Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 5. október 2015 06:00 Bashar al-Assad forseti Sýrlands. vísir/epa Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. Hann sagði það jafnframt mikilvægt fyrir öll Miðausturlöndin að loftárásir Rússlands gegn Íslamska ríkinu væru árangursríkar en loftárásirnar héldu áfram í gær og hafa nú staðið yfir í sex daga. Í viðtali við íranska ríkissjónvarpið sagði forsetinn að Sýrland, Rússland, Íran og Írak ynnu saman að því að berjast gegn hryðjuverkum og hann teldi líkur á því að árásirnar yrðu árangursríkar. Hann gagnrýndi jafnframt loftárásir Bandaríkjamanna í Sýrlandi og Írak og sagði þær ekki hafa borið árangur í að sporna gegn hryðjuverkum á svæðinu. Alþjóðlegir andstæðingar forsetans hafa sagt að til þess að binda enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi verði forsetinn að segja af sér en sjálfur segir forsetinn í viðtalinu að ef lausnin fælist í afsögn hans myndi hann ekki hika við að segja af sér. Loftárásir Rússa hafa líkt og áður sagði staðið yfir í sex daga og er árásunum sagt beint gegn herbúðum Íslamska ríkisins en sýrlenskir aktívistar segja þær beinast gegn öðrum uppreisnarhópum. Í gær sagði rússneska varnamálaráðuneytið frá því að að flugvélar þeirra hefðu sprengt tíu skotmörk undir yfirráðum Íslamska ríkisins. Sýrlenskir aktívistar sögðu hins vegar að í það minnsta tvö börn og smali hefðu beðið bana í árásunum sem beint var að borginni Homs og árásirnar hefðu að auki sært fimmtán manns. Bæði Tyrkland og Bretland hafa fordæmt aðgerðir Rússa og hvatti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Rússa til að breyta um stefnu og viðurkenna að forsetinn verði að hverfa frá völdum í Sýrlandi, hann væri ekki fær um að sameina sýrlensku þjóðina. Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Sjá meira
Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. Hann sagði það jafnframt mikilvægt fyrir öll Miðausturlöndin að loftárásir Rússlands gegn Íslamska ríkinu væru árangursríkar en loftárásirnar héldu áfram í gær og hafa nú staðið yfir í sex daga. Í viðtali við íranska ríkissjónvarpið sagði forsetinn að Sýrland, Rússland, Íran og Írak ynnu saman að því að berjast gegn hryðjuverkum og hann teldi líkur á því að árásirnar yrðu árangursríkar. Hann gagnrýndi jafnframt loftárásir Bandaríkjamanna í Sýrlandi og Írak og sagði þær ekki hafa borið árangur í að sporna gegn hryðjuverkum á svæðinu. Alþjóðlegir andstæðingar forsetans hafa sagt að til þess að binda enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi verði forsetinn að segja af sér en sjálfur segir forsetinn í viðtalinu að ef lausnin fælist í afsögn hans myndi hann ekki hika við að segja af sér. Loftárásir Rússa hafa líkt og áður sagði staðið yfir í sex daga og er árásunum sagt beint gegn herbúðum Íslamska ríkisins en sýrlenskir aktívistar segja þær beinast gegn öðrum uppreisnarhópum. Í gær sagði rússneska varnamálaráðuneytið frá því að að flugvélar þeirra hefðu sprengt tíu skotmörk undir yfirráðum Íslamska ríkisins. Sýrlenskir aktívistar sögðu hins vegar að í það minnsta tvö börn og smali hefðu beðið bana í árásunum sem beint var að borginni Homs og árásirnar hefðu að auki sært fimmtán manns. Bæði Tyrkland og Bretland hafa fordæmt aðgerðir Rússa og hvatti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Rússa til að breyta um stefnu og viðurkenna að forsetinn verði að hverfa frá völdum í Sýrlandi, hann væri ekki fær um að sameina sýrlensku þjóðina.
Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Sjá meira