Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi Kolbeinn Tumi Daðason og Ólöf Skaftadóttir skrifa 20. ágúst 2015 11:15 Oddeyrarskóli (á mynd) og Lundarskóli tóku fyrstir skóla upp Byrjendalæsi árið 2005. Aðferðin var þróuð innan Háskólans á Akureyri. Mynd/Já.is Um helmingur grunnskóla landsins hefur tekið upp nýja nálgun á lestrarkennslu með það að markmiði að bæta læsi. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun hefur árangur nemenda í íslensku, lesskilningi og sömuleiðis stærðfræði lækkað. Munurinn er marktækur og má álykta að aðferðin leiði ekki til betri árangurs nemenda eins og hann er mældur á samræmdum könnunarprófum. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunar sem fengin var til þess að skoða árangur þeirra skóla sem tóku þátt í verkefninu Byrjendalæsi. Um áttatíu grunnskólar, um helmingur grunnskóla á Íslandi, styðjast við aðferðina en niðurstöðurnar miðast við þá 38 grunnskóla sem unnið hafa með aðferðina í fjögur ár eða lengur. Bornar voru saman einkunnir nemenda á samræmdum prófum í 4. bekk í hverjum skóla fyrir innleiðingu aðferðarinnar við einkunnir ár frá ári eftir innleiðingu. Á myndinni hér að neðan má sjá þróunina í einkunnum. Útskýring á myndinni fylgir neðst í fréttinni* en í grunninn má segja að einkunnir í íslensku, lesskilningsþætti íslenskuprófs og stærðfræði lækki.Skýringar á grafinu má sjá neðst í frétinni. Skólarnir 38 sem stuðst hafa við aðferðina í fjögur ár eða fleiri má sjá í töflunni hér að neðan. Taflan er upp úr skýrslu Menntamálastofnunar. „Ég vil að við hugsum um það hvernig við getum betur beitt aðferðafræði sem er þannig að áður en við ráðumst í að innleiða nýjar kennsluaðferðir liggi fyrir gögn eða vísbendingar um að líklegt sé að aðferðin skili árangri,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra í Fréttablaðinu í dag.Byrjendalæsi var þróað á vegum Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri undir forystu Rósu Eggertsdóttur. Sé meðtalinn veturinn 2012-2013 hafa alls um 80 skólar af 170 víðs vegar um landið átt samstarf við HA um innleiðslu aðferðarinnar. Menntamálaráðuneytið hleypir af stokkunum átakinu Þjóðarsáttmáli um læsi á mánudaginn en markmið átaksins er að bregðast við áhyggjum af læsi barna. Fjöldi nemenda í hverjum skóla sem lært hefur samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis má sjá hér. *Árangur á samræmdum prófum er metinn á normaldreifðum kvarða sem nær frá 0 til 60 þar sem meðaltal allra nemenda á landinu er 30 (lárétt punktalína). Tekið er meðaltal nemenda í þeim 38 skólum sem hafa verið í Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur og það borið saman við landsmeðaltal allra nemenda á Íslandi. Upphafspunktur á myndinni er meðaltal fimm ára fyrir innleiðingu Byrjendalæsis. Annar punkturinn er það ár sem hver skóli byrjar í Byrjendalæsi. Skólarnir hófu þátttöku á mismunandi tíma, upphafsár Byrjendalæsis í skólanum er skilgreint sem núllpunktur í þessari greiningu. Lóðrétta brotalínan sýnir þann punkt þegar skóli er búinn að vera fjögur ár í Byrjendalæsi og þeir nemendur sem hófu nám með aðferðinni taka samræmt könnunarpróf í 4. bekk (sjá töflu 1). Þannig er auðvelt að sjá hver staða nemenda var að jafnaði áður en innleiðing hófst og á meðan á henni stóð (til vinstri við brotalínuna) og hver hún er eftir innleiðingu (brotalína og áfram). Í töflu 2 sést fjöldi nemenda á bak við tölurnar en ákveðið var að skoða ekki lengra en að sjöunda ári vegna þess hve nemendur eru fáir á áttunda og níunda ári. Á mynd 1 sést kvarðinn er á bilinu 28 til 31. Tvöfölduð staðalvilla var notuð til að stilla af y-ásinn, þ.e. hæsta gildi + 2 staðalvillur og lægsta gildi + 2 staðalvillur. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Um helmingur grunnskóla landsins hefur tekið upp nýja nálgun á lestrarkennslu með það að markmiði að bæta læsi. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun hefur árangur nemenda í íslensku, lesskilningi og sömuleiðis stærðfræði lækkað. Munurinn er marktækur og má álykta að aðferðin leiði ekki til betri árangurs nemenda eins og hann er mældur á samræmdum könnunarprófum. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunar sem fengin var til þess að skoða árangur þeirra skóla sem tóku þátt í verkefninu Byrjendalæsi. Um áttatíu grunnskólar, um helmingur grunnskóla á Íslandi, styðjast við aðferðina en niðurstöðurnar miðast við þá 38 grunnskóla sem unnið hafa með aðferðina í fjögur ár eða lengur. Bornar voru saman einkunnir nemenda á samræmdum prófum í 4. bekk í hverjum skóla fyrir innleiðingu aðferðarinnar við einkunnir ár frá ári eftir innleiðingu. Á myndinni hér að neðan má sjá þróunina í einkunnum. Útskýring á myndinni fylgir neðst í fréttinni* en í grunninn má segja að einkunnir í íslensku, lesskilningsþætti íslenskuprófs og stærðfræði lækki.Skýringar á grafinu má sjá neðst í frétinni. Skólarnir 38 sem stuðst hafa við aðferðina í fjögur ár eða fleiri má sjá í töflunni hér að neðan. Taflan er upp úr skýrslu Menntamálastofnunar. „Ég vil að við hugsum um það hvernig við getum betur beitt aðferðafræði sem er þannig að áður en við ráðumst í að innleiða nýjar kennsluaðferðir liggi fyrir gögn eða vísbendingar um að líklegt sé að aðferðin skili árangri,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra í Fréttablaðinu í dag.Byrjendalæsi var þróað á vegum Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri undir forystu Rósu Eggertsdóttur. Sé meðtalinn veturinn 2012-2013 hafa alls um 80 skólar af 170 víðs vegar um landið átt samstarf við HA um innleiðslu aðferðarinnar. Menntamálaráðuneytið hleypir af stokkunum átakinu Þjóðarsáttmáli um læsi á mánudaginn en markmið átaksins er að bregðast við áhyggjum af læsi barna. Fjöldi nemenda í hverjum skóla sem lært hefur samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis má sjá hér. *Árangur á samræmdum prófum er metinn á normaldreifðum kvarða sem nær frá 0 til 60 þar sem meðaltal allra nemenda á landinu er 30 (lárétt punktalína). Tekið er meðaltal nemenda í þeim 38 skólum sem hafa verið í Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur og það borið saman við landsmeðaltal allra nemenda á Íslandi. Upphafspunktur á myndinni er meðaltal fimm ára fyrir innleiðingu Byrjendalæsis. Annar punkturinn er það ár sem hver skóli byrjar í Byrjendalæsi. Skólarnir hófu þátttöku á mismunandi tíma, upphafsár Byrjendalæsis í skólanum er skilgreint sem núllpunktur í þessari greiningu. Lóðrétta brotalínan sýnir þann punkt þegar skóli er búinn að vera fjögur ár í Byrjendalæsi og þeir nemendur sem hófu nám með aðferðinni taka samræmt könnunarpróf í 4. bekk (sjá töflu 1). Þannig er auðvelt að sjá hver staða nemenda var að jafnaði áður en innleiðing hófst og á meðan á henni stóð (til vinstri við brotalínuna) og hver hún er eftir innleiðingu (brotalína og áfram). Í töflu 2 sést fjöldi nemenda á bak við tölurnar en ákveðið var að skoða ekki lengra en að sjöunda ári vegna þess hve nemendur eru fáir á áttunda og níunda ári. Á mynd 1 sést kvarðinn er á bilinu 28 til 31. Tvöfölduð staðalvilla var notuð til að stilla af y-ásinn, þ.e. hæsta gildi + 2 staðalvillur og lægsta gildi + 2 staðalvillur.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira