Heimir: Helgi var næstur á listanum eftir Eiði Smára Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2016 13:15 Heimir Hallgrímsson á fundinum í morgun. Vísir/Jóhanna Helgi Kolviðsson var í dag kynntur til sögunnar sem nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Helgi var sjálfur landsliðsmaður á sínum tíma en spilaði lengi í Þýskalandi og Austurríki þar sem hann hefur síðan verið þjálfari um árabil. Heimir hefur verið að leita að aðstoðarþjálfara eftir að hann tók einn við íslenska landsliðinu eftir EM í sumar, en þá hætti Lars Lagerbäck störfum. Hann var fyrst í viðræðum við Eið Smára Guðjohnsen um þessa stöðu. „Eftir að Eiður Smári gaf þetta frá sér þá var Helgi næstur í röðinni og það var gaman hvað þetta gekk hratt fyrir sig. Það eru í raun þrjár vikur síðan að við gengum frá þessu,“ segir Heimir en Eiður Smári gaf sér tíma til að hugsa um tilboð Heimis á sínum tíma. „Ég ræddi strax við hann þegar ég gerði minn samning og hann hafði þetta í kollinum. Svo vissum við ekki hvort að Lars myndi vera áfram eða ekki en þegar hann gaf það svo út var málið tekið upp á ný.“ „En eðlilega vill hann spila áfram og hann hefur sýnt að hann á nóg eftir. Þetta fer ekki með saman með því að spila og því verður þetta að bíða betri tíma,“ segir Heimir enn fremur. Landsliðsþjálfarinn segist ánægður með það teymi sem hann hefur komið saman en Guðmundur Hreiðarsson verður áfram markvarðaþjálfari liðsins og þá hefur nýr styrktarþjálfari verið ráðinn. „Við höfum lært mjög mikið, síðasta ár sérstaklega og sú reynsla er okkur að koma til góða núna. Það eru margir sem koma að þessu og við höfum allir átt mjög gott samstarf.“ Hann segir að umgjörðin í kringum landsliðið sé alltaf að batna. „Við erum alltaf að leita að hlutum sem við getum bætt. Það er nóg af þeim þáttum hjá okkur og við lítum gagnrýnt á það sem við erum að gera. Þetta er alltaf að batna og fyrir það ber að hrósa KSÍ.“ Heimir segir að Helgi hafi aðeins öðruvísi sýn á þjálfun en hann sjálfur. „Hann hefur sinn bakgrunn í Þýskalandi og hefur aðeins aðra sýn á taktík og annað slíkt. Hann hefur ekki verið að trana sér of mikið fram til þessa enda erum við enn að kynnast hvorum öðrum. En hann er líklega með aðeins aðra sýn á fótboltann en margir Íslendingar og það er bara frábært.“ Fótbolti Tengdar fréttir Helgi Kolviðsson mun aðstoða Heimi Helgi Kolviðsson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. 5. ágúst 2016 11:06 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Helgi Kolviðsson var í dag kynntur til sögunnar sem nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Helgi var sjálfur landsliðsmaður á sínum tíma en spilaði lengi í Þýskalandi og Austurríki þar sem hann hefur síðan verið þjálfari um árabil. Heimir hefur verið að leita að aðstoðarþjálfara eftir að hann tók einn við íslenska landsliðinu eftir EM í sumar, en þá hætti Lars Lagerbäck störfum. Hann var fyrst í viðræðum við Eið Smára Guðjohnsen um þessa stöðu. „Eftir að Eiður Smári gaf þetta frá sér þá var Helgi næstur í röðinni og það var gaman hvað þetta gekk hratt fyrir sig. Það eru í raun þrjár vikur síðan að við gengum frá þessu,“ segir Heimir en Eiður Smári gaf sér tíma til að hugsa um tilboð Heimis á sínum tíma. „Ég ræddi strax við hann þegar ég gerði minn samning og hann hafði þetta í kollinum. Svo vissum við ekki hvort að Lars myndi vera áfram eða ekki en þegar hann gaf það svo út var málið tekið upp á ný.“ „En eðlilega vill hann spila áfram og hann hefur sýnt að hann á nóg eftir. Þetta fer ekki með saman með því að spila og því verður þetta að bíða betri tíma,“ segir Heimir enn fremur. Landsliðsþjálfarinn segist ánægður með það teymi sem hann hefur komið saman en Guðmundur Hreiðarsson verður áfram markvarðaþjálfari liðsins og þá hefur nýr styrktarþjálfari verið ráðinn. „Við höfum lært mjög mikið, síðasta ár sérstaklega og sú reynsla er okkur að koma til góða núna. Það eru margir sem koma að þessu og við höfum allir átt mjög gott samstarf.“ Hann segir að umgjörðin í kringum landsliðið sé alltaf að batna. „Við erum alltaf að leita að hlutum sem við getum bætt. Það er nóg af þeim þáttum hjá okkur og við lítum gagnrýnt á það sem við erum að gera. Þetta er alltaf að batna og fyrir það ber að hrósa KSÍ.“ Heimir segir að Helgi hafi aðeins öðruvísi sýn á þjálfun en hann sjálfur. „Hann hefur sinn bakgrunn í Þýskalandi og hefur aðeins aðra sýn á taktík og annað slíkt. Hann hefur ekki verið að trana sér of mikið fram til þessa enda erum við enn að kynnast hvorum öðrum. En hann er líklega með aðeins aðra sýn á fótboltann en margir Íslendingar og það er bara frábært.“
Fótbolti Tengdar fréttir Helgi Kolviðsson mun aðstoða Heimi Helgi Kolviðsson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. 5. ágúst 2016 11:06 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Helgi Kolviðsson mun aðstoða Heimi Helgi Kolviðsson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. 5. ágúst 2016 11:06