Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 20:31 Bjarni talaði á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í ræðu sinni á Alþingi í kvöld en þar fara nú fram Eldhúsdagsumræður og sagði stjórnarandstöðuna ekki hafa gert það í málflutningi sínum í ár. Bjarni segist vilja breyta fyrirkomulagi um ræðutíma en hann telur að það þurfi að setja ræðutíma þingmanna frekari mörk og hann vill einnig að mál geti lifað milli þinga. Hann viðurkenndi að vel yrði að vera staðið að slíkum breytingum en taldi þær verða til bóta ef vel yrði frá gengið. „Fleira mætti hér nefna svo sem eins og að forseti Alþingis hafi óskorað vald til að stýra þingstörfum í samræmi við starfsáætlun. Góðir landsmenn, þótt ég nefni eitt og annað sem miklu getur skipt til að bæta þingstörfin og þróun lýðræðisins er það ofar öllu öðru að hér á Alþingi sé ávallt til staðar virðing fyrir því grundvallarhlutverki sem Alþingi gegnir í stjórnskipan okkar.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einnig að störf þingsins væru í höndum þingmanna, engir væru betur til þess fallnir að breyta starfsháttum heldur en fólkið á þingi. Bjarni sagði framtíðina bjarta, hagvöxtur væri að aukast – í raun og veru værum við uppi á lengsta samfellda hagvaxtartímabilinu og að jöfnuður væri mestur á Íslandi. „Skuldir heimilanna voru í hámarki árið 2009 þegar hær fóru í 126% af vergri landsframleiðslu. Nú stefnir í að skuldirnar lækki í um 86% og sætir furðu hve margir hafa, í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina, andmælt þessum aðgerðum. Þeir hinir sömu hafa tapað sjónum af mikilvægi þess og þýðingu að heimilin standi betur og ráði við skuldbindingar sínar. Skuldir heimilanna eru nú lægri en í Bretlandi og svipaðar og í Noregi. Góðir landsmenn, þrátt fyrir vaxandi kaupmátt og bjartari horfur hafa kjaradeilur verið áberandi það sem af er ári. Um tíma stefndi í að um helmingur vinnumarkaðarins færi í verkfall. En samningar tókust á almennum markaði og aðkoma stjórnvalda með lækkun skatta og öðrum ráðstöfunum hjálpaði til við að binda enda á deilurnar. Ég harma að ekki skuli hafa tekist samningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að viðræður stæðu svo vikum skipti og ríkið hafi boðið um 20% hækkanir næstu árin. Væntingar um að ríkið geti samið fram úr og upp fyrir almenna markaðinn, sem þó hafði samið um verulegar hækkanir launa næstu árin, eru án allrar innistæðu.“ Hann gagnrýndi málflutning jafnaðarmanna í kjaradeilum, sagði þá tala í hring og gagnrýna til þess eins að gagnrýna. Alþingi Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í ræðu sinni á Alþingi í kvöld en þar fara nú fram Eldhúsdagsumræður og sagði stjórnarandstöðuna ekki hafa gert það í málflutningi sínum í ár. Bjarni segist vilja breyta fyrirkomulagi um ræðutíma en hann telur að það þurfi að setja ræðutíma þingmanna frekari mörk og hann vill einnig að mál geti lifað milli þinga. Hann viðurkenndi að vel yrði að vera staðið að slíkum breytingum en taldi þær verða til bóta ef vel yrði frá gengið. „Fleira mætti hér nefna svo sem eins og að forseti Alþingis hafi óskorað vald til að stýra þingstörfum í samræmi við starfsáætlun. Góðir landsmenn, þótt ég nefni eitt og annað sem miklu getur skipt til að bæta þingstörfin og þróun lýðræðisins er það ofar öllu öðru að hér á Alþingi sé ávallt til staðar virðing fyrir því grundvallarhlutverki sem Alþingi gegnir í stjórnskipan okkar.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einnig að störf þingsins væru í höndum þingmanna, engir væru betur til þess fallnir að breyta starfsháttum heldur en fólkið á þingi. Bjarni sagði framtíðina bjarta, hagvöxtur væri að aukast – í raun og veru værum við uppi á lengsta samfellda hagvaxtartímabilinu og að jöfnuður væri mestur á Íslandi. „Skuldir heimilanna voru í hámarki árið 2009 þegar hær fóru í 126% af vergri landsframleiðslu. Nú stefnir í að skuldirnar lækki í um 86% og sætir furðu hve margir hafa, í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina, andmælt þessum aðgerðum. Þeir hinir sömu hafa tapað sjónum af mikilvægi þess og þýðingu að heimilin standi betur og ráði við skuldbindingar sínar. Skuldir heimilanna eru nú lægri en í Bretlandi og svipaðar og í Noregi. Góðir landsmenn, þrátt fyrir vaxandi kaupmátt og bjartari horfur hafa kjaradeilur verið áberandi það sem af er ári. Um tíma stefndi í að um helmingur vinnumarkaðarins færi í verkfall. En samningar tókust á almennum markaði og aðkoma stjórnvalda með lækkun skatta og öðrum ráðstöfunum hjálpaði til við að binda enda á deilurnar. Ég harma að ekki skuli hafa tekist samningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að viðræður stæðu svo vikum skipti og ríkið hafi boðið um 20% hækkanir næstu árin. Væntingar um að ríkið geti samið fram úr og upp fyrir almenna markaðinn, sem þó hafði samið um verulegar hækkanir launa næstu árin, eru án allrar innistæðu.“ Hann gagnrýndi málflutning jafnaðarmanna í kjaradeilum, sagði þá tala í hring og gagnrýna til þess eins að gagnrýna.
Alþingi Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira