Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2016 21:34 Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. Það hefur hins vegar verið á reiki undanfarna áratugi hvort hann eða Rifstangi sé nyrsti oddi fastalandsins. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, er fjallað um málið og rætt við Níels Árna Lund, sem um þessar mundir ritar sögu byggðarinnar á Melrakkasléttu. Fyrir utan Grímsey og Kolbeinsey er Melrakkaslétta sá hluti Íslands sem teygir sig lengst norður en lengi hafa verið áhöld um það hvaða tangi fastalandsins sæti uppi með stimpilinn sem nyrsti tangi Íslands; Rifstangi eða Hraunhafnartangi. Lengi var kennt í skólum að Hraunhafnartangi væri nyrstur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Níels Árni Lund er fæddur og uppalinn á Sléttu og er að rita sögu hennar. Honum, eins og svo mörgum öðrum, var kennt í barnaskóla að Hraunhafnartangi væri nyrstur, en að Rifstangi hafi áður verið talinn sá nyrsti. Níels Árni getur auðvitað ekki gefið út bókina nema hafa þetta á hreinu. „Nú er ég búinn að fá það staðfest af Landmælingum Íslands að Rifstangi er nyrsti tangi landsins, munar einum 68 metrum, sem hann nær norðar en Hraunhafnartanginn,” segir Níels Árni. Þetta virðist samt enn á reiki í ferðamannabæklingum því útlendingar streyma á Hraunhafnartanga, sumir í þeirri trú að þar sé heimskautsbaugurinn, þótt baugurinn liggi þremur kílómetrum frá landi. „Hingað kemur fólk, og sér í lagi var það á Hraunhafnartangann, og allt í lagi að halda því enn til streitu, að láta gifta sig og að hafa komið út fyrir heimskautsbaug. Og þannig er það og þeir geta báðir verið það í sjálfu sér, þó að Rifstangi teygi tána aðeins lengra út í sjóinn.” Vinsæl gönguleið liggur að vitanum á Hraunhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Gönguleiðin á Hraunhafnartanga er fjölfarin. Það er hins vegar seinfarnara að ganga á Rifstanga. „Þetta er feikilegt klungur og erfitt að komast þarna niður en vel þess virði að labba niður á Rifstanga og sjá svæðið þar.” En hvernig stendur á þessu rugli? „Ég heyrði nú einhverja skýringu að þetta væru mismunandi mælingar á sjókortum og legu landsins og hvernig baugurinn liggur, og svo framvegis. En ég hef ekki frekari skýringu á því nema ég veit að þetta er bara staðfest. Núna samkvæmt loftmyndum á þetta að vera klárlega nyrsti tangi landsins,” svarar Níels Árni Lund. Sem sagt: Rifstangi. Á Rifstanga er eyðibýlið Rif.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. Það hefur hins vegar verið á reiki undanfarna áratugi hvort hann eða Rifstangi sé nyrsti oddi fastalandsins. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, er fjallað um málið og rætt við Níels Árna Lund, sem um þessar mundir ritar sögu byggðarinnar á Melrakkasléttu. Fyrir utan Grímsey og Kolbeinsey er Melrakkaslétta sá hluti Íslands sem teygir sig lengst norður en lengi hafa verið áhöld um það hvaða tangi fastalandsins sæti uppi með stimpilinn sem nyrsti tangi Íslands; Rifstangi eða Hraunhafnartangi. Lengi var kennt í skólum að Hraunhafnartangi væri nyrstur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Níels Árni Lund er fæddur og uppalinn á Sléttu og er að rita sögu hennar. Honum, eins og svo mörgum öðrum, var kennt í barnaskóla að Hraunhafnartangi væri nyrstur, en að Rifstangi hafi áður verið talinn sá nyrsti. Níels Árni getur auðvitað ekki gefið út bókina nema hafa þetta á hreinu. „Nú er ég búinn að fá það staðfest af Landmælingum Íslands að Rifstangi er nyrsti tangi landsins, munar einum 68 metrum, sem hann nær norðar en Hraunhafnartanginn,” segir Níels Árni. Þetta virðist samt enn á reiki í ferðamannabæklingum því útlendingar streyma á Hraunhafnartanga, sumir í þeirri trú að þar sé heimskautsbaugurinn, þótt baugurinn liggi þremur kílómetrum frá landi. „Hingað kemur fólk, og sér í lagi var það á Hraunhafnartangann, og allt í lagi að halda því enn til streitu, að láta gifta sig og að hafa komið út fyrir heimskautsbaug. Og þannig er það og þeir geta báðir verið það í sjálfu sér, þó að Rifstangi teygi tána aðeins lengra út í sjóinn.” Vinsæl gönguleið liggur að vitanum á Hraunhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Gönguleiðin á Hraunhafnartanga er fjölfarin. Það er hins vegar seinfarnara að ganga á Rifstanga. „Þetta er feikilegt klungur og erfitt að komast þarna niður en vel þess virði að labba niður á Rifstanga og sjá svæðið þar.” En hvernig stendur á þessu rugli? „Ég heyrði nú einhverja skýringu að þetta væru mismunandi mælingar á sjókortum og legu landsins og hvernig baugurinn liggur, og svo framvegis. En ég hef ekki frekari skýringu á því nema ég veit að þetta er bara staðfest. Núna samkvæmt loftmyndum á þetta að vera klárlega nyrsti tangi landsins,” svarar Níels Árni Lund. Sem sagt: Rifstangi. Á Rifstanga er eyðibýlið Rif.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira