Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. desember 2016 19:00 Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. Morteza Songal Zadeh er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran. Hans bíður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Áður en hann hlaut þann dóm hafði hann verið handtekinn og hýddur 74 sinnum fyrir að brjóta föstubann í Ramadan-mánuði. Honum tókst að flýja til Frakklands og svo til Íslands. Morteza vakti athygli síðasta sumar þegar íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór hann til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Upphaflega átti brottflutningur Morteza frá Íslandi að fara fram í september en Útlendingastofnun tók ákvörðun um að slá honum á frest vegna umsóknar hans um tímabundið dvalar- og atvinnuleyfi sem síðar var synjað. Snemma í fyrramálið á að senda Morteza til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Viku fyrir jól vorum við að búa okkur undir að halda jólin hér. Þetta er síðasti dagurinn sem ég kem til kirkju til að hjálpa til við að túlka fyrir hælisleitendur hér. Ég er líka að kveðja þá,“ segir Morteza. „Írönsk stjórnvöld lífláta að meðaltali einn einstakling á hverjum degi og eiga Íranir heimsmet í þessu. Ég er hræddur og mjög dapur en ég veit ekki hvað ég á að gera. Kannski gríp ég til þess neyðarúrræðis að óska eftir því að íslensku flugmennirnir hlusti á mig og að ég segi þeim hér að á morgun muni þeir flytja saklausan mann til útlanda og út í opinn dauðann,“ segir hann og bætir við að dæmin sýni að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann verði sendur aftur til Írans frá Frakklandi. Morteza hefur túlkað fyrir þjóðkirkjuna undanfarna mánuði en hann er með BA próf í túlkun og meistaragráðu í enskum bókmenntum. Hann á sér draum um að starfa sem túlkur hér á landi og segist eiga marga góða að. „Þeir hafa aðeins eina ástæðu til að senda mig til Frakklands og það er gert á grunni Dyflinarreglugerðarinnar. Þeim ber samt ekki skylda til að gera það. Ég lagði fram fjölmörk rök sem styðja það að ég verði góður borgari hér og starfa hér í sátt og samlyndi,“ segir Morteza. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. Morteza Songal Zadeh er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran. Hans bíður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Áður en hann hlaut þann dóm hafði hann verið handtekinn og hýddur 74 sinnum fyrir að brjóta föstubann í Ramadan-mánuði. Honum tókst að flýja til Frakklands og svo til Íslands. Morteza vakti athygli síðasta sumar þegar íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór hann til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Upphaflega átti brottflutningur Morteza frá Íslandi að fara fram í september en Útlendingastofnun tók ákvörðun um að slá honum á frest vegna umsóknar hans um tímabundið dvalar- og atvinnuleyfi sem síðar var synjað. Snemma í fyrramálið á að senda Morteza til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Viku fyrir jól vorum við að búa okkur undir að halda jólin hér. Þetta er síðasti dagurinn sem ég kem til kirkju til að hjálpa til við að túlka fyrir hælisleitendur hér. Ég er líka að kveðja þá,“ segir Morteza. „Írönsk stjórnvöld lífláta að meðaltali einn einstakling á hverjum degi og eiga Íranir heimsmet í þessu. Ég er hræddur og mjög dapur en ég veit ekki hvað ég á að gera. Kannski gríp ég til þess neyðarúrræðis að óska eftir því að íslensku flugmennirnir hlusti á mig og að ég segi þeim hér að á morgun muni þeir flytja saklausan mann til útlanda og út í opinn dauðann,“ segir hann og bætir við að dæmin sýni að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann verði sendur aftur til Írans frá Frakklandi. Morteza hefur túlkað fyrir þjóðkirkjuna undanfarna mánuði en hann er með BA próf í túlkun og meistaragráðu í enskum bókmenntum. Hann á sér draum um að starfa sem túlkur hér á landi og segist eiga marga góða að. „Þeir hafa aðeins eina ástæðu til að senda mig til Frakklands og það er gert á grunni Dyflinarreglugerðarinnar. Þeim ber samt ekki skylda til að gera það. Ég lagði fram fjölmörk rök sem styðja það að ég verði góður borgari hér og starfa hér í sátt og samlyndi,“ segir Morteza.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira