Morteza ekki fluttur úr landi á morgun: Fékk símtal frá lögreglu fyrr í kvöld nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 18. desember 2016 21:24 Morteza á Austurvelli í ágúst síðastliðnum þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð þar fyrir mótmælum. vísir/stefán „Ég fékk símtal rétt í þessu frá lögreglunni þar sem mér var tjáð að brottvísuninni hefði verið aflýst,“ segir Morteza Songal Zadeh, hælisleitandi frá Íran sem senda átti úr landi í fyrramálið, í samtali við fréttastofu Vísis. Hans bíður dauðadómur í heimalandi sínu Íran fyrir að hafa tekið kristna trú. Greint var frá brottvísun hans í kvöldfréttum Stöðvar 2. Morteza segist óviss um hvort brottvísun sinni hafi verið aflýst eða hvort henni hafi aðeins verið frestað. „Því miður hafði lögreglan ekki upplýsingar um það hvort brottvísuninni hafi verið frestað eða henni aflýst. Ég var sjálfur óviss og spurði í tvígang en fékk aðeins þau svör að ég yrði ekki fluttur úr landi í fyrramálið og ekkert meira,“ segir hann. Vísa átti Morteza úr landi í september en Útlendingastofnun frestaði aðgerðinni tímabundið. Er þetta því í annað skiptið sem Morteza ferðbýr sig fyrir brottflutning frá Íslandi. „Nú var ég aftur í sömu sporum og var búinn að pakka niður í töskur. Það var mjög erfið stund.“Óvissan er erfið Þegar vísa átti Morteza úr landi í september var hann upplýstur um að brottvísuninni yrði aflýst kvöldið fyrir brottför. Viku síðar fékk hann upplýsingar þess efnis að brottvísuninni hefði ekki verið aflýst varanlega heldur aðeins verið frestað tímabundið. Svo fékk hann upplýsingar um það í síðustu viku að hann ætti að vera fluttur til Frakklands á morgun á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Morteza hefur búið hér á landi í átján mánuði. Honum líður vel hérna og á marga vini en þrátt fyrir það er óvissan erfið. „Þetta óvissuástand hefur verið erfitt fyrir mig en ekki síst fyrir vini mína. Ég á mikið af vinum hér á landi, bæði íslenska og erlenda. Það var mjög átakanlegt að hafa undirbúið jól á Íslandi með vinum mínum og fá svo tilkynningu um að mér yrði vísað úr landi. Þetta kom illa við okkur öll, ekki bara mig,“ segir Morteza og þakkar guði fyrir að ekkert hafi orðið af brottvísuninni. „Ég veit ekki hvort þetta sé tímabundin frestun eða ekki en lögfræðingurinn minn mun fara fram á nánari upplýsingar á morgun.“ Hann segist óttast það að honum verði gert að fara úr landi aftur. „Ég er ekki fullkomlega hamingjusamur með ákvörðun yfirvalda sem mér barst í dag vegna óvissunnar. Ég er að vissu leyti hangandi í lausu lofti og ég veit ekki hvað bíður mín,“ segir hann. „Í þetta skipti vona ég innilega að mér verði leyft að vera og að ég verði ekki fluttur héðan.“Hrærður yfir stuðningi Íslendinga Morteza á gott stuðningsnet hér heima en á engan að í Frakklandi. „Vinir mínir hér voru sem betur fer búnir að redda mér gistingu í Frakklandi í nokkrar nætur,“ segir Morteza. Hann segist afar þakklátur vinum sínum á Íslandi og er hrærður yfir stuðningnum sem stór hópur Íslendinga hefur sýnt honum. „Íslendingar hafa verið ofboðslega vingjarnlegir við mig. Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikið af skilaboðum hafa borist mér frá alls konar Íslendingum sem ég þekki ekki neitt.“ Hann er að sama skapi þakklátur í garð kirkjunnar en Morteza hefur verið virkur í starfi Hjallakirkju frá því að hann fluttist til landsins. Morteza segir að erfitt væri að færa gleði sína og þakklæti í garð Íslendinga í orð. „Það er stundum erfitt að orða tilfinningar sínar en mig langar bara að segja hversu glaður ég er og þakklátur Íslendingum fyrir að hjálpa mér.“ Morteza vakti landsathygli fyrr á árinu þegar hann bauð mótmælendum úr röðum Íslensku þjóðfylkingarinnar upp á kaffi á Austurvelli. Syngur í kór um jólin Jólin eru á næsta leyti og Morteza segist ánægður með að fá að eyða þeim hér. Hann hefur varið síðustu mánuðum í undirbúning ásamt vinum sínum og félögum úr kór Hjallakirkju. „Ég syng í kór Hjallakirkju og við erum búin að vera að æfa alls konar íslensk lög. Kórinn hér í Hjallakirkju er góður og við ætlum að fagna jólunum með söng.“ Morteza ætlar sér að eyða jólunum með öðrum hælisleitendum frá ýmsum löndum. „Við fáum tækifæri til þess að fagna saman, guði sé lof.“ Tengdar fréttir Útlendingastofnun frestar brottflutningi Morteza frá Íslandi Átti að flytja hann til Frakklands á morgun. 21. september 2016 22:34 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. 18. desember 2016 19:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
„Ég fékk símtal rétt í þessu frá lögreglunni þar sem mér var tjáð að brottvísuninni hefði verið aflýst,“ segir Morteza Songal Zadeh, hælisleitandi frá Íran sem senda átti úr landi í fyrramálið, í samtali við fréttastofu Vísis. Hans bíður dauðadómur í heimalandi sínu Íran fyrir að hafa tekið kristna trú. Greint var frá brottvísun hans í kvöldfréttum Stöðvar 2. Morteza segist óviss um hvort brottvísun sinni hafi verið aflýst eða hvort henni hafi aðeins verið frestað. „Því miður hafði lögreglan ekki upplýsingar um það hvort brottvísuninni hafi verið frestað eða henni aflýst. Ég var sjálfur óviss og spurði í tvígang en fékk aðeins þau svör að ég yrði ekki fluttur úr landi í fyrramálið og ekkert meira,“ segir hann. Vísa átti Morteza úr landi í september en Útlendingastofnun frestaði aðgerðinni tímabundið. Er þetta því í annað skiptið sem Morteza ferðbýr sig fyrir brottflutning frá Íslandi. „Nú var ég aftur í sömu sporum og var búinn að pakka niður í töskur. Það var mjög erfið stund.“Óvissan er erfið Þegar vísa átti Morteza úr landi í september var hann upplýstur um að brottvísuninni yrði aflýst kvöldið fyrir brottför. Viku síðar fékk hann upplýsingar þess efnis að brottvísuninni hefði ekki verið aflýst varanlega heldur aðeins verið frestað tímabundið. Svo fékk hann upplýsingar um það í síðustu viku að hann ætti að vera fluttur til Frakklands á morgun á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Morteza hefur búið hér á landi í átján mánuði. Honum líður vel hérna og á marga vini en þrátt fyrir það er óvissan erfið. „Þetta óvissuástand hefur verið erfitt fyrir mig en ekki síst fyrir vini mína. Ég á mikið af vinum hér á landi, bæði íslenska og erlenda. Það var mjög átakanlegt að hafa undirbúið jól á Íslandi með vinum mínum og fá svo tilkynningu um að mér yrði vísað úr landi. Þetta kom illa við okkur öll, ekki bara mig,“ segir Morteza og þakkar guði fyrir að ekkert hafi orðið af brottvísuninni. „Ég veit ekki hvort þetta sé tímabundin frestun eða ekki en lögfræðingurinn minn mun fara fram á nánari upplýsingar á morgun.“ Hann segist óttast það að honum verði gert að fara úr landi aftur. „Ég er ekki fullkomlega hamingjusamur með ákvörðun yfirvalda sem mér barst í dag vegna óvissunnar. Ég er að vissu leyti hangandi í lausu lofti og ég veit ekki hvað bíður mín,“ segir hann. „Í þetta skipti vona ég innilega að mér verði leyft að vera og að ég verði ekki fluttur héðan.“Hrærður yfir stuðningi Íslendinga Morteza á gott stuðningsnet hér heima en á engan að í Frakklandi. „Vinir mínir hér voru sem betur fer búnir að redda mér gistingu í Frakklandi í nokkrar nætur,“ segir Morteza. Hann segist afar þakklátur vinum sínum á Íslandi og er hrærður yfir stuðningnum sem stór hópur Íslendinga hefur sýnt honum. „Íslendingar hafa verið ofboðslega vingjarnlegir við mig. Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikið af skilaboðum hafa borist mér frá alls konar Íslendingum sem ég þekki ekki neitt.“ Hann er að sama skapi þakklátur í garð kirkjunnar en Morteza hefur verið virkur í starfi Hjallakirkju frá því að hann fluttist til landsins. Morteza segir að erfitt væri að færa gleði sína og þakklæti í garð Íslendinga í orð. „Það er stundum erfitt að orða tilfinningar sínar en mig langar bara að segja hversu glaður ég er og þakklátur Íslendingum fyrir að hjálpa mér.“ Morteza vakti landsathygli fyrr á árinu þegar hann bauð mótmælendum úr röðum Íslensku þjóðfylkingarinnar upp á kaffi á Austurvelli. Syngur í kór um jólin Jólin eru á næsta leyti og Morteza segist ánægður með að fá að eyða þeim hér. Hann hefur varið síðustu mánuðum í undirbúning ásamt vinum sínum og félögum úr kór Hjallakirkju. „Ég syng í kór Hjallakirkju og við erum búin að vera að æfa alls konar íslensk lög. Kórinn hér í Hjallakirkju er góður og við ætlum að fagna jólunum með söng.“ Morteza ætlar sér að eyða jólunum með öðrum hælisleitendum frá ýmsum löndum. „Við fáum tækifæri til þess að fagna saman, guði sé lof.“
Tengdar fréttir Útlendingastofnun frestar brottflutningi Morteza frá Íslandi Átti að flytja hann til Frakklands á morgun. 21. september 2016 22:34 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. 18. desember 2016 19:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Útlendingastofnun frestar brottflutningi Morteza frá Íslandi Átti að flytja hann til Frakklands á morgun. 21. september 2016 22:34
Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36
Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. 18. desember 2016 19:00