Fótbolti

Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi Þór sló á létta strengi á fundinum í dag.
Gylfi Þór sló á létta strengi á fundinum í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson var spurður að því hvort hann ætti von á því að einhverjir leikmenn ættu erfitt með að festa svefn í nótt, nóttina fyrir stóra daginn þegar okkar menn mæta Portúgal í Saint-Étienne

Nei ég býst ekki við því. Það kæmi mér ekki á óvart að einhverjir banki upp á lækninum og fái svefntöflu,“ sagði Gylfi. Flestir í liðinu væru þó vanir að spila stóra leiki.

Það versta er að við erum búnir að bíða lengi og nú loksins komið að því.“

Aron Einar skaut þá inn góðu ráði.

„Best að lesa einhverja leiðinlega bók bara,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og Gylfi tók boltann á lofti eins og svo oft áður: „Einhverja af bókunum hans Togga. Þá verðum við í fínum málum“

Mikið var hlegið að brandara Gylfa en eins og kunnugt er þá er Þogrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrrum knattspyrnukappi, einn af aðstoðarmönnum strákanna í landsliðinu. Ekki er óþekkt að strákarnir skríði upp í rúm til hans og hlusta á hann lesa upp úr bókum sínum.



Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×