Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. desember 2016 19:00 Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. Morteza Songal Zadeh er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran. Hans bíður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Áður en hann hlaut þann dóm hafði hann verið handtekinn og hýddur 74 sinnum fyrir að brjóta föstubann í Ramadan-mánuði. Honum tókst að flýja til Frakklands og svo til Íslands. Morteza vakti athygli síðasta sumar þegar íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór hann til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Upphaflega átti brottflutningur Morteza frá Íslandi að fara fram í september en Útlendingastofnun tók ákvörðun um að slá honum á frest vegna umsóknar hans um tímabundið dvalar- og atvinnuleyfi sem síðar var synjað. Snemma í fyrramálið á að senda Morteza til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Viku fyrir jól vorum við að búa okkur undir að halda jólin hér. Þetta er síðasti dagurinn sem ég kem til kirkju til að hjálpa til við að túlka fyrir hælisleitendur hér. Ég er líka að kveðja þá,“ segir Morteza. „Írönsk stjórnvöld lífláta að meðaltali einn einstakling á hverjum degi og eiga Íranir heimsmet í þessu. Ég er hræddur og mjög dapur en ég veit ekki hvað ég á að gera. Kannski gríp ég til þess neyðarúrræðis að óska eftir því að íslensku flugmennirnir hlusti á mig og að ég segi þeim hér að á morgun muni þeir flytja saklausan mann til útlanda og út í opinn dauðann,“ segir hann og bætir við að dæmin sýni að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann verði sendur aftur til Írans frá Frakklandi. Morteza hefur túlkað fyrir þjóðkirkjuna undanfarna mánuði en hann er með BA próf í túlkun og meistaragráðu í enskum bókmenntum. Hann á sér draum um að starfa sem túlkur hér á landi og segist eiga marga góða að. „Þeir hafa aðeins eina ástæðu til að senda mig til Frakklands og það er gert á grunni Dyflinarreglugerðarinnar. Þeim ber samt ekki skylda til að gera það. Ég lagði fram fjölmörk rök sem styðja það að ég verði góður borgari hér og starfa hér í sátt og samlyndi,“ segir Morteza. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. Morteza Songal Zadeh er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran. Hans bíður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Áður en hann hlaut þann dóm hafði hann verið handtekinn og hýddur 74 sinnum fyrir að brjóta föstubann í Ramadan-mánuði. Honum tókst að flýja til Frakklands og svo til Íslands. Morteza vakti athygli síðasta sumar þegar íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór hann til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Upphaflega átti brottflutningur Morteza frá Íslandi að fara fram í september en Útlendingastofnun tók ákvörðun um að slá honum á frest vegna umsóknar hans um tímabundið dvalar- og atvinnuleyfi sem síðar var synjað. Snemma í fyrramálið á að senda Morteza til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Viku fyrir jól vorum við að búa okkur undir að halda jólin hér. Þetta er síðasti dagurinn sem ég kem til kirkju til að hjálpa til við að túlka fyrir hælisleitendur hér. Ég er líka að kveðja þá,“ segir Morteza. „Írönsk stjórnvöld lífláta að meðaltali einn einstakling á hverjum degi og eiga Íranir heimsmet í þessu. Ég er hræddur og mjög dapur en ég veit ekki hvað ég á að gera. Kannski gríp ég til þess neyðarúrræðis að óska eftir því að íslensku flugmennirnir hlusti á mig og að ég segi þeim hér að á morgun muni þeir flytja saklausan mann til útlanda og út í opinn dauðann,“ segir hann og bætir við að dæmin sýni að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann verði sendur aftur til Írans frá Frakklandi. Morteza hefur túlkað fyrir þjóðkirkjuna undanfarna mánuði en hann er með BA próf í túlkun og meistaragráðu í enskum bókmenntum. Hann á sér draum um að starfa sem túlkur hér á landi og segist eiga marga góða að. „Þeir hafa aðeins eina ástæðu til að senda mig til Frakklands og það er gert á grunni Dyflinarreglugerðarinnar. Þeim ber samt ekki skylda til að gera það. Ég lagði fram fjölmörk rök sem styðja það að ég verði góður borgari hér og starfa hér í sátt og samlyndi,“ segir Morteza.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira