Formaður KSÍ: Bónusgreiðslur til leikmanna taka mið af Norðurlöndunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 13:00 Geir Þorsteinsson. vísir/stefán Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það nýja upplifun hjá KSÍ að fá greiðslur frá UEFA fyrir árangur sinn. KSÍ hefur fengið tæplega tvo milljarða króna í greiðslur frá UEFA samanlagt fyrir að komast á EM og svo fyrir gott gengi á mótinu. Strákarnir okkar tryggðu KSÍ 1100 milljónir króna með því að komast á EM. Við bættust ein milljón evra, um 138 milljónir króna, fyrir jafnteflin tvö gegn Portúgal og Ungverjalandi og sömuleiðis milljón evra fyrir sigurinn gegn Austurríki. Ein og hálf milljón evra bættist í kassann fyrir að komast í 16-liða úrslitin og við bættust tvær og hálf milljón evra fyrir sigurinn á Englandi. Grafík/Birgitta Alls hefur árangurinn skilað KSÍ í kringum 1926 milljónum króna. Á móti kemur að íslensku félögin fá 300 milljónir króna og leikmenn liðsins sömuleiðis hluta af innkomunni. Þá er töluverður kostnaður af veru liðsins í Frakklandi en liðið tók glæsilegt hótel í Annecy á leigu í tæpan mánuð. „Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ sagði Geir í Reykjavík Síðdegis. Samkvæmt heimildum Vísis fengu landsliðsmenn um tvær milljónir fyrir jafnteflin hvort jafntefli gegn Portúgal annars vegar og Ungverjalandi hins vegar. Við bættust fjórar milljónir fyrir sigurinn gegn Austurríki. Þá hafa þeir sömuleiðis fengið skerf af innkomunni vegna þess að hafa komist upp úr riðlinum og sigursins gegn Englandi. Geir segir módelið svipað og hjá Norðurlandaþjóðunum. KSÍ hafi horft þangað í samningaviðræðum sínum við leikmennina. Formaðurinn vonast til þess að árangur strákanna auki meðbyrin í stækkun Laugardalsvallar en Geir telur nauðsynlegt að geta boðið upp á leikvang sem tekur 20 þúsund manns í sæti. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Bara leikurinn í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir í aðra hönd. 28. júní 2016 10:04 KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir leikmenn fá hluta af tekjunum en greiðslurnar séu trúnaðarmál. 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það nýja upplifun hjá KSÍ að fá greiðslur frá UEFA fyrir árangur sinn. KSÍ hefur fengið tæplega tvo milljarða króna í greiðslur frá UEFA samanlagt fyrir að komast á EM og svo fyrir gott gengi á mótinu. Strákarnir okkar tryggðu KSÍ 1100 milljónir króna með því að komast á EM. Við bættust ein milljón evra, um 138 milljónir króna, fyrir jafnteflin tvö gegn Portúgal og Ungverjalandi og sömuleiðis milljón evra fyrir sigurinn gegn Austurríki. Ein og hálf milljón evra bættist í kassann fyrir að komast í 16-liða úrslitin og við bættust tvær og hálf milljón evra fyrir sigurinn á Englandi. Grafík/Birgitta Alls hefur árangurinn skilað KSÍ í kringum 1926 milljónum króna. Á móti kemur að íslensku félögin fá 300 milljónir króna og leikmenn liðsins sömuleiðis hluta af innkomunni. Þá er töluverður kostnaður af veru liðsins í Frakklandi en liðið tók glæsilegt hótel í Annecy á leigu í tæpan mánuð. „Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ sagði Geir í Reykjavík Síðdegis. Samkvæmt heimildum Vísis fengu landsliðsmenn um tvær milljónir fyrir jafnteflin hvort jafntefli gegn Portúgal annars vegar og Ungverjalandi hins vegar. Við bættust fjórar milljónir fyrir sigurinn gegn Austurríki. Þá hafa þeir sömuleiðis fengið skerf af innkomunni vegna þess að hafa komist upp úr riðlinum og sigursins gegn Englandi. Geir segir módelið svipað og hjá Norðurlandaþjóðunum. KSÍ hafi horft þangað í samningaviðræðum sínum við leikmennina. Formaðurinn vonast til þess að árangur strákanna auki meðbyrin í stækkun Laugardalsvallar en Geir telur nauðsynlegt að geta boðið upp á leikvang sem tekur 20 þúsund manns í sæti.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Bara leikurinn í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir í aðra hönd. 28. júní 2016 10:04 KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir leikmenn fá hluta af tekjunum en greiðslurnar séu trúnaðarmál. 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Bara leikurinn í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir í aðra hönd. 28. júní 2016 10:04
KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir leikmenn fá hluta af tekjunum en greiðslurnar séu trúnaðarmál. 25. júní 2016 07:00