Múslimarnir okkar: „Lærðu að segja As-salamu alaykum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2015 21:56 Gústaf Níelsson, Margrét Friðriksdóttir, Soumia Islami, Helgi Hrafn Gunnarsson og Salmann Tamimi tóku þátt í umræðunum. Helgi Hrafn Gunnarsson, Salmann Tamimi, Soumia Islami, Margrét Friðriksdóttir og Gústaf Níelsson tóku þátt í umræðum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í tengslum við þáttinn Múslimarnir okkar. Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið líflegar og var meðal annars rætt um byggingu mosku á Íslandi, Pegida-samtökin og meinta íslamsvæðingu Evrópu. Þá velti Lóa Pind því upp hvað væri hægt að gera til að mæta þeim ótta sem virðist búa í brjósti Íslendinga gagnvart múslimum. „Ég held satt best að segja að það sé verið að yfirgera þennan ótta, óttinn er ekki neitt sérstakur. Ég held að flestir Íslendingar spyrji sig hvaða erindi á íslam við þetta litla friðsæla samfélag. Ég hugsa að flestum þyki þetta eins og óboðinn gestur,“ sagði Gústaf. Þá minntist Margrét á sjaría-lög: „Það sem ég óttast við íslam eru þessi sjaría-lög. Mér finnst þau stórhættuleg, þau stangast á við íslenskt samfélag, íslensk lög.“ Soumia Islami sagði sömu lög og reglur gilda fyrir alla á Íslandi. „Það er trúfrelsi fyrir alla og trú á ekki að koma nálægt lögum og reglum á Íslandi. Ég vil hafa kristið fólk í kringum mig og ég vil ekki að íslam taki yfir eða neitt slíkt. En múslimar á Íslandi eiga að hafa sömu réttindi og allir aðrir“ Helgi Hrafn sagði múslima ekki vera að ná völdum. „Það eru þrír sjálfkallaðir nýfasistar á Evrópuþinginu. Núll íslamistar. Það komust tveir menn inn í borgarstjórn núna í síðustu kosningum út á þetta moskumál. Núll íslamistar. Múslimar eru ekki að ná völdum, sjaría er ekki á leiðinni. Við þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka sem er rísandi hér eins og annars staðar í Evrópu. Varðandi það hvernig við getum unnið bug á óttanum við múslima, lærðu að heilsa þeim. Lærðu að segja As-salamu alaykum.“ „Við erum partur af samfélaginu. Það er bara lágkúrulegt að við séum á 21. öldinni og enn að hugsa eins og við séum á 18. öld. „Þetta erum við og þetta eru þið.“ Tölum um hvað múslimar eru að gera á Íslandi,“ sagði Salmann Tamimi. Umræðuþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00 Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 „Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Rætt var við hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í vikunni. 11. mars 2015 18:51 „Vill hann láta afhausa sig?“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók þátt í "Einn á móti öllum“ í Bítinu í morgun þar sem rætt var um innflytjendamál. 11. mars 2015 09:53 „Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, Salmann Tamimi, Soumia Islami, Margrét Friðriksdóttir og Gústaf Níelsson tóku þátt í umræðum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í tengslum við þáttinn Múslimarnir okkar. Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið líflegar og var meðal annars rætt um byggingu mosku á Íslandi, Pegida-samtökin og meinta íslamsvæðingu Evrópu. Þá velti Lóa Pind því upp hvað væri hægt að gera til að mæta þeim ótta sem virðist búa í brjósti Íslendinga gagnvart múslimum. „Ég held satt best að segja að það sé verið að yfirgera þennan ótta, óttinn er ekki neitt sérstakur. Ég held að flestir Íslendingar spyrji sig hvaða erindi á íslam við þetta litla friðsæla samfélag. Ég hugsa að flestum þyki þetta eins og óboðinn gestur,“ sagði Gústaf. Þá minntist Margrét á sjaría-lög: „Það sem ég óttast við íslam eru þessi sjaría-lög. Mér finnst þau stórhættuleg, þau stangast á við íslenskt samfélag, íslensk lög.“ Soumia Islami sagði sömu lög og reglur gilda fyrir alla á Íslandi. „Það er trúfrelsi fyrir alla og trú á ekki að koma nálægt lögum og reglum á Íslandi. Ég vil hafa kristið fólk í kringum mig og ég vil ekki að íslam taki yfir eða neitt slíkt. En múslimar á Íslandi eiga að hafa sömu réttindi og allir aðrir“ Helgi Hrafn sagði múslima ekki vera að ná völdum. „Það eru þrír sjálfkallaðir nýfasistar á Evrópuþinginu. Núll íslamistar. Það komust tveir menn inn í borgarstjórn núna í síðustu kosningum út á þetta moskumál. Núll íslamistar. Múslimar eru ekki að ná völdum, sjaría er ekki á leiðinni. Við þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka sem er rísandi hér eins og annars staðar í Evrópu. Varðandi það hvernig við getum unnið bug á óttanum við múslima, lærðu að heilsa þeim. Lærðu að segja As-salamu alaykum.“ „Við erum partur af samfélaginu. Það er bara lágkúrulegt að við séum á 21. öldinni og enn að hugsa eins og við séum á 18. öld. „Þetta erum við og þetta eru þið.“ Tölum um hvað múslimar eru að gera á Íslandi,“ sagði Salmann Tamimi. Umræðuþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00 Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 „Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Rætt var við hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í vikunni. 11. mars 2015 18:51 „Vill hann láta afhausa sig?“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók þátt í "Einn á móti öllum“ í Bítinu í morgun þar sem rætt var um innflytjendamál. 11. mars 2015 09:53 „Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00
Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46
„Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Rætt var við hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í vikunni. 11. mars 2015 18:51
„Vill hann láta afhausa sig?“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók þátt í "Einn á móti öllum“ í Bítinu í morgun þar sem rætt var um innflytjendamál. 11. mars 2015 09:53
„Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09
Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00