Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2016 15:32 Vísir/Samsett mynd Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. Eric Cantona hefur komið með reglulega pistla á meðan mótið hefur verið í gangi og sá nýjasti kemur að sjálfsögðu inn á leik Íslands og Englands og eftirmála hans. Cantona lítur svo á stöðu mála í dag að það besta fyrir enska landsliðið sé að hann taki að sér þjálfun liðsins. „Skömm, niðurlæging, versti dagur í sögunni ... allt stór orð. Enska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið leit að nýjum þjálfara og þeir segja að þeir ætli sér að finna besta manninn í starfið og hann þarf ekki endilega að vera Englendingur," segir Eric Cantona og heldur svo áfram: „Ég heyrði þetta ákall og þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram í starfið. Ég, Eric Cantona, framtíðar landsliðsþjálfari Englands, lof að tapa aldrei aftur á móti lítill frosinni eyju þar sem markvörðurinn er kvikmyndaleikstjóri og annar þjálfaranna tannlæknir," lýsir Eric Cantona yfir í einræðu sinni. „Ég, Eric Cantona, mun biðja til fótboltaguðanna um að enda álögin á markvörðum enska landsliðsins. Ég mun biðja risann Harry Kane að hætta að taka hornspyrnur og aukaspyrnur en fara þess í stað inn í teig til að skalla þær í markið," segir Eric Cantona. Hann heldur áfram eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan og bendir þar sérstaklega á það að hann sé fæddur árið 1966 en það er einmitt síðasta og eina árið sem enska landsliðið vann stóran titil í heimsfótboltanum. „Ég, Eric Cantona, mun heldur aldrei gagnrýna Wayne Rooney á meðan að hann fer ekki í annað félag," sagði Eric Cantona og smellir koss á Manchester United treyju númer sjö. Eric Cantona hefur reynt fyrir sér leikari og þessi stórskemmtilegi karl stendur sig vel í þessu hlutverki. Hann segist meira að segja vera tilbúinn að gefa eftir titilinn „Eric kóngur" fyrir „Eric yfirmaður" á meðan hann þjálfar enska liðið. Við mælum því með því að fólk kíki á klippuna hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. Eric Cantona hefur komið með reglulega pistla á meðan mótið hefur verið í gangi og sá nýjasti kemur að sjálfsögðu inn á leik Íslands og Englands og eftirmála hans. Cantona lítur svo á stöðu mála í dag að það besta fyrir enska landsliðið sé að hann taki að sér þjálfun liðsins. „Skömm, niðurlæging, versti dagur í sögunni ... allt stór orð. Enska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið leit að nýjum þjálfara og þeir segja að þeir ætli sér að finna besta manninn í starfið og hann þarf ekki endilega að vera Englendingur," segir Eric Cantona og heldur svo áfram: „Ég heyrði þetta ákall og þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram í starfið. Ég, Eric Cantona, framtíðar landsliðsþjálfari Englands, lof að tapa aldrei aftur á móti lítill frosinni eyju þar sem markvörðurinn er kvikmyndaleikstjóri og annar þjálfaranna tannlæknir," lýsir Eric Cantona yfir í einræðu sinni. „Ég, Eric Cantona, mun biðja til fótboltaguðanna um að enda álögin á markvörðum enska landsliðsins. Ég mun biðja risann Harry Kane að hætta að taka hornspyrnur og aukaspyrnur en fara þess í stað inn í teig til að skalla þær í markið," segir Eric Cantona. Hann heldur áfram eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan og bendir þar sérstaklega á það að hann sé fæddur árið 1966 en það er einmitt síðasta og eina árið sem enska landsliðið vann stóran titil í heimsfótboltanum. „Ég, Eric Cantona, mun heldur aldrei gagnrýna Wayne Rooney á meðan að hann fer ekki í annað félag," sagði Eric Cantona og smellir koss á Manchester United treyju númer sjö. Eric Cantona hefur reynt fyrir sér leikari og þessi stórskemmtilegi karl stendur sig vel í þessu hlutverki. Hann segist meira að segja vera tilbúinn að gefa eftir titilinn „Eric kóngur" fyrir „Eric yfirmaður" á meðan hann þjálfar enska liðið. Við mælum því með því að fólk kíki á klippuna hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira