Lars þráspurður um leikaraskap: „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 14:08 "Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. Vísir/Vilhelm Portúgalskur blaðamaður spurði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í dag út í hver væri mesti leikarinn sem kæmi við sögu á leik Íslands og Portúgal á EM á morgun. „Það eru kannski margir, það verður að koma í ljós,“ sagði Lars. „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist.“ Lagerbäck hefur áður tjáð sig um leikaraskap og minntist sérstaklega á Portúgalann Pepe í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Þá var Lars í teymi sérfræðinga í beinni útsendingu í sjónvarpi í Svíþjóð. Lars var aftur spurður út í leikaraskap á blaðamannafundinum í dag og útskýrði þá betur skoðun sína. „Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. „Sérstaklega ef þú færð smá högg en reynir að láta lita út eins og um stórslys sé að ræða,“ sagði Lars. Það yrði góð breyting fyrir fótboltann að geta refsað mönnum sem hegði sér svo. „Ég minntist ekkert sérstaklega á portúgalska leikmenn. Þetta er úti um allt í alþjóðafótbolta,“ sagði Lars og útskýrði aðkomu sína að leik Real Madrid og Atletico Madrid í Mílanó á dögunum. „Það sáu væntanlega allir hér inni þann leik,“ sagði Lars og minntist á Pepe. „Ég er bara að benda á staðreyndir og þetta eru bara almennar pælingar mínar um leikaraskap.“ Þá bætti sá sænski við að leikirnir á EM væru ekki margir og fáránlegt ef menn fengju gul spjöld vegna þess að andstæðingar þeirra væru með leikaraskap.Fundinn í heild má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Portúgalskur blaðamaður spurði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í dag út í hver væri mesti leikarinn sem kæmi við sögu á leik Íslands og Portúgal á EM á morgun. „Það eru kannski margir, það verður að koma í ljós,“ sagði Lars. „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist.“ Lagerbäck hefur áður tjáð sig um leikaraskap og minntist sérstaklega á Portúgalann Pepe í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Þá var Lars í teymi sérfræðinga í beinni útsendingu í sjónvarpi í Svíþjóð. Lars var aftur spurður út í leikaraskap á blaðamannafundinum í dag og útskýrði þá betur skoðun sína. „Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. „Sérstaklega ef þú færð smá högg en reynir að láta lita út eins og um stórslys sé að ræða,“ sagði Lars. Það yrði góð breyting fyrir fótboltann að geta refsað mönnum sem hegði sér svo. „Ég minntist ekkert sérstaklega á portúgalska leikmenn. Þetta er úti um allt í alþjóðafótbolta,“ sagði Lars og útskýrði aðkomu sína að leik Real Madrid og Atletico Madrid í Mílanó á dögunum. „Það sáu væntanlega allir hér inni þann leik,“ sagði Lars og minntist á Pepe. „Ég er bara að benda á staðreyndir og þetta eru bara almennar pælingar mínar um leikaraskap.“ Þá bætti sá sænski við að leikirnir á EM væru ekki margir og fáránlegt ef menn fengju gul spjöld vegna þess að andstæðingar þeirra væru með leikaraskap.Fundinn í heild má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13
Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21
Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53