér miða á mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni en riðlakeppninni þegar miðasalan var opin fyrir stuðningsmenn Íslands í vetur.

„Mér finnst það pínu sorglegt,“ sagði Eiður Smári um það. „Miðað við áhugann sem er búinn að myndast hjá íslensku þjóðinni og miðað við stemninguna sem við Íslendingar höfum myndað á leikjunum, á finnst mér það svolítið erfiður biti að kyngja.“

Fréttina alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×