Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2015 23:25 Þríeykið er ákært fyrir að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings. Vísir/Anton Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and Play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. Upphafleg áform fólu í sér að rúmlega fjórðungur þess fjölda, alls 26 einstaklingar, myndu bera vitni við aðalmeðferðina. Þríeykið er ákært fyrir að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings, sem og fyrir stórfellt peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings, samtals að fjárhæð um 171 milljón króna. Í greinargerð Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, verjenda eins sakborninganna í málinu, var þess krafist að ákæruvaldið boðaði 92 einstaklinga sem vitni samkvæmt nafnalista. Krafðist verjandinn að þessir 92 einstaklingar bæru vitni, auk þeirra 28 sem saksóknari hafði áður boðað í vitnaleiðslur. Fjöldi vitna í málinu hefði því verið á annað hundrað en til samanburðar má nefna að um 50 vitni voru í stóra markaðmisnotkunarmáli Kaupþings. Saksóknari féllst á að boða fjóra af þessum lista en hinum 88 var hafnað. Verjandinn hélt því fram að vitnisburður vitnanna væri mikilvægur enda hafi þau öll verið meðlimir í spilafélaginu og gætu upplýst um starfið í klúbbnum og aðkomu þeirra að því. „Með vitnaleiðslunum væri fyrirhugað að sýna fram á að ekki hefðu verið seldar veitingar á vegum félagsins og hefðu félagsmenn ekki innt af hendi greiðslur vegna rekstrar þess,” segir í úrskurði Hæstaréttar. Saksóknari sagði hins vegar að ekki hafi verið færð viðhlítandi rök fyrir því að það geti haft þýðingu fyrir málsvörn hans að leiða um 90 vitni til viðbótar við aðalmeðferðina. Til stæði að 28 einstaklingar bæru vitni, þar af hafi 23 verið meðlimir í spilafélaginu og þá hafi tíu þeirra einnig verið á vettvangi þegar lögreglan réðst í húsleit í klúbbhúsi félagsins í Skeifunni. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur féllust á þessi rök saksóknarans. Tilgangslaust væri að leiða á annað hundrað vitna fyrir dóminn. Tengdar fréttir Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and Play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. Upphafleg áform fólu í sér að rúmlega fjórðungur þess fjölda, alls 26 einstaklingar, myndu bera vitni við aðalmeðferðina. Þríeykið er ákært fyrir að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings, sem og fyrir stórfellt peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings, samtals að fjárhæð um 171 milljón króna. Í greinargerð Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, verjenda eins sakborninganna í málinu, var þess krafist að ákæruvaldið boðaði 92 einstaklinga sem vitni samkvæmt nafnalista. Krafðist verjandinn að þessir 92 einstaklingar bæru vitni, auk þeirra 28 sem saksóknari hafði áður boðað í vitnaleiðslur. Fjöldi vitna í málinu hefði því verið á annað hundrað en til samanburðar má nefna að um 50 vitni voru í stóra markaðmisnotkunarmáli Kaupþings. Saksóknari féllst á að boða fjóra af þessum lista en hinum 88 var hafnað. Verjandinn hélt því fram að vitnisburður vitnanna væri mikilvægur enda hafi þau öll verið meðlimir í spilafélaginu og gætu upplýst um starfið í klúbbnum og aðkomu þeirra að því. „Með vitnaleiðslunum væri fyrirhugað að sýna fram á að ekki hefðu verið seldar veitingar á vegum félagsins og hefðu félagsmenn ekki innt af hendi greiðslur vegna rekstrar þess,” segir í úrskurði Hæstaréttar. Saksóknari sagði hins vegar að ekki hafi verið færð viðhlítandi rök fyrir því að það geti haft þýðingu fyrir málsvörn hans að leiða um 90 vitni til viðbótar við aðalmeðferðina. Til stæði að 28 einstaklingar bæru vitni, þar af hafi 23 verið meðlimir í spilafélaginu og þá hafi tíu þeirra einnig verið á vettvangi þegar lögreglan réðst í húsleit í klúbbhúsi félagsins í Skeifunni. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur féllust á þessi rök saksóknarans. Tilgangslaust væri að leiða á annað hundrað vitna fyrir dóminn.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44