Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2016 15:32 Vísir/Samsett mynd Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. Eric Cantona hefur komið með reglulega pistla á meðan mótið hefur verið í gangi og sá nýjasti kemur að sjálfsögðu inn á leik Íslands og Englands og eftirmála hans. Cantona lítur svo á stöðu mála í dag að það besta fyrir enska landsliðið sé að hann taki að sér þjálfun liðsins. „Skömm, niðurlæging, versti dagur í sögunni ... allt stór orð. Enska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið leit að nýjum þjálfara og þeir segja að þeir ætli sér að finna besta manninn í starfið og hann þarf ekki endilega að vera Englendingur," segir Eric Cantona og heldur svo áfram: „Ég heyrði þetta ákall og þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram í starfið. Ég, Eric Cantona, framtíðar landsliðsþjálfari Englands, lof að tapa aldrei aftur á móti lítill frosinni eyju þar sem markvörðurinn er kvikmyndaleikstjóri og annar þjálfaranna tannlæknir," lýsir Eric Cantona yfir í einræðu sinni. „Ég, Eric Cantona, mun biðja til fótboltaguðanna um að enda álögin á markvörðum enska landsliðsins. Ég mun biðja risann Harry Kane að hætta að taka hornspyrnur og aukaspyrnur en fara þess í stað inn í teig til að skalla þær í markið," segir Eric Cantona. Hann heldur áfram eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan og bendir þar sérstaklega á það að hann sé fæddur árið 1966 en það er einmitt síðasta og eina árið sem enska landsliðið vann stóran titil í heimsfótboltanum. „Ég, Eric Cantona, mun heldur aldrei gagnrýna Wayne Rooney á meðan að hann fer ekki í annað félag," sagði Eric Cantona og smellir koss á Manchester United treyju númer sjö. Eric Cantona hefur reynt fyrir sér leikari og þessi stórskemmtilegi karl stendur sig vel í þessu hlutverki. Hann segist meira að segja vera tilbúinn að gefa eftir titilinn „Eric kóngur" fyrir „Eric yfirmaður" á meðan hann þjálfar enska liðið. Við mælum því með því að fólk kíki á klippuna hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. Eric Cantona hefur komið með reglulega pistla á meðan mótið hefur verið í gangi og sá nýjasti kemur að sjálfsögðu inn á leik Íslands og Englands og eftirmála hans. Cantona lítur svo á stöðu mála í dag að það besta fyrir enska landsliðið sé að hann taki að sér þjálfun liðsins. „Skömm, niðurlæging, versti dagur í sögunni ... allt stór orð. Enska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið leit að nýjum þjálfara og þeir segja að þeir ætli sér að finna besta manninn í starfið og hann þarf ekki endilega að vera Englendingur," segir Eric Cantona og heldur svo áfram: „Ég heyrði þetta ákall og þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram í starfið. Ég, Eric Cantona, framtíðar landsliðsþjálfari Englands, lof að tapa aldrei aftur á móti lítill frosinni eyju þar sem markvörðurinn er kvikmyndaleikstjóri og annar þjálfaranna tannlæknir," lýsir Eric Cantona yfir í einræðu sinni. „Ég, Eric Cantona, mun biðja til fótboltaguðanna um að enda álögin á markvörðum enska landsliðsins. Ég mun biðja risann Harry Kane að hætta að taka hornspyrnur og aukaspyrnur en fara þess í stað inn í teig til að skalla þær í markið," segir Eric Cantona. Hann heldur áfram eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan og bendir þar sérstaklega á það að hann sé fæddur árið 1966 en það er einmitt síðasta og eina árið sem enska landsliðið vann stóran titil í heimsfótboltanum. „Ég, Eric Cantona, mun heldur aldrei gagnrýna Wayne Rooney á meðan að hann fer ekki í annað félag," sagði Eric Cantona og smellir koss á Manchester United treyju númer sjö. Eric Cantona hefur reynt fyrir sér leikari og þessi stórskemmtilegi karl stendur sig vel í þessu hlutverki. Hann segist meira að segja vera tilbúinn að gefa eftir titilinn „Eric kóngur" fyrir „Eric yfirmaður" á meðan hann þjálfar enska liðið. Við mælum því með því að fólk kíki á klippuna hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira