Náttúruöflin láta til sín taka vestanhafs Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Íbúar í Washington hreinsa snjó af þökum húsa sinna en sex manns hafa látist við snjómokstur. Nordicphotos/AFP Talið er að nítján manns hafi látist á austurströnd Bandaríkjanna um helgina eftir næstmesta snjóbyl sem gengið hefur yfir New York frá upphafi mælinga árið 1869. Tólf manns létust í bílslysum tengdum veðrinu og sex létust við snjómokstur. Ellefu fylki á austurströndinni hafa lýst yfir neyðarástandi. Víða þurftu íbúar að grafa sig í gegnum snjó sem var meira en metri á dýpt en snjódýptin mældist mest í Glengary í Vestur-Virginíu. Þá voru um 200 þúsund manns án rafmagns um helgina. Vegna hríðarbylsins þurfti að aflýsa um 7.000 flugferðum til og frá Bandaríkjunum en að minnsta kosti 615 flugferðum hefur verið aflýst í dag. Sumir nutu þó veðursins því að fjöldi fólks kom saman við Times Square í miðborg New York aðfaranótt sunnudags og háði snjóstríð en engin bílaumferð var við torgið.Chris ChristieTöluverð flóð gengu þá yfir New Jersey um helgina. Mest við strandbæi og náði vatnið mittishæð við helstu verslunargötur. Lögregluyfirvöld í New Jersey telja að þúsundir heimila séu rafmagnslausar. Flóðin náðu hámarki á laugardaginn líkt og snjóbylurinn en veðrið og flóðin gengu niður í gær. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, sagði við fjölmiðla að betur hefði farið en á horfði. „Hvorki ég né bæjarstjórarnir teljum að það sé þörf á að flytja fólk á brott,“ sagði hann. Þá sagði Christie landeigendur í New Jersey koma í veg fyrir uppbyggingu á flóðavörnum og minnti á þann gífurlega skaða sem fellibylurinn Sandy olli árið 2012. Þá reið jarðskjálfti yfir Alaska í gærmorgun en hann mældist 7,1 stig. Skjálftinn átti upptök sín um 240 kílómetra suðvestur af Anchorage og fannst ágætlega í borginni. Tveir minni eftirskjálftar riðu yfir eftir þann fyrsta. Engar skemmdir urðu á eignum og enginn hlaut skaða af. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Talið er að nítján manns hafi látist á austurströnd Bandaríkjanna um helgina eftir næstmesta snjóbyl sem gengið hefur yfir New York frá upphafi mælinga árið 1869. Tólf manns létust í bílslysum tengdum veðrinu og sex létust við snjómokstur. Ellefu fylki á austurströndinni hafa lýst yfir neyðarástandi. Víða þurftu íbúar að grafa sig í gegnum snjó sem var meira en metri á dýpt en snjódýptin mældist mest í Glengary í Vestur-Virginíu. Þá voru um 200 þúsund manns án rafmagns um helgina. Vegna hríðarbylsins þurfti að aflýsa um 7.000 flugferðum til og frá Bandaríkjunum en að minnsta kosti 615 flugferðum hefur verið aflýst í dag. Sumir nutu þó veðursins því að fjöldi fólks kom saman við Times Square í miðborg New York aðfaranótt sunnudags og háði snjóstríð en engin bílaumferð var við torgið.Chris ChristieTöluverð flóð gengu þá yfir New Jersey um helgina. Mest við strandbæi og náði vatnið mittishæð við helstu verslunargötur. Lögregluyfirvöld í New Jersey telja að þúsundir heimila séu rafmagnslausar. Flóðin náðu hámarki á laugardaginn líkt og snjóbylurinn en veðrið og flóðin gengu niður í gær. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, sagði við fjölmiðla að betur hefði farið en á horfði. „Hvorki ég né bæjarstjórarnir teljum að það sé þörf á að flytja fólk á brott,“ sagði hann. Þá sagði Christie landeigendur í New Jersey koma í veg fyrir uppbyggingu á flóðavörnum og minnti á þann gífurlega skaða sem fellibylurinn Sandy olli árið 2012. Þá reið jarðskjálfti yfir Alaska í gærmorgun en hann mældist 7,1 stig. Skjálftinn átti upptök sín um 240 kílómetra suðvestur af Anchorage og fannst ágætlega í borginni. Tveir minni eftirskjálftar riðu yfir eftir þann fyrsta. Engar skemmdir urðu á eignum og enginn hlaut skaða af.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila