Allegri: Ég er ekki reiður heldur svekktur Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 10:00 Leikmenn Frosinone fögnuðu jöfnunarmarkinu og jafnteflinu eins og heimsmeistarar. vísir/getty Massimiliano Allegri, þjálfara Juventus, var ekki skemmt yfir úrslitum sinna manna í gær, en Ítalíumeistararnir gerðu 1-1 jafntefli við smáliðið Frosinone í fimmtu umferð Seríu A. Juventus byrjar nýtt tímabil hræðilega, en það tapaði fyrstu tveimur leikjunum og gerði svo jafntefli áður en það innbyrti loks sigur gegn Genoa um síðustu helgi. Meistararnir fengu svo kjörið tækifæri til að vinna annan sigurinn í röð þegar nýliðar Frosnione, sem eru að spila í Seríu A í fyrsta sinn í sögu félagsins, mættu í heimsókn. Frosinone var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni fyrir gærkvöldið og aðeins búið að skora eitt mark. Það var eftir sjö mínútur í fyrsta leik. Juventus var miklu betra liðið í gær en nýtti aðeins eitt færi. Í raun fékk Juventus mikla hjálp við að skora því Leonardo Blanchard, miðvörður Frosinone, stýrði skoti Simone Zaza í netið á 50. mínútu. Það var svo í uppbótartíma sem Juventus var refsað fyrir að nýta ekki færin þegar Blanchard bætti upp fyrir mistökin með fallegu skallamarki eftir horn, 1-1. Fyrsta stig Frosinone í sögunni í Seríu A og það fékkst á heimavelli meistaranna. „Er ég reiður? Nei. Ég er bara svekktur,“ sagði draugfúll Allegri við blaðamenn eftir leikinn í gærkvöldi. „Það var bara við hæfi að við fengum á okkur mark eftir horn undir lokin því við réðum ekkert við atburðarásina og gáfum þeim færi á að jafna leikinn.“ „Við erum alltaf að reyna að gera eitthvað voða flott í staðinn fyrir að stýra bara spilinu. Fyrir það gjöldum við með mörgum stigum. Því miður er staðan þannig núna að við getum unnið alla og tapað fyrir öllum,“ sagði Massimiliano Allegri. Ítalski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Massimiliano Allegri, þjálfara Juventus, var ekki skemmt yfir úrslitum sinna manna í gær, en Ítalíumeistararnir gerðu 1-1 jafntefli við smáliðið Frosinone í fimmtu umferð Seríu A. Juventus byrjar nýtt tímabil hræðilega, en það tapaði fyrstu tveimur leikjunum og gerði svo jafntefli áður en það innbyrti loks sigur gegn Genoa um síðustu helgi. Meistararnir fengu svo kjörið tækifæri til að vinna annan sigurinn í röð þegar nýliðar Frosnione, sem eru að spila í Seríu A í fyrsta sinn í sögu félagsins, mættu í heimsókn. Frosinone var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni fyrir gærkvöldið og aðeins búið að skora eitt mark. Það var eftir sjö mínútur í fyrsta leik. Juventus var miklu betra liðið í gær en nýtti aðeins eitt færi. Í raun fékk Juventus mikla hjálp við að skora því Leonardo Blanchard, miðvörður Frosinone, stýrði skoti Simone Zaza í netið á 50. mínútu. Það var svo í uppbótartíma sem Juventus var refsað fyrir að nýta ekki færin þegar Blanchard bætti upp fyrir mistökin með fallegu skallamarki eftir horn, 1-1. Fyrsta stig Frosinone í sögunni í Seríu A og það fékkst á heimavelli meistaranna. „Er ég reiður? Nei. Ég er bara svekktur,“ sagði draugfúll Allegri við blaðamenn eftir leikinn í gærkvöldi. „Það var bara við hæfi að við fengum á okkur mark eftir horn undir lokin því við réðum ekkert við atburðarásina og gáfum þeim færi á að jafna leikinn.“ „Við erum alltaf að reyna að gera eitthvað voða flott í staðinn fyrir að stýra bara spilinu. Fyrir það gjöldum við með mörgum stigum. Því miður er staðan þannig núna að við getum unnið alla og tapað fyrir öllum,“ sagði Massimiliano Allegri.
Ítalski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira