Segir ásakanirnar hafa verið hraktar Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu skýrsluna í gær. Fréttablaðið/Ernir „Þetta eru ásakanir og stóryrði sem hafa verið sett fram áður af Vigdísi og Víglundi Þorsteinssyni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, um nýja skýrslu meirihluta fjárlaganefndar. Í tilkynningu sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sendi fjölmiðlum vegna útgáfu skýrslunnar segir að hún varpi „ljósi á seinni einkavæðingu bankanna“. Þar segir að skýrslan taki af allan vafa um áhættu skattgreiðenda þegar kröfuhafar tóku yfir eignarhluti í Íslandsbanka og Arion. Ríkissjóður hafi tekið á sig 296 milljarða króna áhættu í þágu kröfuhafa bankanna. Steingrímur segir að fjallað hafi verið um þessar ásakanir fimm eða sex sinnum. „Það er skemmst frá að segja að fram til þessa hefur þetta allt verið hrakið.“ Steingrímur segir að fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið hafi séð ástæðu til að senda frá sér tilkynningar á fyrri stigum þar sem mismunandi þættir í ásökununum séu hraktir „Síðan auðvitað líka ágæt skýrsla frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem Brynjar Níelsson leiddi vinnuna,“ segir Steingrímur, „þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin eða að ekki hafi verið farið eðlilega að í þessum tilvikum.“ „Það er umhugsunarefni fyrir Alþingi að þegar svona mál hefur verið til umfjöllunar í þar til bærri nefnd, hún lokið sinni vinnu, að þá spretti upp formaður og varaformaður í annarri nefnd,“ segir Steingrímur. Formaður og varaformaður fjárlaganefndar geri ekkert með fyrri vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar heldur haldi vinnu sinni áfram út frá eigin forsendum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Sjá meira
„Þetta eru ásakanir og stóryrði sem hafa verið sett fram áður af Vigdísi og Víglundi Þorsteinssyni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, um nýja skýrslu meirihluta fjárlaganefndar. Í tilkynningu sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sendi fjölmiðlum vegna útgáfu skýrslunnar segir að hún varpi „ljósi á seinni einkavæðingu bankanna“. Þar segir að skýrslan taki af allan vafa um áhættu skattgreiðenda þegar kröfuhafar tóku yfir eignarhluti í Íslandsbanka og Arion. Ríkissjóður hafi tekið á sig 296 milljarða króna áhættu í þágu kröfuhafa bankanna. Steingrímur segir að fjallað hafi verið um þessar ásakanir fimm eða sex sinnum. „Það er skemmst frá að segja að fram til þessa hefur þetta allt verið hrakið.“ Steingrímur segir að fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið hafi séð ástæðu til að senda frá sér tilkynningar á fyrri stigum þar sem mismunandi þættir í ásökununum séu hraktir „Síðan auðvitað líka ágæt skýrsla frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem Brynjar Níelsson leiddi vinnuna,“ segir Steingrímur, „þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin eða að ekki hafi verið farið eðlilega að í þessum tilvikum.“ „Það er umhugsunarefni fyrir Alþingi að þegar svona mál hefur verið til umfjöllunar í þar til bærri nefnd, hún lokið sinni vinnu, að þá spretti upp formaður og varaformaður í annarri nefnd,“ segir Steingrímur. Formaður og varaformaður fjárlaganefndar geri ekkert með fyrri vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar heldur haldi vinnu sinni áfram út frá eigin forsendum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Sjá meira
„Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40