Morteza ekki fluttur úr landi á morgun: Fékk símtal frá lögreglu fyrr í kvöld nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 18. desember 2016 21:24 Morteza á Austurvelli í ágúst síðastliðnum þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð þar fyrir mótmælum. vísir/stefán „Ég fékk símtal rétt í þessu frá lögreglunni þar sem mér var tjáð að brottvísuninni hefði verið aflýst,“ segir Morteza Songal Zadeh, hælisleitandi frá Íran sem senda átti úr landi í fyrramálið, í samtali við fréttastofu Vísis. Hans bíður dauðadómur í heimalandi sínu Íran fyrir að hafa tekið kristna trú. Greint var frá brottvísun hans í kvöldfréttum Stöðvar 2. Morteza segist óviss um hvort brottvísun sinni hafi verið aflýst eða hvort henni hafi aðeins verið frestað. „Því miður hafði lögreglan ekki upplýsingar um það hvort brottvísuninni hafi verið frestað eða henni aflýst. Ég var sjálfur óviss og spurði í tvígang en fékk aðeins þau svör að ég yrði ekki fluttur úr landi í fyrramálið og ekkert meira,“ segir hann. Vísa átti Morteza úr landi í september en Útlendingastofnun frestaði aðgerðinni tímabundið. Er þetta því í annað skiptið sem Morteza ferðbýr sig fyrir brottflutning frá Íslandi. „Nú var ég aftur í sömu sporum og var búinn að pakka niður í töskur. Það var mjög erfið stund.“Óvissan er erfið Þegar vísa átti Morteza úr landi í september var hann upplýstur um að brottvísuninni yrði aflýst kvöldið fyrir brottför. Viku síðar fékk hann upplýsingar þess efnis að brottvísuninni hefði ekki verið aflýst varanlega heldur aðeins verið frestað tímabundið. Svo fékk hann upplýsingar um það í síðustu viku að hann ætti að vera fluttur til Frakklands á morgun á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Morteza hefur búið hér á landi í átján mánuði. Honum líður vel hérna og á marga vini en þrátt fyrir það er óvissan erfið. „Þetta óvissuástand hefur verið erfitt fyrir mig en ekki síst fyrir vini mína. Ég á mikið af vinum hér á landi, bæði íslenska og erlenda. Það var mjög átakanlegt að hafa undirbúið jól á Íslandi með vinum mínum og fá svo tilkynningu um að mér yrði vísað úr landi. Þetta kom illa við okkur öll, ekki bara mig,“ segir Morteza og þakkar guði fyrir að ekkert hafi orðið af brottvísuninni. „Ég veit ekki hvort þetta sé tímabundin frestun eða ekki en lögfræðingurinn minn mun fara fram á nánari upplýsingar á morgun.“ Hann segist óttast það að honum verði gert að fara úr landi aftur. „Ég er ekki fullkomlega hamingjusamur með ákvörðun yfirvalda sem mér barst í dag vegna óvissunnar. Ég er að vissu leyti hangandi í lausu lofti og ég veit ekki hvað bíður mín,“ segir hann. „Í þetta skipti vona ég innilega að mér verði leyft að vera og að ég verði ekki fluttur héðan.“Hrærður yfir stuðningi Íslendinga Morteza á gott stuðningsnet hér heima en á engan að í Frakklandi. „Vinir mínir hér voru sem betur fer búnir að redda mér gistingu í Frakklandi í nokkrar nætur,“ segir Morteza. Hann segist afar þakklátur vinum sínum á Íslandi og er hrærður yfir stuðningnum sem stór hópur Íslendinga hefur sýnt honum. „Íslendingar hafa verið ofboðslega vingjarnlegir við mig. Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikið af skilaboðum hafa borist mér frá alls konar Íslendingum sem ég þekki ekki neitt.“ Hann er að sama skapi þakklátur í garð kirkjunnar en Morteza hefur verið virkur í starfi Hjallakirkju frá því að hann fluttist til landsins. Morteza segir að erfitt væri að færa gleði sína og þakklæti í garð Íslendinga í orð. „Það er stundum erfitt að orða tilfinningar sínar en mig langar bara að segja hversu glaður ég er og þakklátur Íslendingum fyrir að hjálpa mér.“ Morteza vakti landsathygli fyrr á árinu þegar hann bauð mótmælendum úr röðum Íslensku þjóðfylkingarinnar upp á kaffi á Austurvelli. Syngur í kór um jólin Jólin eru á næsta leyti og Morteza segist ánægður með að fá að eyða þeim hér. Hann hefur varið síðustu mánuðum í undirbúning ásamt vinum sínum og félögum úr kór Hjallakirkju. „Ég syng í kór Hjallakirkju og við erum búin að vera að æfa alls konar íslensk lög. Kórinn hér í Hjallakirkju er góður og við ætlum að fagna jólunum með söng.“ Morteza ætlar sér að eyða jólunum með öðrum hælisleitendum frá ýmsum löndum. „Við fáum tækifæri til þess að fagna saman, guði sé lof.“ Tengdar fréttir Útlendingastofnun frestar brottflutningi Morteza frá Íslandi Átti að flytja hann til Frakklands á morgun. 21. september 2016 22:34 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. 18. desember 2016 19:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
„Ég fékk símtal rétt í þessu frá lögreglunni þar sem mér var tjáð að brottvísuninni hefði verið aflýst,“ segir Morteza Songal Zadeh, hælisleitandi frá Íran sem senda átti úr landi í fyrramálið, í samtali við fréttastofu Vísis. Hans bíður dauðadómur í heimalandi sínu Íran fyrir að hafa tekið kristna trú. Greint var frá brottvísun hans í kvöldfréttum Stöðvar 2. Morteza segist óviss um hvort brottvísun sinni hafi verið aflýst eða hvort henni hafi aðeins verið frestað. „Því miður hafði lögreglan ekki upplýsingar um það hvort brottvísuninni hafi verið frestað eða henni aflýst. Ég var sjálfur óviss og spurði í tvígang en fékk aðeins þau svör að ég yrði ekki fluttur úr landi í fyrramálið og ekkert meira,“ segir hann. Vísa átti Morteza úr landi í september en Útlendingastofnun frestaði aðgerðinni tímabundið. Er þetta því í annað skiptið sem Morteza ferðbýr sig fyrir brottflutning frá Íslandi. „Nú var ég aftur í sömu sporum og var búinn að pakka niður í töskur. Það var mjög erfið stund.“Óvissan er erfið Þegar vísa átti Morteza úr landi í september var hann upplýstur um að brottvísuninni yrði aflýst kvöldið fyrir brottför. Viku síðar fékk hann upplýsingar þess efnis að brottvísuninni hefði ekki verið aflýst varanlega heldur aðeins verið frestað tímabundið. Svo fékk hann upplýsingar um það í síðustu viku að hann ætti að vera fluttur til Frakklands á morgun á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Morteza hefur búið hér á landi í átján mánuði. Honum líður vel hérna og á marga vini en þrátt fyrir það er óvissan erfið. „Þetta óvissuástand hefur verið erfitt fyrir mig en ekki síst fyrir vini mína. Ég á mikið af vinum hér á landi, bæði íslenska og erlenda. Það var mjög átakanlegt að hafa undirbúið jól á Íslandi með vinum mínum og fá svo tilkynningu um að mér yrði vísað úr landi. Þetta kom illa við okkur öll, ekki bara mig,“ segir Morteza og þakkar guði fyrir að ekkert hafi orðið af brottvísuninni. „Ég veit ekki hvort þetta sé tímabundin frestun eða ekki en lögfræðingurinn minn mun fara fram á nánari upplýsingar á morgun.“ Hann segist óttast það að honum verði gert að fara úr landi aftur. „Ég er ekki fullkomlega hamingjusamur með ákvörðun yfirvalda sem mér barst í dag vegna óvissunnar. Ég er að vissu leyti hangandi í lausu lofti og ég veit ekki hvað bíður mín,“ segir hann. „Í þetta skipti vona ég innilega að mér verði leyft að vera og að ég verði ekki fluttur héðan.“Hrærður yfir stuðningi Íslendinga Morteza á gott stuðningsnet hér heima en á engan að í Frakklandi. „Vinir mínir hér voru sem betur fer búnir að redda mér gistingu í Frakklandi í nokkrar nætur,“ segir Morteza. Hann segist afar þakklátur vinum sínum á Íslandi og er hrærður yfir stuðningnum sem stór hópur Íslendinga hefur sýnt honum. „Íslendingar hafa verið ofboðslega vingjarnlegir við mig. Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikið af skilaboðum hafa borist mér frá alls konar Íslendingum sem ég þekki ekki neitt.“ Hann er að sama skapi þakklátur í garð kirkjunnar en Morteza hefur verið virkur í starfi Hjallakirkju frá því að hann fluttist til landsins. Morteza segir að erfitt væri að færa gleði sína og þakklæti í garð Íslendinga í orð. „Það er stundum erfitt að orða tilfinningar sínar en mig langar bara að segja hversu glaður ég er og þakklátur Íslendingum fyrir að hjálpa mér.“ Morteza vakti landsathygli fyrr á árinu þegar hann bauð mótmælendum úr röðum Íslensku þjóðfylkingarinnar upp á kaffi á Austurvelli. Syngur í kór um jólin Jólin eru á næsta leyti og Morteza segist ánægður með að fá að eyða þeim hér. Hann hefur varið síðustu mánuðum í undirbúning ásamt vinum sínum og félögum úr kór Hjallakirkju. „Ég syng í kór Hjallakirkju og við erum búin að vera að æfa alls konar íslensk lög. Kórinn hér í Hjallakirkju er góður og við ætlum að fagna jólunum með söng.“ Morteza ætlar sér að eyða jólunum með öðrum hælisleitendum frá ýmsum löndum. „Við fáum tækifæri til þess að fagna saman, guði sé lof.“
Tengdar fréttir Útlendingastofnun frestar brottflutningi Morteza frá Íslandi Átti að flytja hann til Frakklands á morgun. 21. september 2016 22:34 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. 18. desember 2016 19:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Útlendingastofnun frestar brottflutningi Morteza frá Íslandi Átti að flytja hann til Frakklands á morgun. 21. september 2016 22:34
Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36
Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. 18. desember 2016 19:00