Boðar til þjóðarátaks um bætt læsi barna Ingvar Haraldsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að gera þurfi meira til að bæta læsi. vísir/gva Níutíu prósent barna sem ljúka grunnskólanámi árið 2018 eiga að geta lesið sér til gagns. Það er markmið átaksverkefnisins „Þjóðarsáttmáli um læsi“ sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun hleypa af stokkunum á næstu dögum. „Við þurfum að gera mun betur, bæði skólarnir og heimilin,“ segir Illugi. Samkvæmt niðurstöðu PISA-prófsins árið 2012 gátu 30 prósent drengja og 12 prósent stúlkna ekki lesið sér til gagns. „Það sem við höfum séð á undanförnum árum og áratug er að læsinu hefur hrakað ár frá ári og við getum ekki sætt okkur við það,“ segir Illugi. Illugi segir verkefnið í samræmi við Hvítbók um umbætur í menntamálum sem hann lagði fram fyrir rúmu ári. Verkefnið verði unnið í samstarfi við öll sveitarfélögin á landinu. Illugi muni ferðast hringinn í kringum landið í haust til að undirrita samkomulag um átakið við sveitarfélögin. „Þarna erum við að taka saman höndum um að tryggja það að börnin nái að tileinka sér þennan grundvallarþátt, að börnin geti lesið sér til gagns. Það er erfitt að benda á þau mál sem hafa jafn mikla þýðingu, bæði fyrir einstaklingana og samfélagið allt,“ segir Illugi. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Níutíu prósent barna sem ljúka grunnskólanámi árið 2018 eiga að geta lesið sér til gagns. Það er markmið átaksverkefnisins „Þjóðarsáttmáli um læsi“ sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun hleypa af stokkunum á næstu dögum. „Við þurfum að gera mun betur, bæði skólarnir og heimilin,“ segir Illugi. Samkvæmt niðurstöðu PISA-prófsins árið 2012 gátu 30 prósent drengja og 12 prósent stúlkna ekki lesið sér til gagns. „Það sem við höfum séð á undanförnum árum og áratug er að læsinu hefur hrakað ár frá ári og við getum ekki sætt okkur við það,“ segir Illugi. Illugi segir verkefnið í samræmi við Hvítbók um umbætur í menntamálum sem hann lagði fram fyrir rúmu ári. Verkefnið verði unnið í samstarfi við öll sveitarfélögin á landinu. Illugi muni ferðast hringinn í kringum landið í haust til að undirrita samkomulag um átakið við sveitarfélögin. „Þarna erum við að taka saman höndum um að tryggja það að börnin nái að tileinka sér þennan grundvallarþátt, að börnin geti lesið sér til gagns. Það er erfitt að benda á þau mál sem hafa jafn mikla þýðingu, bæði fyrir einstaklingana og samfélagið allt,“ segir Illugi.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira