Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 7. mars 2015 12:00 „Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir Ólafur Halldórsson sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur að aldri í lítilli íslambúð í London. Ólafur hitti eiginkonu sína í fyrsta skipti á sjálfan brúðkaupsdaginn og mælir með skipulögðu hjónabandi, svo fremi að ásetningurinn sé góður hjá þeim sem skipuleggja það. „Það hefur til dæmis aldrei verið inni í myndinni að við myndum skilja, sem er alltaf inni í myndinni í hjónaböndum á Vesturlöndum í dag.“Í seinni hluta þáttanna Múslimarnir okkar kynnumst við Ólafi, eiginkonu hans og syni þeirra sem á sér óvenjulegan uppruna. Við kynnumst líka ungum hjónum, Mansoor og Madihu sem eiga rætur að rekja til Pakistan en ólust upp í Þýskalandi og Englandi. Mansoor starfar hér sem trúboði Ahmadiyya múslima en söfnuðurinn telur fjórar manneskjur. Þeirra hjónaband varð til eftir að mæður þeirra hittust, leist vel hvorri á aðra. Mansoor og Madiha taka hins vegar skýrt fram að það hafi alfarið verið í þeirra höndum að ákveða hvort þau stigju skrefið til fulls og gengju í heilagt hjónaband. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá morgni til kvölds. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem skyggnst er inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr. Múslimarnir okkar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir Ólafur Halldórsson sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur að aldri í lítilli íslambúð í London. Ólafur hitti eiginkonu sína í fyrsta skipti á sjálfan brúðkaupsdaginn og mælir með skipulögðu hjónabandi, svo fremi að ásetningurinn sé góður hjá þeim sem skipuleggja það. „Það hefur til dæmis aldrei verið inni í myndinni að við myndum skilja, sem er alltaf inni í myndinni í hjónaböndum á Vesturlöndum í dag.“Í seinni hluta þáttanna Múslimarnir okkar kynnumst við Ólafi, eiginkonu hans og syni þeirra sem á sér óvenjulegan uppruna. Við kynnumst líka ungum hjónum, Mansoor og Madihu sem eiga rætur að rekja til Pakistan en ólust upp í Þýskalandi og Englandi. Mansoor starfar hér sem trúboði Ahmadiyya múslima en söfnuðurinn telur fjórar manneskjur. Þeirra hjónaband varð til eftir að mæður þeirra hittust, leist vel hvorri á aðra. Mansoor og Madiha taka hins vegar skýrt fram að það hafi alfarið verið í þeirra höndum að ákveða hvort þau stigju skrefið til fulls og gengju í heilagt hjónaband. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá morgni til kvölds. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem skyggnst er inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr.
Múslimarnir okkar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira