Samþykkja undirskriftasöfnun vegna kísilvers Thorsil Linda Blöndal skrifar 31. maí 2015 13:03 Bæjarstjórinn segir engar samningaviðræður í gangi á milli bæjarins og Thorsil. Vísir/GVA Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að láta framkvæma undirskriftarsöfnun meðal bæjarbúa vegna byggingar kísilvers Thorsils í Helguvík. Íbúar hafa einnig krafist þess að haldin verði bindandi kosning um máliði. Bæjaryfirvöld segja að ekki verið fallið frá þeim samningum við Thorsil sem búið er að undirrita. Forsvarsmenn hópsins benda á verið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í um 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Íbúarnir óttast mengun vegna veranna. „Fundargerð bæjarráðs fer svo fyrir bæjarstjórn í næstu viku og verður væntanlega samþykkt þar og þar með er komin heimild frá bæjaryfirvöldum til þessara aðila til að hefja undirskriftasöfnun,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Það þarf að nást samkomulag um fyrirsögn hennar og um hvað hún á að snúast, hvað fólk er að skrifa undir og svo framvegis þannig að það eru nokkur handtök eftir þar til hún fer í gang,“ segir hann.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Reykjanesbær25 prósent kosningabærra íbúa, milli 2500 til 3000 manns þurfa að skrifa undir svo halda megi íbúakosningu. Bæjarráð hafnaði þó að íbúakosning yrði bindandi kæmi að henni. Kjartan segir að nú þegar sé búið að klára samninga við Thorsil en segir að bæjarstjórn hafi síðasta orðið. „Kjörnir fulltrúar og bæjarstjórn á eftir að fjalla um það. Fyrst er bara að undirbúa þessa undirskriftasöfnun með þeim og hleypa henni af stað. Þeir munu fá fjórar vikur til að safna undirskriftum,“ segir hann. „Takist það að safna nægilega mörgum þá verða næstu skref rædd og ákveðin í samráði við þá.“ Kjartan segir engar samningaviðræður í gangi á milli bæjarins og Thorsil. „Það er búið að ganga frá öllum samningum við þá og það var gert í fyrra. Þannig að við erum bara að uppfylla ákvæði þeirra samninga,“ segir hann. Þannig að það er í sjálfu sér of seint að hætta við þessa framkvæmd? „Já.“ Bæjarráð segir í fundargerð sinni að Reykjanesbær muni standa við gerða samninga vegna kísilvers Thorsils. Þá benda fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson, í bókun bæjarráðs að afturköllun samninga sem bæjarstjórn hefur þegar samþykkt myndi án vafa leiða til skaðabótaskyldu fyrir bæjarsjóð. Ekki náðist í talsmenn íbúanna sem gagnrýna uppbyggingu kísilversins við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að láta framkvæma undirskriftarsöfnun meðal bæjarbúa vegna byggingar kísilvers Thorsils í Helguvík. Íbúar hafa einnig krafist þess að haldin verði bindandi kosning um máliði. Bæjaryfirvöld segja að ekki verið fallið frá þeim samningum við Thorsil sem búið er að undirrita. Forsvarsmenn hópsins benda á verið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í um 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Íbúarnir óttast mengun vegna veranna. „Fundargerð bæjarráðs fer svo fyrir bæjarstjórn í næstu viku og verður væntanlega samþykkt þar og þar með er komin heimild frá bæjaryfirvöldum til þessara aðila til að hefja undirskriftasöfnun,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Það þarf að nást samkomulag um fyrirsögn hennar og um hvað hún á að snúast, hvað fólk er að skrifa undir og svo framvegis þannig að það eru nokkur handtök eftir þar til hún fer í gang,“ segir hann.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Reykjanesbær25 prósent kosningabærra íbúa, milli 2500 til 3000 manns þurfa að skrifa undir svo halda megi íbúakosningu. Bæjarráð hafnaði þó að íbúakosning yrði bindandi kæmi að henni. Kjartan segir að nú þegar sé búið að klára samninga við Thorsil en segir að bæjarstjórn hafi síðasta orðið. „Kjörnir fulltrúar og bæjarstjórn á eftir að fjalla um það. Fyrst er bara að undirbúa þessa undirskriftasöfnun með þeim og hleypa henni af stað. Þeir munu fá fjórar vikur til að safna undirskriftum,“ segir hann. „Takist það að safna nægilega mörgum þá verða næstu skref rædd og ákveðin í samráði við þá.“ Kjartan segir engar samningaviðræður í gangi á milli bæjarins og Thorsil. „Það er búið að ganga frá öllum samningum við þá og það var gert í fyrra. Þannig að við erum bara að uppfylla ákvæði þeirra samninga,“ segir hann. Þannig að það er í sjálfu sér of seint að hætta við þessa framkvæmd? „Já.“ Bæjarráð segir í fundargerð sinni að Reykjanesbær muni standa við gerða samninga vegna kísilvers Thorsils. Þá benda fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson, í bókun bæjarráðs að afturköllun samninga sem bæjarstjórn hefur þegar samþykkt myndi án vafa leiða til skaðabótaskyldu fyrir bæjarsjóð. Ekki náðist í talsmenn íbúanna sem gagnrýna uppbyggingu kísilversins við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira