Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. desember 2016 19:00 Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. Morteza Songal Zadeh er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran. Hans bíður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Áður en hann hlaut þann dóm hafði hann verið handtekinn og hýddur 74 sinnum fyrir að brjóta föstubann í Ramadan-mánuði. Honum tókst að flýja til Frakklands og svo til Íslands. Morteza vakti athygli síðasta sumar þegar íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór hann til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Upphaflega átti brottflutningur Morteza frá Íslandi að fara fram í september en Útlendingastofnun tók ákvörðun um að slá honum á frest vegna umsóknar hans um tímabundið dvalar- og atvinnuleyfi sem síðar var synjað. Snemma í fyrramálið á að senda Morteza til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Viku fyrir jól vorum við að búa okkur undir að halda jólin hér. Þetta er síðasti dagurinn sem ég kem til kirkju til að hjálpa til við að túlka fyrir hælisleitendur hér. Ég er líka að kveðja þá,“ segir Morteza. „Írönsk stjórnvöld lífláta að meðaltali einn einstakling á hverjum degi og eiga Íranir heimsmet í þessu. Ég er hræddur og mjög dapur en ég veit ekki hvað ég á að gera. Kannski gríp ég til þess neyðarúrræðis að óska eftir því að íslensku flugmennirnir hlusti á mig og að ég segi þeim hér að á morgun muni þeir flytja saklausan mann til útlanda og út í opinn dauðann,“ segir hann og bætir við að dæmin sýni að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann verði sendur aftur til Írans frá Frakklandi. Morteza hefur túlkað fyrir þjóðkirkjuna undanfarna mánuði en hann er með BA próf í túlkun og meistaragráðu í enskum bókmenntum. Hann á sér draum um að starfa sem túlkur hér á landi og segist eiga marga góða að. „Þeir hafa aðeins eina ástæðu til að senda mig til Frakklands og það er gert á grunni Dyflinarreglugerðarinnar. Þeim ber samt ekki skylda til að gera það. Ég lagði fram fjölmörk rök sem styðja það að ég verði góður borgari hér og starfa hér í sátt og samlyndi,“ segir Morteza. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. Morteza Songal Zadeh er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran. Hans bíður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Áður en hann hlaut þann dóm hafði hann verið handtekinn og hýddur 74 sinnum fyrir að brjóta föstubann í Ramadan-mánuði. Honum tókst að flýja til Frakklands og svo til Íslands. Morteza vakti athygli síðasta sumar þegar íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór hann til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Upphaflega átti brottflutningur Morteza frá Íslandi að fara fram í september en Útlendingastofnun tók ákvörðun um að slá honum á frest vegna umsóknar hans um tímabundið dvalar- og atvinnuleyfi sem síðar var synjað. Snemma í fyrramálið á að senda Morteza til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Viku fyrir jól vorum við að búa okkur undir að halda jólin hér. Þetta er síðasti dagurinn sem ég kem til kirkju til að hjálpa til við að túlka fyrir hælisleitendur hér. Ég er líka að kveðja þá,“ segir Morteza. „Írönsk stjórnvöld lífláta að meðaltali einn einstakling á hverjum degi og eiga Íranir heimsmet í þessu. Ég er hræddur og mjög dapur en ég veit ekki hvað ég á að gera. Kannski gríp ég til þess neyðarúrræðis að óska eftir því að íslensku flugmennirnir hlusti á mig og að ég segi þeim hér að á morgun muni þeir flytja saklausan mann til útlanda og út í opinn dauðann,“ segir hann og bætir við að dæmin sýni að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann verði sendur aftur til Írans frá Frakklandi. Morteza hefur túlkað fyrir þjóðkirkjuna undanfarna mánuði en hann er með BA próf í túlkun og meistaragráðu í enskum bókmenntum. Hann á sér draum um að starfa sem túlkur hér á landi og segist eiga marga góða að. „Þeir hafa aðeins eina ástæðu til að senda mig til Frakklands og það er gert á grunni Dyflinarreglugerðarinnar. Þeim ber samt ekki skylda til að gera það. Ég lagði fram fjölmörk rök sem styðja það að ég verði góður borgari hér og starfa hér í sátt og samlyndi,“ segir Morteza.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira