Gareth Bale skoraði beint úr aukaspyrnu á móti bæði Slóvakíu og Englandi en að þessu sinni skoraði hann með utanfótarskoti eftir sendingu inn í teiginn frá Aaron Ramsey.
Gareth Bale skoraði í öllum þremur leikjum Wales í riðlakeppninni og er markahæsti leikmaður Evrópumótsins til þessa með þessi þrjú mörk.
Gareth Bale hefur oft verið í skugganum af Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid á Spáni en það hefur verið ótrúlegur munur á frammistöðu liðsfélagana á Evrópumótinu í Frakklandi.
Hann komst líka í fámennan hóp því aðeins sex aðrir leikmenn hafa náð að skora í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar í úrslitakeppni EM. Það er hægt að sjá þennan flotta hóp hér fyrir neðan.
Bale hefur alls átt tólf skot á markið í keppninni í Frakklandi og vantar nú aðeins þrjú til viðbótar til að jafna met Michel Platini frá EM 1984.
Gareth Bale is the 7th player to score in all 3 group stage matches at EUROs pic.twitter.com/Fp6tYCsLi2
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 20, 2016