Segir ásakanirnar hafa verið hraktar Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu skýrsluna í gær. Fréttablaðið/Ernir „Þetta eru ásakanir og stóryrði sem hafa verið sett fram áður af Vigdísi og Víglundi Þorsteinssyni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, um nýja skýrslu meirihluta fjárlaganefndar. Í tilkynningu sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sendi fjölmiðlum vegna útgáfu skýrslunnar segir að hún varpi „ljósi á seinni einkavæðingu bankanna“. Þar segir að skýrslan taki af allan vafa um áhættu skattgreiðenda þegar kröfuhafar tóku yfir eignarhluti í Íslandsbanka og Arion. Ríkissjóður hafi tekið á sig 296 milljarða króna áhættu í þágu kröfuhafa bankanna. Steingrímur segir að fjallað hafi verið um þessar ásakanir fimm eða sex sinnum. „Það er skemmst frá að segja að fram til þessa hefur þetta allt verið hrakið.“ Steingrímur segir að fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið hafi séð ástæðu til að senda frá sér tilkynningar á fyrri stigum þar sem mismunandi þættir í ásökununum séu hraktir „Síðan auðvitað líka ágæt skýrsla frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem Brynjar Níelsson leiddi vinnuna,“ segir Steingrímur, „þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin eða að ekki hafi verið farið eðlilega að í þessum tilvikum.“ „Það er umhugsunarefni fyrir Alþingi að þegar svona mál hefur verið til umfjöllunar í þar til bærri nefnd, hún lokið sinni vinnu, að þá spretti upp formaður og varaformaður í annarri nefnd,“ segir Steingrímur. Formaður og varaformaður fjárlaganefndar geri ekkert með fyrri vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar heldur haldi vinnu sinni áfram út frá eigin forsendum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
„Þetta eru ásakanir og stóryrði sem hafa verið sett fram áður af Vigdísi og Víglundi Þorsteinssyni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, um nýja skýrslu meirihluta fjárlaganefndar. Í tilkynningu sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sendi fjölmiðlum vegna útgáfu skýrslunnar segir að hún varpi „ljósi á seinni einkavæðingu bankanna“. Þar segir að skýrslan taki af allan vafa um áhættu skattgreiðenda þegar kröfuhafar tóku yfir eignarhluti í Íslandsbanka og Arion. Ríkissjóður hafi tekið á sig 296 milljarða króna áhættu í þágu kröfuhafa bankanna. Steingrímur segir að fjallað hafi verið um þessar ásakanir fimm eða sex sinnum. „Það er skemmst frá að segja að fram til þessa hefur þetta allt verið hrakið.“ Steingrímur segir að fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið hafi séð ástæðu til að senda frá sér tilkynningar á fyrri stigum þar sem mismunandi þættir í ásökununum séu hraktir „Síðan auðvitað líka ágæt skýrsla frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem Brynjar Níelsson leiddi vinnuna,“ segir Steingrímur, „þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin eða að ekki hafi verið farið eðlilega að í þessum tilvikum.“ „Það er umhugsunarefni fyrir Alþingi að þegar svona mál hefur verið til umfjöllunar í þar til bærri nefnd, hún lokið sinni vinnu, að þá spretti upp formaður og varaformaður í annarri nefnd,“ segir Steingrímur. Formaður og varaformaður fjárlaganefndar geri ekkert með fyrri vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar heldur haldi vinnu sinni áfram út frá eigin forsendum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
„Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40