Hægrimenn samþykkja fjárlög fyrir luktum dyrum í Póllandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2016 20:00 Fjölmennur hópur mótmælenda umkringdi þinghúsið í Varsjá höfuðborg Póllands í nótt, eftir að hægri stjórnarflokkurinn Lög og regla takmarkaði aðgang fjölmiðla að þinghúsinu og afgreiddi fjárlög með leynd. Mótmælendur skora á stjórnarandstöðuna að sameinast og biðla til Evrópusambandsins um að blanda sér í málið. Hægri flokkurinn Lög og réttlæti sem heldur um stjórnartauma í Póllandi ákvað í gær að takmarka aðgang fjölmiðla að þinghúsinu þegar fyrir höndum var atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstöðuþingmenn mótmæltu þessu og þúsundir mótmælenda söfnuðust fyrir utan þinghúsið til að taka undir með stjórnarandstöðunni og meinuðu þingmönnum útgöngu. Mótmælin stóðu fram á nótt og í dag voru mótmælendur aftur mættir fyrir utan þinghúsið. Mateusz Kijowski formaður nefndar um vörn fyrir lýðræðis fordæmdi stjórnvöld í ávarpi til mótmælenda. „Í gær sýndi Lög og réttlæti að flokksmenn skammast sín fyrir gerðir sínar. Þeir ákváðu að reka frjálsa fjölmiðla út úr þinghúsinu til þess að koma í veg fyrir að fólk sjái hvað þeir hafa fyrir stafni þar,“ sagði Kijowski. Stjórnarandstaðan reyndi að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi en stjórnarmeirihlutinn brá þá á það ráð að færa hana úr þingsal í annan sal í þinginu þar sem enginn gat fylgst með hvað fram fór. Það er í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis í Póllandi árið 1989 sem þingstörf fara ekki fram í þingsal og þar að auki fyrir luktum dyrum. Einn þingmanna stjórnarandstöðunnar tók myndir á síma sinn þegar Jaroslaw Kaczysnki forsætisráðherra og fleiri stjórnarþingmenn yfirgáfu þinghúsið. Stjórnarandstöðuþingmenn hrópuðu að forsætisráðherranum að hann væri einræðisherra. Þegar út var komið beitti lögregla mótmælendur afli til að bílar ráðherranna kæmust burt frá þinghúsinu. „Hegðun manna í kvöld gefur til kynna fullkominn hroka. Þetta er ógeðfellt. Við verðum að haga okkur eins og venjulegir borgarar,“ sagði einn mótmælenda. Stjórnarandstaðan segir atkvæðagreiðsluna um fjárlögin ólöglega og fólk sem ekki hafi atkvæðarétt hafi fengið að greiða atkvæði um frumvarpið. Jaroslaw Kaczysnki formaður Laga og réttlætis vísar þessu á bug og segir ríkisstjórnina ekki láta undan hryðjuverkum mótmælenda. „Ég treysti því að stjórnarandstaðan þétti raðir sínar, standi saman, komist loks að samkomulagi og tali einni röddu. Ég treysti algjörlega á það. Ég treysti líka á að ESB láti sig málið varða. Ég treysti líka á að fyrrverandi forsætisráðherra, Donald Tusk, sem styður málið líklega geti togað í ýmsa spotta til að hjálpa okkur,“ sagði mótmælandi við þinghúsið. Margir mótmælendur veifuðu fána Evrópusambandsins en mikill stuðningur er meðal almennings við veru landsins í bandalaginu enda hefur efnahagur Pólverja vaxið hröðum skrefum eftir að landið gekk í sambandið. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Fjölmennur hópur mótmælenda umkringdi þinghúsið í Varsjá höfuðborg Póllands í nótt, eftir að hægri stjórnarflokkurinn Lög og regla takmarkaði aðgang fjölmiðla að þinghúsinu og afgreiddi fjárlög með leynd. Mótmælendur skora á stjórnarandstöðuna að sameinast og biðla til Evrópusambandsins um að blanda sér í málið. Hægri flokkurinn Lög og réttlæti sem heldur um stjórnartauma í Póllandi ákvað í gær að takmarka aðgang fjölmiðla að þinghúsinu þegar fyrir höndum var atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstöðuþingmenn mótmæltu þessu og þúsundir mótmælenda söfnuðust fyrir utan þinghúsið til að taka undir með stjórnarandstöðunni og meinuðu þingmönnum útgöngu. Mótmælin stóðu fram á nótt og í dag voru mótmælendur aftur mættir fyrir utan þinghúsið. Mateusz Kijowski formaður nefndar um vörn fyrir lýðræðis fordæmdi stjórnvöld í ávarpi til mótmælenda. „Í gær sýndi Lög og réttlæti að flokksmenn skammast sín fyrir gerðir sínar. Þeir ákváðu að reka frjálsa fjölmiðla út úr þinghúsinu til þess að koma í veg fyrir að fólk sjái hvað þeir hafa fyrir stafni þar,“ sagði Kijowski. Stjórnarandstaðan reyndi að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi en stjórnarmeirihlutinn brá þá á það ráð að færa hana úr þingsal í annan sal í þinginu þar sem enginn gat fylgst með hvað fram fór. Það er í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis í Póllandi árið 1989 sem þingstörf fara ekki fram í þingsal og þar að auki fyrir luktum dyrum. Einn þingmanna stjórnarandstöðunnar tók myndir á síma sinn þegar Jaroslaw Kaczysnki forsætisráðherra og fleiri stjórnarþingmenn yfirgáfu þinghúsið. Stjórnarandstöðuþingmenn hrópuðu að forsætisráðherranum að hann væri einræðisherra. Þegar út var komið beitti lögregla mótmælendur afli til að bílar ráðherranna kæmust burt frá þinghúsinu. „Hegðun manna í kvöld gefur til kynna fullkominn hroka. Þetta er ógeðfellt. Við verðum að haga okkur eins og venjulegir borgarar,“ sagði einn mótmælenda. Stjórnarandstaðan segir atkvæðagreiðsluna um fjárlögin ólöglega og fólk sem ekki hafi atkvæðarétt hafi fengið að greiða atkvæði um frumvarpið. Jaroslaw Kaczysnki formaður Laga og réttlætis vísar þessu á bug og segir ríkisstjórnina ekki láta undan hryðjuverkum mótmælenda. „Ég treysti því að stjórnarandstaðan þétti raðir sínar, standi saman, komist loks að samkomulagi og tali einni röddu. Ég treysti algjörlega á það. Ég treysti líka á að ESB láti sig málið varða. Ég treysti líka á að fyrrverandi forsætisráðherra, Donald Tusk, sem styður málið líklega geti togað í ýmsa spotta til að hjálpa okkur,“ sagði mótmælandi við þinghúsið. Margir mótmælendur veifuðu fána Evrópusambandsins en mikill stuðningur er meðal almennings við veru landsins í bandalaginu enda hefur efnahagur Pólverja vaxið hröðum skrefum eftir að landið gekk í sambandið.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira