Blair til Bush: „Ég er með þér sama hvað“ Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2016 11:15 Mótmælendur stríðisins sem George Bush og Tony Blair. Vísir/EPA Bresk rannsóknarnefnd vegna þáttöku Breta í Íraksstríðinu komst að þeirri niðurstöðu að stríðið hefði ekki verið síðasta úrræðið. Aðrar lausnir hefðu ekki verið skoðaðar. Þá sagði John Chilcot, formaður nefndarinnar, að rök fyrir innrásinni árið 2003 hefðu verið byggðar á röngum upplýsingum sem ekki hefðu verið leiðréttar. Bretar sendu 30 þúsund hermenn til Írak og 179 þeirra létu lífið. Stríðið hefur haft umfangsmiklar afleiðingar. Rannsóknarnefndin hefur verið að störfum í sjö ár, en verkefni hennar var að komast að því hvaða lærdóm væri hægt að draga af þátttöku Breta í stríðinu.John Chilcot sagði í dag að nefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bretar hefðu ekki skoðað alla friðsama valmöguleika í stöðunni. Þá hefðu þær upplýsingar sem lagðar voru fram um gereyðingavopn Írak ekki réttlætanlegar. Hann sagði að hernaðaríhlutun hefði mögulega verið óhjákvæmileg á einhverjum tímapunkti, en svo hefði ekki verið árið 2003. Meirihluti Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna studdi þá áframhaldandi eftirlit varðandi gereyðingarvopn í Írak. Afleiðingar innrásarinnar hefðu var vanmetnar og skipulag innrásaraðilanna hefði verið alfarið óviðunandi.Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hafi ofmetið hve mikil áhrif hann hefði getað haft á bandamenn sína í Bandaríkjunum. Í minnisblaði frá Blair til George Bush yngri, þáverandi forseta Bandaríkjanna, sagði Blair að hann myndi fylgja Bush, „sama hvað“. Það minnisblað var skrifað árið 2002, áður en breska þingið hafði kosið um að fara í stríð."Opinion in the US is... on a different planet from here"Tony Blair to George W Bush (2/3)https://t.co/lOjx5zrKSA pic.twitter.com/ls0PeGwjGi— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 6, 2016 Chilcot sagði að Tony Blair hefði verið varaður við því að þátttaka Breta í stríðinu myndi valda aukinni hættu þar í landi frá al-Qaeda. Þá hefði hann einnig verið varaður við því að möguleg gereyðingarvopn í eigu Írak hefðu getað endað í höndum hryðjuverkahópa. Sjálfur segir Blair í tilkynningu að hann hafi tekið ákvörðunina í góðri trú um að innrásin væri til hags fyrir Bretland. Hann þvertekur fyrir að fráfall Saddam Hussein hafi valdið þeirri aukningu á hryðjuverkum sem þekkist í dag. Nefndin segir að Bretum hafi algerlega misheppnast að ná fram markmiðum sínum í innrásinni og að afleiðingar hennar gagnvart íbúum Írak hafi einnig verið vanmetnar. Minnst 150 þúsund Írakar létu lífið og rúm milljón þurfti að flýja heimili sín vegna aðgerða Breta. Samkvæmt skýrslu nefndarinnar voru breskir hermenn ekki nægilega búnir fyrir átökin. Meðal annars skorti þá brynvarða bíla og þyrlur. Herinn þurfti að semja við vígahópa um að þeir myndu hætta að ráðast á breska hermenn og í staðinn yrði föngum sleppt. Þar að auki komst nefndin að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld Bretlands hefðu grafið undan Öryggisráðinu með aðgerðum sínum. Í áðurnefndu minnisblaði Blair til Bush kemur einnig fram að eign gereyðingarvopna væri „réttlætingin“ fyrir stríði en raunverulegt markmið væri að koma Saddam Hussein frá völdum og koma á vestrænu lýðræði í Írak.Gereyðingarvopn voru réttlætingin en lýðræði raunverulega markmiðið. Weapons of mass destruction were the "justification" for the "real prize"- Blair to Bushhttps://t.co/lOjx5zrKSA pic.twitter.com/W71yYkzFdu— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 6, 2016 Útskýringarmyndband BBC um uppbygginguna að seinna Íraksstríðinu. Gerð skýrslunnar tók sjö ár. This is what the entire Chilcot report looks like, FYI. https://t.co/15Ilf8ILSp pic.twitter.com/RapIseDIbe— Jim Waterson (@jimwaterson) July 6, 2016 Blair's Iraq War memo to Bush"In Britain right now, I couldn't be sure of support"https://t.co/R1B2nURjyw #Chilcot pic.twitter.com/QU0VtwgmfV— BBC News (UK) (@BBCNews) July 6, 2016 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Bresk rannsóknarnefnd vegna þáttöku Breta í Íraksstríðinu komst að þeirri niðurstöðu að stríðið hefði ekki verið síðasta úrræðið. Aðrar lausnir hefðu ekki verið skoðaðar. Þá sagði John Chilcot, formaður nefndarinnar, að rök fyrir innrásinni árið 2003 hefðu verið byggðar á röngum upplýsingum sem ekki hefðu verið leiðréttar. Bretar sendu 30 þúsund hermenn til Írak og 179 þeirra létu lífið. Stríðið hefur haft umfangsmiklar afleiðingar. Rannsóknarnefndin hefur verið að störfum í sjö ár, en verkefni hennar var að komast að því hvaða lærdóm væri hægt að draga af þátttöku Breta í stríðinu.John Chilcot sagði í dag að nefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bretar hefðu ekki skoðað alla friðsama valmöguleika í stöðunni. Þá hefðu þær upplýsingar sem lagðar voru fram um gereyðingavopn Írak ekki réttlætanlegar. Hann sagði að hernaðaríhlutun hefði mögulega verið óhjákvæmileg á einhverjum tímapunkti, en svo hefði ekki verið árið 2003. Meirihluti Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna studdi þá áframhaldandi eftirlit varðandi gereyðingarvopn í Írak. Afleiðingar innrásarinnar hefðu var vanmetnar og skipulag innrásaraðilanna hefði verið alfarið óviðunandi.Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hafi ofmetið hve mikil áhrif hann hefði getað haft á bandamenn sína í Bandaríkjunum. Í minnisblaði frá Blair til George Bush yngri, þáverandi forseta Bandaríkjanna, sagði Blair að hann myndi fylgja Bush, „sama hvað“. Það minnisblað var skrifað árið 2002, áður en breska þingið hafði kosið um að fara í stríð."Opinion in the US is... on a different planet from here"Tony Blair to George W Bush (2/3)https://t.co/lOjx5zrKSA pic.twitter.com/ls0PeGwjGi— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 6, 2016 Chilcot sagði að Tony Blair hefði verið varaður við því að þátttaka Breta í stríðinu myndi valda aukinni hættu þar í landi frá al-Qaeda. Þá hefði hann einnig verið varaður við því að möguleg gereyðingarvopn í eigu Írak hefðu getað endað í höndum hryðjuverkahópa. Sjálfur segir Blair í tilkynningu að hann hafi tekið ákvörðunina í góðri trú um að innrásin væri til hags fyrir Bretland. Hann þvertekur fyrir að fráfall Saddam Hussein hafi valdið þeirri aukningu á hryðjuverkum sem þekkist í dag. Nefndin segir að Bretum hafi algerlega misheppnast að ná fram markmiðum sínum í innrásinni og að afleiðingar hennar gagnvart íbúum Írak hafi einnig verið vanmetnar. Minnst 150 þúsund Írakar létu lífið og rúm milljón þurfti að flýja heimili sín vegna aðgerða Breta. Samkvæmt skýrslu nefndarinnar voru breskir hermenn ekki nægilega búnir fyrir átökin. Meðal annars skorti þá brynvarða bíla og þyrlur. Herinn þurfti að semja við vígahópa um að þeir myndu hætta að ráðast á breska hermenn og í staðinn yrði föngum sleppt. Þar að auki komst nefndin að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld Bretlands hefðu grafið undan Öryggisráðinu með aðgerðum sínum. Í áðurnefndu minnisblaði Blair til Bush kemur einnig fram að eign gereyðingarvopna væri „réttlætingin“ fyrir stríði en raunverulegt markmið væri að koma Saddam Hussein frá völdum og koma á vestrænu lýðræði í Írak.Gereyðingarvopn voru réttlætingin en lýðræði raunverulega markmiðið. Weapons of mass destruction were the "justification" for the "real prize"- Blair to Bushhttps://t.co/lOjx5zrKSA pic.twitter.com/W71yYkzFdu— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 6, 2016 Útskýringarmyndband BBC um uppbygginguna að seinna Íraksstríðinu. Gerð skýrslunnar tók sjö ár. This is what the entire Chilcot report looks like, FYI. https://t.co/15Ilf8ILSp pic.twitter.com/RapIseDIbe— Jim Waterson (@jimwaterson) July 6, 2016 Blair's Iraq War memo to Bush"In Britain right now, I couldn't be sure of support"https://t.co/R1B2nURjyw #Chilcot pic.twitter.com/QU0VtwgmfV— BBC News (UK) (@BBCNews) July 6, 2016
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira